Hjúkrunarfræðingar afar ósáttir við Katrínu Fjeldsted lækni Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2019 11:02 Katrín strýkur hjúkrunarfræðingum öfugt með pistli sínum. Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Pistill Katrínar Fjeldsted læknis, sem birtist nýverið í Læknablaðinu, hefur fallið í afar grýttan jarðveg meðal hjúkrunarfræðinga. Katrín telur tímabært að huga að breytingum og veltir því upp hvort ekki megi stytta grunnnám í hjúkrun í þrjú ár. „Efla þarf klínískan hluta námsins, samskipti við sjúklinga, og draga úr þeirri áherslu sem er á nám í stjórnun.“ Katrín segir sjúkraliða hafa að mestu tekið við því hlutverki að hjúkra sjúklingum en hjúkrunarfræðingar hafa sest við tölvur og sinna í vaxandi mæli stjórnun og skráningu sem er krafa frá stjórnvöldum, en flestum innan heilbrigðiskerfisins finnist hún helst til tímafrek.Katrín sökuð um hroka og fáránleg skrif „Hjúkrunarnám var á sínum tíma flutt á háskólastig. Launabarátta réði þar miklu fremur en fagleg nauðsyn en auk þess stóð metnaður þeirra sem í forsvari voru á þeim tíma til þess að kvennastétt kæmist upp að hlið lækna sem þá voru í meirihluta karlar. Þetta er gjörbreytt; nú er meirihluti læknanema og ungra lækna konur svo þau rök standast ekki lengur,“ segir Katrín meðal annars í grein sinni.Hinn umdeildi pistill Katrínar ber yfirskriftina Rödd góðmennskunnar. En, hjúkrunarfræðingar sjá fátt eitt gott við skrifin, telja þau þvert á móti árás á stéttina.Í lokuðum Facebookhópi hjúkrunarfræðinga eru þessi sjónarmið Katrínar fordæmd með býsna afgerandi hætti. Og eru ef til vill til marks um ríg milli lækna og hjúkrunarfræðinga: „Hvað er Læknablaðið að hugsa með því að birta þessa fáránlegu grein?“ „Ég bara skil ekki af hverju hún var að skrifa þetta.“ „Hrokinn uppmálaður.“ „Læknar í sóknarhug að minnka gildi hjúkrunar – kemur ekki á óvart – finnst þó ég kannist eitthvað við umræðuna.“ Katrín sögð vera að sanna sig sem ein af strákunum Þetta eru dæmi um tóninn í hjúkrunarfræðingum sem eru afar ósáttir margir hverjir við skrif Katrínar. Þetta teljast kaldar kveðjur frá læknum nú þegar kjarasamningar eru á dagskrá. Pistillinn er meira að segja settur í samhengi við sjálft feðraveldið: „Þessi grein væri flokkuð sem hrútskýring ef greinarhöfundur væri karlkyns. Þetta viðhorf sem greinarhöfundur hefur mætti kalla „hryssingu“ = útskýring konu til kynsystur sinnar sem litast af áhrifum feðraveldisins,“ segir þar meðal annars í Facebookhópi hjúkrunarfræðinga, svo dæmi sé tekið. „Það er kannski erfitt fyrir fólk sem hefur mestann sinn starfsferil þurft að sanna sig sem eina af strákunum að horfa nú á vel menntaðar „hjúkrunarkonur“ sinna stjórnunarstöðum og stýra flóknum meðferðarteymum.“ Er grein Katrínar þannig sögð anga af kvenfyrirlitningu. Engin erindi borist Læknablaðinu vegna pistilsins Viðhorf Katrínar teljast þannig forneskjuleg og skilja ýmsir sem til máls taka ekkert í í Læknablaðinu að birta slík skrif? Védís Skarphéðinsdóttir er ritstjórnarfulltrúi á blaðinu og hún segir að ritstjórn hafi ekki borist neinar ábendingar eða að neinn hafi beint óánægju sinni með pistilinn til Læknablaðsins. Enda sé þetta tölublað tiltölulega nýútkomið. Védís segir að um sé að ræða til þess að gera nýlegan dálk í blaðinu; viðhorfspistla lækna um það sem þeim býr í brjósti hverju sinni. Þeim eru engar línur lagðar og pistillinn sem slíkur segi ekkert til um afstöðu blaðsins eða ritstjórnarinnar til hjúkrunarfræðinga. Uppfært 11:40 Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún er stödd úti í Brussel á ráðstefnu. Guðbjörg bendir á að Facebookhópurinn sé ekki á vegum félagsins. Guðbjörg hafði séð pistilinn, sagði að það væri málfrelsi á Íslandi en hún vildi ekkert tjá sig um skrif Katrínar að öðru leyti. Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Pistill Katrínar Fjeldsted læknis, sem birtist nýverið í Læknablaðinu, hefur fallið í afar grýttan jarðveg meðal hjúkrunarfræðinga. Katrín telur tímabært að huga að breytingum og veltir því upp hvort ekki megi stytta grunnnám í hjúkrun í þrjú ár. „Efla þarf klínískan hluta námsins, samskipti við sjúklinga, og draga úr þeirri áherslu sem er á nám í stjórnun.“ Katrín segir sjúkraliða hafa að mestu tekið við því hlutverki að hjúkra sjúklingum en hjúkrunarfræðingar hafa sest við tölvur og sinna í vaxandi mæli stjórnun og skráningu sem er krafa frá stjórnvöldum, en flestum innan heilbrigðiskerfisins finnist hún helst til tímafrek.Katrín sökuð um hroka og fáránleg skrif „Hjúkrunarnám var á sínum tíma flutt á háskólastig. Launabarátta réði þar miklu fremur en fagleg nauðsyn en auk þess stóð metnaður þeirra sem í forsvari voru á þeim tíma til þess að kvennastétt kæmist upp að hlið lækna sem þá voru í meirihluta karlar. Þetta er gjörbreytt; nú er meirihluti læknanema og ungra lækna konur svo þau rök standast ekki lengur,“ segir Katrín meðal annars í grein sinni.Hinn umdeildi pistill Katrínar ber yfirskriftina Rödd góðmennskunnar. En, hjúkrunarfræðingar sjá fátt eitt gott við skrifin, telja þau þvert á móti árás á stéttina.Í lokuðum Facebookhópi hjúkrunarfræðinga eru þessi sjónarmið Katrínar fordæmd með býsna afgerandi hætti. Og eru ef til vill til marks um ríg milli lækna og hjúkrunarfræðinga: „Hvað er Læknablaðið að hugsa með því að birta þessa fáránlegu grein?“ „Ég bara skil ekki af hverju hún var að skrifa þetta.“ „Hrokinn uppmálaður.“ „Læknar í sóknarhug að minnka gildi hjúkrunar – kemur ekki á óvart – finnst þó ég kannist eitthvað við umræðuna.“ Katrín sögð vera að sanna sig sem ein af strákunum Þetta eru dæmi um tóninn í hjúkrunarfræðingum sem eru afar ósáttir margir hverjir við skrif Katrínar. Þetta teljast kaldar kveðjur frá læknum nú þegar kjarasamningar eru á dagskrá. Pistillinn er meira að segja settur í samhengi við sjálft feðraveldið: „Þessi grein væri flokkuð sem hrútskýring ef greinarhöfundur væri karlkyns. Þetta viðhorf sem greinarhöfundur hefur mætti kalla „hryssingu“ = útskýring konu til kynsystur sinnar sem litast af áhrifum feðraveldisins,“ segir þar meðal annars í Facebookhópi hjúkrunarfræðinga, svo dæmi sé tekið. „Það er kannski erfitt fyrir fólk sem hefur mestann sinn starfsferil þurft að sanna sig sem eina af strákunum að horfa nú á vel menntaðar „hjúkrunarkonur“ sinna stjórnunarstöðum og stýra flóknum meðferðarteymum.“ Er grein Katrínar þannig sögð anga af kvenfyrirlitningu. Engin erindi borist Læknablaðinu vegna pistilsins Viðhorf Katrínar teljast þannig forneskjuleg og skilja ýmsir sem til máls taka ekkert í í Læknablaðinu að birta slík skrif? Védís Skarphéðinsdóttir er ritstjórnarfulltrúi á blaðinu og hún segir að ritstjórn hafi ekki borist neinar ábendingar eða að neinn hafi beint óánægju sinni með pistilinn til Læknablaðsins. Enda sé þetta tölublað tiltölulega nýútkomið. Védís segir að um sé að ræða til þess að gera nýlegan dálk í blaðinu; viðhorfspistla lækna um það sem þeim býr í brjósti hverju sinni. Þeim eru engar línur lagðar og pistillinn sem slíkur segi ekkert til um afstöðu blaðsins eða ritstjórnarinnar til hjúkrunarfræðinga. Uppfært 11:40 Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún er stödd úti í Brussel á ráðstefnu. Guðbjörg bendir á að Facebookhópurinn sé ekki á vegum félagsins. Guðbjörg hafði séð pistilinn, sagði að það væri málfrelsi á Íslandi en hún vildi ekkert tjá sig um skrif Katrínar að öðru leyti.
Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira