Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. apríl 2019 06:15 Framboð kókaíns og styrkur hefur aukist síðustu ár. Nordicphotos/Getty „Á síðustu þremur árum höfum við séð styrkinn fara upp á við og þróunin á fleiri ára tímabili er upp á við,“ segir Valþór Ásgrímsson, verkefnastjóri hjá Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) um þau sýni af haldlögðu kókaíni sem stofnunin fær til rannsóknar. Þróunin sé sambærileg á heimsvísu, framboðið mikið og styrkleikinn að aukast. Dómar sem fallið hafa í smyglmálum sýna að nær hreint kókaín er að koma til landsins. Undanfarin ár hafa tollverðir lagt hald á tugi kílóa af kókaíni í Leifsstöð og varð sprenging í þeim efnum árið 2017. Aukið framboð og eftirspurn er að mati sérfræðinga til vitnis um góðæri undangenginna ára enda notkun kókaíns gjarnan beintengd efnahagsaðstæðum hverju sinni. Fréttablaðið hefur áður fjallað um metinnflutning á kókaíni á liðnum árum og lögreglan staðfest að þar á bæ taki menn eftir sífellt meira af efninu í umferð. Í síðasta mánuði hafði RÚV eftir sérfræðingum RLE að magn kókaíns hefði nærri fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík á tveimur árum ef marka má rannsókn á sýnum úr tveimur hreinsistöðvum. Önnur heimild um magnið og styrkleika efnanna er í dómskjölum hér á landi. Fréttablaðið fór í gegnum alla kókaíntengda dóma sem féllu í fyrra, þar sem efnin voru ýmist haldlögð við innflutning eða í stærri húsleitum. Í fimmtán dómsmálum var um að tefla alls 11 kíló af haldlögðu kókaíni. Í tólf þessara mála var styrkleiki efnanna birtur í dómnum og reyndist hann að meðaltali 66 prósent. Styrkleikinn var allt frá 31 prósenti upp í 86 prósent og verður vart meiri en það. Athygli vekur að í tvígang mældist styrkleiki kókaíns svo hár. Í öðru málinu var um að ræða smygl á 2,1 kílói frá Barcelona á Spáni en í því síðara var um 141 gramm sem var að koma frá Amsterdam í Hollandi. Frá Zürich í Sviss kom svo rúmt kíló að 84 prósenta styrkleika.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Fréttablaðið/Anton Brink Til að setja hreinleika efnis að 86 prósenta styrkleika í samhengi þá fengust þær upplýsingar frá RLE að það sé svo gott sem hreint kókaín. Fræðilega geti gildið ekki orðið hærra en 89 prósent, sem væri samsvarandi hreinu – eða 100 prósent kókaínklóríði. Þessi aukni styrkleiki efna er áhyggjuefni. Árið 2017 gerðist það í Bretlandi að lögregluyfirvöld í Eastbourne sáu sig tilneydd til að vara sérstaklega við sérlega hreinu kókaíni í umferð þar enda notendur líklega vanari vægari skömmtum og neysla sama magns af hreinu kókaíni gæti endað með ósköpum. Því sterkara sem kókaínið er þeim mun meiri líkur eru á eitrunareinkennum, vægari jafnt sem alvarlegum, en við þær aðstæður er leitað á bráðamóttökuna. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir fjölgun á komum vegna fíkniefna almennt. „En það er klár aukning frá því sem var fyrir fimm árum,“ segir Jón Magnús um kókaínið sérstaklega. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
„Á síðustu þremur árum höfum við séð styrkinn fara upp á við og þróunin á fleiri ára tímabili er upp á við,“ segir Valþór Ásgrímsson, verkefnastjóri hjá Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) um þau sýni af haldlögðu kókaíni sem stofnunin fær til rannsóknar. Þróunin sé sambærileg á heimsvísu, framboðið mikið og styrkleikinn að aukast. Dómar sem fallið hafa í smyglmálum sýna að nær hreint kókaín er að koma til landsins. Undanfarin ár hafa tollverðir lagt hald á tugi kílóa af kókaíni í Leifsstöð og varð sprenging í þeim efnum árið 2017. Aukið framboð og eftirspurn er að mati sérfræðinga til vitnis um góðæri undangenginna ára enda notkun kókaíns gjarnan beintengd efnahagsaðstæðum hverju sinni. Fréttablaðið hefur áður fjallað um metinnflutning á kókaíni á liðnum árum og lögreglan staðfest að þar á bæ taki menn eftir sífellt meira af efninu í umferð. Í síðasta mánuði hafði RÚV eftir sérfræðingum RLE að magn kókaíns hefði nærri fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík á tveimur árum ef marka má rannsókn á sýnum úr tveimur hreinsistöðvum. Önnur heimild um magnið og styrkleika efnanna er í dómskjölum hér á landi. Fréttablaðið fór í gegnum alla kókaíntengda dóma sem féllu í fyrra, þar sem efnin voru ýmist haldlögð við innflutning eða í stærri húsleitum. Í fimmtán dómsmálum var um að tefla alls 11 kíló af haldlögðu kókaíni. Í tólf þessara mála var styrkleiki efnanna birtur í dómnum og reyndist hann að meðaltali 66 prósent. Styrkleikinn var allt frá 31 prósenti upp í 86 prósent og verður vart meiri en það. Athygli vekur að í tvígang mældist styrkleiki kókaíns svo hár. Í öðru málinu var um að ræða smygl á 2,1 kílói frá Barcelona á Spáni en í því síðara var um 141 gramm sem var að koma frá Amsterdam í Hollandi. Frá Zürich í Sviss kom svo rúmt kíló að 84 prósenta styrkleika.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Fréttablaðið/Anton Brink Til að setja hreinleika efnis að 86 prósenta styrkleika í samhengi þá fengust þær upplýsingar frá RLE að það sé svo gott sem hreint kókaín. Fræðilega geti gildið ekki orðið hærra en 89 prósent, sem væri samsvarandi hreinu – eða 100 prósent kókaínklóríði. Þessi aukni styrkleiki efna er áhyggjuefni. Árið 2017 gerðist það í Bretlandi að lögregluyfirvöld í Eastbourne sáu sig tilneydd til að vara sérstaklega við sérlega hreinu kókaíni í umferð þar enda notendur líklega vanari vægari skömmtum og neysla sama magns af hreinu kókaíni gæti endað með ósköpum. Því sterkara sem kókaínið er þeim mun meiri líkur eru á eitrunareinkennum, vægari jafnt sem alvarlegum, en við þær aðstæður er leitað á bráðamóttökuna. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir fjölgun á komum vegna fíkniefna almennt. „En það er klár aukning frá því sem var fyrir fimm árum,“ segir Jón Magnús um kókaínið sérstaklega.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira