Innlent

Líkamsárás í Hafnarfirði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Að því er segir í dagbók lögreglu réðust tveir menn á einn. Fóru þeir strax af vettvangi en vitað er hverjir þeir eru og verður rætt við þá síðar.
Að því er segir í dagbók lögreglu réðust tveir menn á einn. Fóru þeir strax af vettvangi en vitað er hverjir þeir eru og verður rætt við þá síðar. Vísir/vilhelm
Um klukkan hálfníu í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði.

Að því er segir í dagbók lögreglu réðust tveir menn á einn. Fóru þeir strax af vettvangi en vitað er hverjir þeir eru og verður rætt við þá síðar.

Sá sem fyrir árásinni varð var með sár í andliti og ætlaði að fara á slysadeild til aðhlynningar.

Þá þurfti lögreglan ítrekað að hafa afskipti af erlendum manni upp úr klukkan hálftólf í gærkvöldi þar sem hann hafði lagst til hvílu í anddyri fjölbýlishúss í miðbænum.

Íbúar tilkynntu um manninn sem neitaði að fara þegar þeir reyndu að vísa honum út. Lögreglan tók manninn úr anddyrinu þar sem hann var búinn að fá ítrekuð fyrirmæli frá um að hann væri þar í óleyfi en lét ekki segjast.

Klukkan sjö í gærkvöldi tilkynnti hótel í miðbænum síðan um greiðslusvik. Einstaklingar höfðu þar notað greiðslukort sem ekki var í þeirra eigu en þeir voru ekki á hótelinu þegar lögregla kom á vettvang.

Einn maður var síðar handtekinn og var hann vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×