Norðurlönd taka höndum saman gegn plastmengun í hafinu Heimir Már Pétursson skrifar 10. apríl 2019 20:30 Umhverfisráðherrar Norðurlandanna hafa tekið höndum saman um alþjóðlegar aðgerðir gegn plastmengun í hafinu og telja að Norðurlöndin geti haft forystu í þeirri baráttu. Ungt fólk á Norðurlöndum sem þingaði í Reykjavík í dag hefur áhyggjur af afleiðingum loftlagsbreytinganna. Umhverfisráðherrar Norðurlandanna funduðu í Reykjavík í dag og skrifuðu undir tillögu um að þróa áfram alþjóðlegt samkomulag um varnir gegn plastrusli og örplastmengun í hafinu, sem þekki engin landamæri. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir mikilvægt að norrænu ríkin vinni saman í þessum efnum. „En þau eru mjög samstíga og mikill einhugur á þessum fundi. Bæði hvað varðar plastmálin og loftlagsmálin. Forsætisráðherrarnir okkar samþykktu yfirlýsingu í Helsinki um loftlagsmál sem við erum að fylgja eftir. Ekki síst í því sem snýst um kolefnishlutleysi. Plastmengun hafi verið tekin fyrir á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrra. Norðurlöndin vilji vinna saman að því varnir gegn plastmengun verði teknar föstum tökum á alþjóðavettvangi. „Og stuðla að því að það verði alþjóðlegur samningur til að varna plastmengun ekki hvað síst í hafi. Við viljum senda þetta áfram til annarra alþjóðlegra hópa og stofnanna.Ola Elvestuen, umhverfisráðherra Noregs.Vísir/BaldurOg þá kemur sér vel að Ola Elvestuen umhverfisráðherra Noregs verður forseti næsta umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna árið 2021. En Norðmenn áttu frumkvæði að tillögum landanna varðandi plastmengun. „Það er mikilvægt að Norðurlöndin standi sig í að draga úr eigin losun. Enginn vafi er á því að Norðurlöndin gegna forystuhlutverki á alþjóðavettvangi. Til að uppfylla ákvæði loftslagssamninga þurfa ríkin hvert fyrir sig að standa sig varðandi plastið og einnig í öðrum umhverfismálum,“ segir Elvestuen.Unga fólkið hefur áhyggjur af framtíðinni Umhverfisráðherrar Norðurlandanna áttu sameiginlegan fund á Nauthóli í morgun. En eftir hádegi fóru þeir í Hörpu á sérstakt ungmennaþing um umhverfismál og sátu þar fyrir svörum. Ungt fólk frá ýmsum samtökum á Norðurlöndum sat þingið sem var haldið undir yfirskriftinni „Sjálfbær neysla og framleiðsla.“ Unga baráttukonan Greta Thunberg frá Svíþjóð kom ekki til Íslands vegna kolefnisfótsporsins, en ávarpaði þingið með fjarfundarbúnaði. „Við þurfum að grípa til ráðstafana núna því hver dagur sem líður án raunhæfra aðgerða er ósigur og sérhvert ár sem líður án raunhæfra aðgerða er hörmulegt,“ sagði Greta í ávarpi sínu.Margethe Grønvold Friis frá Kaupmannahöfn.Vísir/BaldurOg ungu þingfulltrúarnir í Hörpu taka undir með Grétu. Margethe Grønvold Friis frá Kaupmannahöfn hefur aðlagað loftlagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir Skátahreyfinguna. „Ég tel að þótt samfélag okkar hafi vitað af þessari vá árum saman, að hún muni hafa áhrif á okkur og að við finnum núna fyrir því á eigin skrokki er það samt aðeins of seint. Þess vegna neyðumst við til að bregðast við núna,“ sagði Friis.Mathias Bragi Ölvisson.Vísir/BaldurMathias Bragi Ölvisson segir mannkynið hafa skamman tíma til að undirbúa sig gagnvart óumflýjanlegum afleiðingum loftslagsbreytinganna sem of seint sé að snúa við og grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir aðrar afleiðingar sem hægt sé að halda í skefjum. „Við höfum nefnilega áhyggjur af framtíðinni. Hún er svolítið í óvissu. Það er aðgerðarleysið sem einkennir helstu stjórnvöld í heiminum. Við erum ekki að gera nóg. Við höfum núna bara tíu ár samkvæmt ítarlegri skýrslu frá IPCC. Og við þurfum að taka í taumana áður en það er of seint,“ segir Mathias. Umhverfismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Umhverfisráðherrar Norðurlandanna hafa tekið höndum saman um alþjóðlegar aðgerðir gegn plastmengun í hafinu og telja að Norðurlöndin geti haft forystu í þeirri baráttu. Ungt fólk á Norðurlöndum sem þingaði í Reykjavík í dag hefur áhyggjur af afleiðingum loftlagsbreytinganna. Umhverfisráðherrar Norðurlandanna funduðu í Reykjavík í dag og skrifuðu undir tillögu um að þróa áfram alþjóðlegt samkomulag um varnir gegn plastrusli og örplastmengun í hafinu, sem þekki engin landamæri. