Andarnir á Kúbu vilja bara gott romm Þórarinn Þórarinsson skrifar 12. apríl 2019 07:15 Eðlilega pararðu Kúbuvindil með Kúburommi, segir Erpur og mælir með Pacto Navio og Union. Fréttablaðið/GVA „Til þess að útskýra þetta í sem einföldustu máli þá vinnur kúbanski rommskólinn eftir alveg sömu bókstafstrú á hefðir og íhaldssemi og ríkir í koníakframleiðslu og skoskri viskíframleiðslu,“ segir Erpur um þau miklu vísindi sem hann segir liggja að baki góðu rommi. „Það er mikil sérfræðiþekking á bak við réttu útkomuna ólíkt þessu algengasta „spiced“-dótaríi sem er bara eitthvert bragðefnasull. Sjö ára Havana Club hefur verið brjálæðislega rísandi eftir því sem fólk hefur verið að færa sig frá þessu „spiced“ rommi,“ segir Erpur sem ætlar sem BlazRoca að fara yfir hvað það er sem gerir gott romm gott í því sem hann kýs að kalla Romm Masterclass í kjallara Sæta svínsins í Hafnarstræti. „Menn mega auðvitað gera það sem þeim sýnist og þú getur verið með einhverjar Instagram-túður sem var verið að enda að glussa í fyrir varir en þær eru samt ekki alvöru varir. Þetta er alvöru þegar maður tekur þetta alvarlega,“ segir Erpur.Kúburomm í frönskum tunnum „Ég er búinn að gera þetta í mörg ár á Reykjavík Cocktail Weekend og er yfirleitt með fjórar rommtegundir en nú á heldur betur að blása í lúðra og vera með sex tegundir, allt frá ljósgylltu sem er hugsað í kokteila, yfir í Pacto Navio og Union sem byggja á hefð sem varð til þegar franskir farmenn sigldu með sæt vín í Bordeaux-tunnum, tæmdu þau í mannskapinn, fylltu tunnurnar af rommi og sigldu með það til baka,“ segir Erpur. „Þetta tók yfirleitt þrjá mánuði þannig að bragðið varð alveg geðsjúkt í þessum fínustu sætvínstunnum. Samkvæmt kúbversku hefðinni liggur annars rommið oftast í bourboun-tunnum, sem er alveg fínt. Union er alveg uppáhaldið mitt þessa dagana.“„Það er miklu betra að geta huggað sig við það í þynnkunni að maður hafi þó verið að drekka almennilegt romm og reykja góðan vindil. Fréttablaðið/Anton BrinkAndaveigar Erpur segir margt í romm-menningunni á Kúbu tengjast gömlu þrælatrúarbrögðunum. „Þrælarnir földu sína afrísku fjölgyðistrú í táknmyndum kaþólskunnar og þaðan er til dæmis komin hefðin fyrir því að hella út fyrir andana þegar ný rommflaska er opnuð. Og þá dugir ekkert að hella út einhverju pulsurommi. Það er bara eins og að svíkja álfkonu í Fífuhvammi að hella út Bacardi Razz fyrir andana og það færðu lóðbeint í höfuðið,“ segir Erpur. „Stemningin er alltaf frábær á þessum málstofum og þangað mæta margir miklir fagmenn og aðrir sem eru minna með á nótunum en ganga oft á tíðum út miklu fróðari. Síðan eru alltaf einn eða tveir vel hressir og þess vegna ákvað ég að hafa þetta á föstudegi núna. Þegar ég hef verið með þetta á sunnudögum hafa menn verið orðnir helvíti hoknir enda búnir að vera að alla helgina, jafnvel frá miðvikudegi. Þannig að þetta verður auðveldara fyrir kempurnar svona.“ Erpur segir romm-smökkun miklu ánægjulegri en viskí- og koníakssmökkun þótt slíkt geti verið skemmtilegt upp að vissu marki. „Síðan kemur alltaf að því að ég nenni ekki meira viskíi enda er það eins og sokkur á bragðið. Það er allt í lagi að smakka sokk aðeins en þú nennir ekki að vera með hann endalaust uppi í þér. Flottasta og fínasta viskíið er svolítið eins og að rekast á tánögl í glasinu. Bragðupplifunin er hins vegar svakaleg í kúbverska romminu og svo mikil vinna á bak við þennan bragðsirkus sem þú upplifir. Þannig að þú færð alvöru upplifun og það sem meira er, umfram viskíið, er að þú getur klárað flöskuna.“Sá ljósið frá Kúbu Erpur segist hafa byrjað rommdrykkju sína ungur á alíslenskum forsendum. „Ég byrjaði á sínum tíma að lepja Captain Morgan og fór úr því í Bacardi og Ronrico en þegar bróðir minn kom með Havana Club frá Kúbu, löngu áður en það var hægt að kaupa það hér, þá vissi ég að örlög mín voru ráðin. Romm-menningin hérna er alltaf að verða betri og betri og alvöru fíndrykkja á rommi er alveg búin að magnast upp. Og þótt öll Havana Club-línan sé nú ekki til í Ríkinu þá er alveg hægt að velja úr fimm, sex boðlegum rommtegundum í ÁTVR,“ segir Erpur. toti@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
„Til þess að útskýra þetta í sem einföldustu máli þá vinnur kúbanski rommskólinn eftir alveg sömu bókstafstrú á hefðir og íhaldssemi og ríkir í koníakframleiðslu og skoskri viskíframleiðslu,“ segir Erpur um þau miklu vísindi sem hann segir liggja að baki góðu rommi. „Það er mikil sérfræðiþekking á bak við réttu útkomuna ólíkt þessu algengasta „spiced“-dótaríi sem er bara eitthvert bragðefnasull. Sjö ára Havana Club hefur verið brjálæðislega rísandi eftir því sem fólk hefur verið að færa sig frá þessu „spiced“ rommi,“ segir Erpur sem ætlar sem BlazRoca að fara yfir hvað það er sem gerir gott romm gott í því sem hann kýs að kalla Romm Masterclass í kjallara Sæta svínsins í Hafnarstræti. „Menn mega auðvitað gera það sem þeim sýnist og þú getur verið með einhverjar Instagram-túður sem var verið að enda að glussa í fyrir varir en þær eru samt ekki alvöru varir. Þetta er alvöru þegar maður tekur þetta alvarlega,“ segir Erpur.Kúburomm í frönskum tunnum „Ég er búinn að gera þetta í mörg ár á Reykjavík Cocktail Weekend og er yfirleitt með fjórar rommtegundir en nú á heldur betur að blása í lúðra og vera með sex tegundir, allt frá ljósgylltu sem er hugsað í kokteila, yfir í Pacto Navio og Union sem byggja á hefð sem varð til þegar franskir farmenn sigldu með sæt vín í Bordeaux-tunnum, tæmdu þau í mannskapinn, fylltu tunnurnar af rommi og sigldu með það til baka,“ segir Erpur. „Þetta tók yfirleitt þrjá mánuði þannig að bragðið varð alveg geðsjúkt í þessum fínustu sætvínstunnum. Samkvæmt kúbversku hefðinni liggur annars rommið oftast í bourboun-tunnum, sem er alveg fínt. Union er alveg uppáhaldið mitt þessa dagana.“„Það er miklu betra að geta huggað sig við það í þynnkunni að maður hafi þó verið að drekka almennilegt romm og reykja góðan vindil. Fréttablaðið/Anton BrinkAndaveigar Erpur segir margt í romm-menningunni á Kúbu tengjast gömlu þrælatrúarbrögðunum. „Þrælarnir földu sína afrísku fjölgyðistrú í táknmyndum kaþólskunnar og þaðan er til dæmis komin hefðin fyrir því að hella út fyrir andana þegar ný rommflaska er opnuð. Og þá dugir ekkert að hella út einhverju pulsurommi. Það er bara eins og að svíkja álfkonu í Fífuhvammi að hella út Bacardi Razz fyrir andana og það færðu lóðbeint í höfuðið,“ segir Erpur. „Stemningin er alltaf frábær á þessum málstofum og þangað mæta margir miklir fagmenn og aðrir sem eru minna með á nótunum en ganga oft á tíðum út miklu fróðari. Síðan eru alltaf einn eða tveir vel hressir og þess vegna ákvað ég að hafa þetta á föstudegi núna. Þegar ég hef verið með þetta á sunnudögum hafa menn verið orðnir helvíti hoknir enda búnir að vera að alla helgina, jafnvel frá miðvikudegi. Þannig að þetta verður auðveldara fyrir kempurnar svona.“ Erpur segir romm-smökkun miklu ánægjulegri en viskí- og koníakssmökkun þótt slíkt geti verið skemmtilegt upp að vissu marki. „Síðan kemur alltaf að því að ég nenni ekki meira viskíi enda er það eins og sokkur á bragðið. Það er allt í lagi að smakka sokk aðeins en þú nennir ekki að vera með hann endalaust uppi í þér. Flottasta og fínasta viskíið er svolítið eins og að rekast á tánögl í glasinu. Bragðupplifunin er hins vegar svakaleg í kúbverska romminu og svo mikil vinna á bak við þennan bragðsirkus sem þú upplifir. Þannig að þú færð alvöru upplifun og það sem meira er, umfram viskíið, er að þú getur klárað flöskuna.“Sá ljósið frá Kúbu Erpur segist hafa byrjað rommdrykkju sína ungur á alíslenskum forsendum. „Ég byrjaði á sínum tíma að lepja Captain Morgan og fór úr því í Bacardi og Ronrico en þegar bróðir minn kom með Havana Club frá Kúbu, löngu áður en það var hægt að kaupa það hér, þá vissi ég að örlög mín voru ráðin. Romm-menningin hérna er alltaf að verða betri og betri og alvöru fíndrykkja á rommi er alveg búin að magnast upp. Og þótt öll Havana Club-línan sé nú ekki til í Ríkinu þá er alveg hægt að velja úr fimm, sex boðlegum rommtegundum í ÁTVR,“ segir Erpur. toti@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira