Verður Max Holloway jafn góður í léttvigt? Pétur Marinó Jónsson skrifar 13. apríl 2019 21:15 UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Max Holloway og Dustin Poirier. Barist er um bráðabirgðartitil (e. interim title) í léttvigt þar sem ríkjandi meistari, Khabib Nurmagomedov, er í banni eftir lætin gegn Conor McGregor í október. Holloway er enn ríkjandi fjaðurvigtarmeistari og fer nú upp í léttvigt í fyrsta sinn. Þó þetta verði nýr þyngdarflokkur fyrir Holloway er andstæðingurinn kunnuglegur. Þeir Holloway og Poirier mættust árið 2012 þar sem Poirier sigraði. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bardaginn árið 2012 var fyrsti bardagi Holloway í UFC en þá var hann tvítugur og með aðeins fjóra atvinnubardaga að baki. Holloway var hrár en eftir smá bras í byrjun hefur hann unnið 13 baradaga í röð og er einn besti bardagamaður heims. Dustin Poirier var ögn reynslumeiri en Holloway þá. Hann átti síðan ágætis gengi að fagna í fjaðurvigt en eftir tap gegn Conor McGregor ákvað hann að fara upp í léttvigt. Þar hefur hann verið magnaður og aldrei verið eins góður og nú. Nú þegar Holloway reynir við léttvigtina verður forvitnilegt að sjá hvort hann njóti sömu velgengni. 13 bardaga sigurganga hans (eða síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor í ágúst 2013) hefur hreinlega verið mögnuð en nú tekst hann á við stærri menn. Poirier verður áhugavert próf fyrir Holloway en sigurvegarinn hér mun að öllum líkindum fá bardaga gegn Khabib Nurmagomedov í haust. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins verður svo annar bráðabirgðartitill en þá mætast þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya. Ríkjandi meistari, Robert Whittaker, er fjarverandi vegna meiðsla og mun sigurvegarinn hér fá tækifæri á alvöru beltinu. UFC 236 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2. MMA Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Sjá meira
UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Max Holloway og Dustin Poirier. Barist er um bráðabirgðartitil (e. interim title) í léttvigt þar sem ríkjandi meistari, Khabib Nurmagomedov, er í banni eftir lætin gegn Conor McGregor í október. Holloway er enn ríkjandi fjaðurvigtarmeistari og fer nú upp í léttvigt í fyrsta sinn. Þó þetta verði nýr þyngdarflokkur fyrir Holloway er andstæðingurinn kunnuglegur. Þeir Holloway og Poirier mættust árið 2012 þar sem Poirier sigraði. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bardaginn árið 2012 var fyrsti bardagi Holloway í UFC en þá var hann tvítugur og með aðeins fjóra atvinnubardaga að baki. Holloway var hrár en eftir smá bras í byrjun hefur hann unnið 13 baradaga í röð og er einn besti bardagamaður heims. Dustin Poirier var ögn reynslumeiri en Holloway þá. Hann átti síðan ágætis gengi að fagna í fjaðurvigt en eftir tap gegn Conor McGregor ákvað hann að fara upp í léttvigt. Þar hefur hann verið magnaður og aldrei verið eins góður og nú. Nú þegar Holloway reynir við léttvigtina verður forvitnilegt að sjá hvort hann njóti sömu velgengni. 13 bardaga sigurganga hans (eða síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor í ágúst 2013) hefur hreinlega verið mögnuð en nú tekst hann á við stærri menn. Poirier verður áhugavert próf fyrir Holloway en sigurvegarinn hér mun að öllum líkindum fá bardaga gegn Khabib Nurmagomedov í haust. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins verður svo annar bráðabirgðartitill en þá mætast þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya. Ríkjandi meistari, Robert Whittaker, er fjarverandi vegna meiðsla og mun sigurvegarinn hér fá tækifæri á alvöru beltinu. UFC 236 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2.
MMA Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Sjá meira