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir mikilvægt að norrænu ríkin vinni saman í þessum efnum. „En þau eru mjög samstíga og mikill einhugur á þessum fundi. Bæði hvað varðar plastmálin og loftlagsmálin. Forsætisráðherrarnir okkar samþykktu yfirlýsingu í Helsinki um loftlagsmál sem við erum að fylgja eftir. Ekki síst í því sem snýst um kolefnishlutleysi. Plastmengun hafi verið tekin fyrir á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrra. Norðurlöndin vilji vinna saman að því varnir gegn plastmengun verði teknar föstum tökum á alþjóðavettvangi. „Og stuðla að því að það verði alþjóðlegur samningur til að varna plastmengun ekki hvað síst í hafi. Við viljum senda þetta áfram til annarra alþjóðlegra hópa og stofnanna.Ola Elvestuen, umhverfisráðherra Noregs.Vísir/BaldurOg þá kemur sér vel að Ola Elvestuen umhverfisráðherra Noregs verður forseti næsta umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna árið 2021. En Norðmenn áttu frumkvæði að tillögum landanna varðandi plastmengun. „Það er mikilvægt að Norðurlöndin standi sig í að draga úr eigin losun. Enginn vafi er á því að Norðurlöndin gegna forystuhlutverki á alþjóðavettvangi. Til að uppfylla ákvæði loftslagssamninga þurfa ríkin hvert fyrir sig að standa sig varðandi plastið og einnig í öðrum umhverfismálum,“ segir Elvestuen.Unga fólkið hefur áhyggjur af framtíðinni Umhverfisráðherrar Norðurlandanna áttu sameiginlegan fund á Nauthóli í morgun. En eftir hádegi fóru þeir í Hörpu á sérstakt ungmennaþing um umhverfismál og sátu þar fyrir svörum. Ungt fólk frá ýmsum samtökum á Norðurlöndum sat þingið sem var haldið undir yfirskriftinni „Sjálfbær neysla og framleiðsla.“ Unga baráttukonan Greta Thunberg frá Svíþjóð kom ekki til Íslands vegna kolefnisfótsporsins, en ávarpaði þingið með fjarfundarbúnaði. „Við þurfum að grípa til ráðstafana núna því hver dagur sem líður án raunhæfra aðgerða er ósigur og sérhvert ár sem líður án raunhæfra aðgerða er hörmulegt,“ sagði Greta í ávarpi sínu.Margethe Grønvold Friis frá Kaupmannahöfn.Vísir/BaldurOg ungu þingfulltrúarnir í Hörpu taka undir með Grétu. Margethe Grønvold Friis frá Kaupmannahöfn hefur aðlagað loftlagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir Skátahreyfinguna. „Ég tel að þótt samfélag okkar hafi vitað af þessari vá árum saman, að hún muni hafa áhrif á okkur og að við finnum núna fyrir því á eigin skrokki er það samt aðeins of seint. Þess vegna neyðumst við til að bregðast við núna,“ sagði Friis.Mathias Bragi Ölvisson.Vísir/BaldurMathias Bragi Ölvisson segir mannkynið hafa skamman tíma til að undirbúa sig gagnvart óumflýjanlegum afleiðingum loftslagsbreytinganna sem of seint sé að snúa við og grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir aðrar afleiðingar sem hægt sé að halda í skefjum. „Við höfum nefnilega áhyggjur af framtíðinni. Hún er svolítið í óvissu. Það er aðgerðarleysið sem einkennir helstu stjórnvöld í heiminum. Við erum ekki að gera nóg. Við höfum núna bara tíu ár samkvæmt ítarlegri skýrslu frá IPCC. Og við þurfum að taka í taumana áður en það er of seint,“ segir Mathias.
Umhverfismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira