Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2019 20:45 Jóhannus Nattestad, sauðfjárbóndi og landeigandi á Nípunni, í viðtali við Símun Christian Olsen, fréttamann Kringvarps Færeyja. Mynd/Kringvarp Færeyja. Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna, sem tugþúsundum saman flykkjast til að ganga á bjargið Þrælanípu. Þeir hafa ákveðið að innheimta áttaþúsund króna gjald af þeim sem ganga þessa þriggja kílómetra gönguleið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Gönguleiðin er skammt frá flugvellinum í Vogum, liggur meðfram Leitisvatni og upp á Þrælanípu. Bændur hafa horft upp á landið þar breytast í moldarflag og hafa nú ákveðið að sporna við fæti með hárri gjaldtöku. „Við höfum beðið allt of lengi. Við höfum verið þolinmóðir og reynt allt og kannski hefðum við átt að byrja á þessu fyrir mörgum árum. Nú er skaðinn löngu skeður,“ segir Jóhannus Nattestad, sauðfjárbóndi og landeigandi á Nípunni.Moldarflögin eftir göngufólkið eru áberandi á bjargbrún Þrælanípunnar.Mynd/Kringvarp Færeyja.Um þrjátíu þúsund manns gengu þessa leið í fyrra en helsta aðdráttaraflið er foss sem fellur úr vatninu fram af bjargbrún og beint út í Atlantshafið. „Það koma allt upp í 400-500 manns á dag, bæði Færeyingar og útlendingar. Það segir sig sjálft að svo mikill fjöldi á litlu svæði hefur afleiðingar.“ En það er ekki bara að landið traðkist niður. Bóndinn segir að mófugli hafi fækkað, sauðfé þrífist verr í haganum og fallþungi lamba hafi minnkað. „Fólkið gengur um allan hagann. Þó að skiltin segi að það eigi ekki að gera slíkt. Það les ekki skiltin, gengur bara beint undir,“ segir Jóhannus.Horft af Þrælanípu.Mynd/Kringvarp Færeyja.Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur, jafnvirði 8.000 íslenskra. Landeigendur segjast þó eingöngu ætla að rukka útlendinga og ferðamenn í skipulögðum gönguferðum í atvinnuskyni. Færeyingum sem og skólahópum verði áfram leyft að ganga ókeypis um svæðið. Í viðtali Kringvarps Færeyja við lögfræðing kom fram að hann taldi færeysk lög ekki hindra slíka gjaldtöku, enda væri þetta eignarland bændanna, né að þeir gerðu greinarmun á útlendingum og Færeyingum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Landbúnaður Tengdar fréttir Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21 Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9. apríl 2019 12:30 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna, sem tugþúsundum saman flykkjast til að ganga á bjargið Þrælanípu. Þeir hafa ákveðið að innheimta áttaþúsund króna gjald af þeim sem ganga þessa þriggja kílómetra gönguleið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Gönguleiðin er skammt frá flugvellinum í Vogum, liggur meðfram Leitisvatni og upp á Þrælanípu. Bændur hafa horft upp á landið þar breytast í moldarflag og hafa nú ákveðið að sporna við fæti með hárri gjaldtöku. „Við höfum beðið allt of lengi. Við höfum verið þolinmóðir og reynt allt og kannski hefðum við átt að byrja á þessu fyrir mörgum árum. Nú er skaðinn löngu skeður,“ segir Jóhannus Nattestad, sauðfjárbóndi og landeigandi á Nípunni.Moldarflögin eftir göngufólkið eru áberandi á bjargbrún Þrælanípunnar.Mynd/Kringvarp Færeyja.Um þrjátíu þúsund manns gengu þessa leið í fyrra en helsta aðdráttaraflið er foss sem fellur úr vatninu fram af bjargbrún og beint út í Atlantshafið. „Það koma allt upp í 400-500 manns á dag, bæði Færeyingar og útlendingar. Það segir sig sjálft að svo mikill fjöldi á litlu svæði hefur afleiðingar.“ En það er ekki bara að landið traðkist niður. Bóndinn segir að mófugli hafi fækkað, sauðfé þrífist verr í haganum og fallþungi lamba hafi minnkað. „Fólkið gengur um allan hagann. Þó að skiltin segi að það eigi ekki að gera slíkt. Það les ekki skiltin, gengur bara beint undir,“ segir Jóhannus.Horft af Þrælanípu.Mynd/Kringvarp Færeyja.Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur, jafnvirði 8.000 íslenskra. Landeigendur segjast þó eingöngu ætla að rukka útlendinga og ferðamenn í skipulögðum gönguferðum í atvinnuskyni. Færeyingum sem og skólahópum verði áfram leyft að ganga ókeypis um svæðið. Í viðtali Kringvarps Færeyja við lögfræðing kom fram að hann taldi færeysk lög ekki hindra slíka gjaldtöku, enda væri þetta eignarland bændanna, né að þeir gerðu greinarmun á útlendingum og Færeyingum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Landbúnaður Tengdar fréttir Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21 Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9. apríl 2019 12:30 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21
Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9. apríl 2019 12:30