„Nýi Cristiano Ronaldo“ er farinn að raða inn mörkum í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 12:00 Joao Felix fagnar einu marka sinna í gærkvöldi. Það er eins og hann trúi þessu ekki enda þrennan og nýtt Evrópudeildarmet orðin hans. Getty/Octavio Passos Undrabarnið sem er af sumum kallaður hinn „nýi Cristiano Ronaldo“ hækkaði örugglega mikið í verði eftir frammistöðu sína á leikvangi ljóssins í Lissabon í gærkvöldi. Joao Felix varð þá yngsti leikmaður sögunnar til að skora þrennu í Evrópudeildinni en í gær var strákurinn aðeins 19 ára og 152 daga gamall. Hann gerði betur en að skora þrennu sjálfur því hann átti einnig stoðsendinguna í fjórða markinu í 4-2 sigri Benfica liðsins á þýska liðinu Eintracht Frankfurt. Joao Felix vann sér sæti í aðalliði Benfica á síðasta ári og hefur heillað flesta upp úr skónum með frammistöðu sinni á sínu fyrsta tímabili. Hann kom upp í gegnum unglingastarf Benfica og nú eru öll helstu stórlið álfunnar á eftir honum.João Félix was directly involved in each of Benfica's opening four goals against Eintracht Frankfurt.pic.twitter.com/9PHooTuLbq — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2019Efst á blað eru sögð vera spænska félagið Real Madrid og enska félagið Manchester City. Það er hætt við því að þau þurfi að borga talsvert fyrir strákinn ætli þau að hreppa hnossið. Manchester United var fyrst nefnt til sögunnar fyrr í vetur en með hverju marki hefur Joao Felix vakið meiri athygli á sér og því ekki eins líklegt lengur að United takist að kaupa hann. Þetta voru vissilega fyrstu mörkin hans í Evrópudeildinni eftir að hafa verið markalaus í fyrstu fjórum leikjum útsláttarkeppninnar. Hann fékk aðeins einn leik í Meistaradeildinni fyrir áramót og skoraði ekki þar.Benfica’s 19-year-old forward Joao Felix is a special talent The teenager, recently linked with the likes of Real Madrid and Man City, just scored this rocket One to watch #BENFRA#UELpic.twitter.com/aCAvD0LGLq — GiveMeSport Football (@GMS__Football) April 11, 2019 Joao Felix hefur aftur á móti farinn mikinn í portúgölsku deildinni þar sem hann er með 10 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum á þessu tímabili. Samanburðurinn við Cristiano Ronaldo kemur aðallega út frá því að þeir koma báðir frá Portúgal og að strákurinn hefur alla burði til að komast í fremstu röð hjá bestu liðum Evrópu eins og CR7 hefur gert. Sem leikmenn þá eru þeir ekki sama týpan. Besta staða Joao Felix er líklega fyrir aftan fremsta mann en hann getur líka spilað framarlega á miðjunni eða út á hægri kanti. Það er samt líkt Cristiano Ronaldo að fara að raða inn mörkum í útsláttarkeppnum í Evrópu en Ronaldo hefur mikla yfirburði í sögunni þegar kemur mörkum í útsláttarhluta Meistaradeildarinnar.Joao Felix was on on Thursday night. Benfica's might just have unearthed Europe's next wonder kid. More here: https://t.co/wc69qDlYpHpic.twitter.com/4gJVVbANGR — BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2019 Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Undrabarnið sem er af sumum kallaður hinn „nýi Cristiano Ronaldo“ hækkaði örugglega mikið í verði eftir frammistöðu sína á leikvangi ljóssins í Lissabon í gærkvöldi. Joao Felix varð þá yngsti leikmaður sögunnar til að skora þrennu í Evrópudeildinni en í gær var strákurinn aðeins 19 ára og 152 daga gamall. Hann gerði betur en að skora þrennu sjálfur því hann átti einnig stoðsendinguna í fjórða markinu í 4-2 sigri Benfica liðsins á þýska liðinu Eintracht Frankfurt. Joao Felix vann sér sæti í aðalliði Benfica á síðasta ári og hefur heillað flesta upp úr skónum með frammistöðu sinni á sínu fyrsta tímabili. Hann kom upp í gegnum unglingastarf Benfica og nú eru öll helstu stórlið álfunnar á eftir honum.João Félix was directly involved in each of Benfica's opening four goals against Eintracht Frankfurt.pic.twitter.com/9PHooTuLbq — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2019Efst á blað eru sögð vera spænska félagið Real Madrid og enska félagið Manchester City. Það er hætt við því að þau þurfi að borga talsvert fyrir strákinn ætli þau að hreppa hnossið. Manchester United var fyrst nefnt til sögunnar fyrr í vetur en með hverju marki hefur Joao Felix vakið meiri athygli á sér og því ekki eins líklegt lengur að United takist að kaupa hann. Þetta voru vissilega fyrstu mörkin hans í Evrópudeildinni eftir að hafa verið markalaus í fyrstu fjórum leikjum útsláttarkeppninnar. Hann fékk aðeins einn leik í Meistaradeildinni fyrir áramót og skoraði ekki þar.Benfica’s 19-year-old forward Joao Felix is a special talent The teenager, recently linked with the likes of Real Madrid and Man City, just scored this rocket One to watch #BENFRA#UELpic.twitter.com/aCAvD0LGLq — GiveMeSport Football (@GMS__Football) April 11, 2019 Joao Felix hefur aftur á móti farinn mikinn í portúgölsku deildinni þar sem hann er með 10 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum á þessu tímabili. Samanburðurinn við Cristiano Ronaldo kemur aðallega út frá því að þeir koma báðir frá Portúgal og að strákurinn hefur alla burði til að komast í fremstu röð hjá bestu liðum Evrópu eins og CR7 hefur gert. Sem leikmenn þá eru þeir ekki sama týpan. Besta staða Joao Felix er líklega fyrir aftan fremsta mann en hann getur líka spilað framarlega á miðjunni eða út á hægri kanti. Það er samt líkt Cristiano Ronaldo að fara að raða inn mörkum í útsláttarkeppnum í Evrópu en Ronaldo hefur mikla yfirburði í sögunni þegar kemur mörkum í útsláttarhluta Meistaradeildarinnar.Joao Felix was on on Thursday night. Benfica's might just have unearthed Europe's next wonder kid. More here: https://t.co/wc69qDlYpHpic.twitter.com/4gJVVbANGR — BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2019
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira