Enski boltinn á 4500 krónur Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. apríl 2019 10:45 Bjarni Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Tómas Þór Þórðarson, Margrét Lára Viðarsdóttir og Logi Bergmann verða sérfræðingar Símans um enska boltann. Orri Hauksson, forstjóri Símans, sá um kynninguna. Vísir/vilhelm Frá og með næsta tímabili mun áskrift að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kosta 4500 krónur á mánuði. Þetta kom fram á kynningu sem Síminn hélt nú á ellefta tímanum. Hægt verður að bæta við Sjónvarpi Símans Premium fyrir 1500 krónur aukalega á mánuði. Áskriftargjaldið er þó ekki háð því að fólk sé í öðrum viðskiptum við Símann. Orri Hauksson, forstjóri Símans, greindi auk þess frá því hverjir það verða sem munu halda utan um umfjöllunina. Það verða knattspyrnufólkið Bjarni Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Margrét Lára Viðarsdóttir auk fjölmiðlamannanna Loga Bergmann og Tómas Þórs Þórðarsonar, sem kemur frá Sýn. Tómas Þór hefur verið titlaður „ritstjóri og lýsandi,“ á meðan hin bera titil sérfræðinga. Þá mun beinum útsendingum næsta vetur frá enska boltanum fjölga um 32 frá því sem verið hefur. Verða þær því alls 239 talsins. Þar af verða 79 leikir sýndir í 4k-háskerpu. Flautað verður til leiks á nýju tímabili þann 10. águst. Þá greindi Orri jafnframt frá því að laugardagsleikirnir sem hefjast klukkan 15 verði í opinni dagskrá. Héldu sig við verðið Ljóst varð í nóvember í fyrra að enski boltinn myndi færast yfir til Sjónvarp Símans, eftir að hafa verið um árabil hjá Stöð 2 Sport. Haft var eftir þáverandi framkvæmdastjóra hjá Sýn hf., eiganda Stöðvar 2 Sports, að „engin glóra“ hafi verið í því að jafna „ofurtilboð“ sem barst frá Símanum í útsendingarréttinn, sem gildir fyrir leiktímabilin 2019-2022. Áætlað hefur verið að Síminn hafi greitt 1,2 milljarða króna, hið minnsta, fyrir sýningarréttinn. Er þá ótalinn kostnaður við uppsetningu á myndverum og öðrum sýningarbúnaði sem nauðsynlegur er fyrir íþróttaumfjöllun sem þessa. Síminn lagði fyrir könnun um miðjan febrúar þar sem spurt var hvort neytendur myndu kaupa áskrift að enska boltanum ef hún væri á 4.500 krónur á mánuði. Hægt væri svo að fá Sjónvarp Símans Premium innifalið á 6.000. Ljóst er að Síminn hefur ákveðið að halda sig við þá upphæð, sem fyrr segir. Fréttin hefur verið uppfærð.Bjarni, Tómas, Logi og Eiður stilltu sér upp.Vísir/Vilhelm Enski boltinn Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 1.100 milljónir dugðu ekki fyrir enska boltann Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. 7. nóvember 2018 06:15 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Frá og með næsta tímabili mun áskrift að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kosta 4500 krónur á mánuði. Þetta kom fram á kynningu sem Síminn hélt nú á ellefta tímanum. Hægt verður að bæta við Sjónvarpi Símans Premium fyrir 1500 krónur aukalega á mánuði. Áskriftargjaldið er þó ekki háð því að fólk sé í öðrum viðskiptum við Símann. Orri Hauksson, forstjóri Símans, greindi auk þess frá því hverjir það verða sem munu halda utan um umfjöllunina. Það verða knattspyrnufólkið Bjarni Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Margrét Lára Viðarsdóttir auk fjölmiðlamannanna Loga Bergmann og Tómas Þórs Þórðarsonar, sem kemur frá Sýn. Tómas Þór hefur verið titlaður „ritstjóri og lýsandi,“ á meðan hin bera titil sérfræðinga. Þá mun beinum útsendingum næsta vetur frá enska boltanum fjölga um 32 frá því sem verið hefur. Verða þær því alls 239 talsins. Þar af verða 79 leikir sýndir í 4k-háskerpu. Flautað verður til leiks á nýju tímabili þann 10. águst. Þá greindi Orri jafnframt frá því að laugardagsleikirnir sem hefjast klukkan 15 verði í opinni dagskrá. Héldu sig við verðið Ljóst varð í nóvember í fyrra að enski boltinn myndi færast yfir til Sjónvarp Símans, eftir að hafa verið um árabil hjá Stöð 2 Sport. Haft var eftir þáverandi framkvæmdastjóra hjá Sýn hf., eiganda Stöðvar 2 Sports, að „engin glóra“ hafi verið í því að jafna „ofurtilboð“ sem barst frá Símanum í útsendingarréttinn, sem gildir fyrir leiktímabilin 2019-2022. Áætlað hefur verið að Síminn hafi greitt 1,2 milljarða króna, hið minnsta, fyrir sýningarréttinn. Er þá ótalinn kostnaður við uppsetningu á myndverum og öðrum sýningarbúnaði sem nauðsynlegur er fyrir íþróttaumfjöllun sem þessa. Síminn lagði fyrir könnun um miðjan febrúar þar sem spurt var hvort neytendur myndu kaupa áskrift að enska boltanum ef hún væri á 4.500 krónur á mánuði. Hægt væri svo að fá Sjónvarp Símans Premium innifalið á 6.000. Ljóst er að Síminn hefur ákveðið að halda sig við þá upphæð, sem fyrr segir. Fréttin hefur verið uppfærð.Bjarni, Tómas, Logi og Eiður stilltu sér upp.Vísir/Vilhelm
Enski boltinn Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 1.100 milljónir dugðu ekki fyrir enska boltann Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. 7. nóvember 2018 06:15 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13
1.100 milljónir dugðu ekki fyrir enska boltann Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. 7. nóvember 2018 06:15