Cardiff rær lífróður næstu fjórar vikurnar Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. apríl 2019 10:00 Aron Einar yfirgefur Cardiff í lok tímabilsins. Cardiff City rær lífróður í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana þar sem Aron Einar Gunnarsson og félagar eru fimm stigum frá öruggu sæti þegar sex umferðir eru eftir. Aron mætir félaga sínum úr landsliðinu, Jóhanni Berg Guðmundssyni, um helgina þegar Burnley tekur á móti Cardiff þar sem Burnley getur endanlega tryggt sæti sitt í deildinni. Hlutirnir eru fljótir að breytast í ensku úrvalsdeildinni. Tæpar tvær vikur eru liðnar síðan Cardiff var tíu mínútum frá fræknum sigri gegn Chelsea en dómaramistök kostuðu Cardiff jöfnunarmark og Chelsea gekk á lagið. Þremur dögum seinna steinlá Cardiff gegn Manchester City á Etihad-vellinum. Á sama tíma hefur Burnley tekist að klífa upp töfluna og er komið í fjórtánda sæti eftir tvo sigra í röð. Aðeins tvö stig skildu að lið Cardiff og Burnley fyrir tveimur vikum en nú ætti einn sigur að duga Burnley til að tryggja lærisveinum Sean Dyche þátttökurétt í ensku úrvalsdeildinni fjórða árið í röð. Það sem leikmenn Cardiff geta þó huggað sig við er að leikjadagskráin fram undan gerir það að verkum að þeir eiga enn möguleika. Í næstu fjórum leikjum mætir Cardiff þremur liðum sem eru að berjast við Cardiff um að bjarga sæti sínu í deildinni ásamt því að taka á móti Liverpool. Eftir leikinn gegn Burnley um helgina bíður leikur gegn Brighton aðeins fjórum dögum síðar. Brighton hefur yfirleitt verið erfitt heim að sækja en eftir áramót hafa Brighton-menn aðeins unnið tvo leiki. Fjórum dögum síðar kemur Liverpool í heimsókn áður en Cardiff fer í heimsókn til Fulham sem er þegar fallið niður í Championship-deildina. Þá mætir Cardiff lærisveinum Roy Hodgson í Crystal Palace í síðasta heimaleik sínum áður en liðið heimsækir Manchester United í lokaumferðinni. Líklegt er að í þeim leik sé United að leika hreinan úrslitaleik upp á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Líklega þarf Cardiff, hið minnsta, að vinna þrjá af síðustu sex leikjunum til að halda sér í deild þeirra bestu á næsta tímabili og byrja á að vinna næstu tvo leiki við liðin sem eru rétt fyrir ofan Cardiff á töflunni. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, sem var kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín eftir tapið grátlega gegn Chelsea virtist gera sér grein fyrir því að róðurinn væri orðinn ansi þungur hjá sínum mönnum. „Þessir tveir leikir munu ráða úrslitum um tímabilið hjá okkur. Við erum að renna út á tíma og við þurfum einfaldlega að fá stig úr báðum leikjunum. Ég held að við þurfum hið minnsta tíu stig, þrjá sigra og eitt jafntefli til að bjarga okkur fyrir horn,“ sagði Warnock hreinskilinn á blaðamannafundi í gær. Þetta er annað tímabil Cardiff í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið féll á vordögunum 2014 eftir stutt stopp í deild þeirra bestu. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira
Cardiff City rær lífróður í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana þar sem Aron Einar Gunnarsson og félagar eru fimm stigum frá öruggu sæti þegar sex umferðir eru eftir. Aron mætir félaga sínum úr landsliðinu, Jóhanni Berg Guðmundssyni, um helgina þegar Burnley tekur á móti Cardiff þar sem Burnley getur endanlega tryggt sæti sitt í deildinni. Hlutirnir eru fljótir að breytast í ensku úrvalsdeildinni. Tæpar tvær vikur eru liðnar síðan Cardiff var tíu mínútum frá fræknum sigri gegn Chelsea en dómaramistök kostuðu Cardiff jöfnunarmark og Chelsea gekk á lagið. Þremur dögum seinna steinlá Cardiff gegn Manchester City á Etihad-vellinum. Á sama tíma hefur Burnley tekist að klífa upp töfluna og er komið í fjórtánda sæti eftir tvo sigra í röð. Aðeins tvö stig skildu að lið Cardiff og Burnley fyrir tveimur vikum en nú ætti einn sigur að duga Burnley til að tryggja lærisveinum Sean Dyche þátttökurétt í ensku úrvalsdeildinni fjórða árið í röð. Það sem leikmenn Cardiff geta þó huggað sig við er að leikjadagskráin fram undan gerir það að verkum að þeir eiga enn möguleika. Í næstu fjórum leikjum mætir Cardiff þremur liðum sem eru að berjast við Cardiff um að bjarga sæti sínu í deildinni ásamt því að taka á móti Liverpool. Eftir leikinn gegn Burnley um helgina bíður leikur gegn Brighton aðeins fjórum dögum síðar. Brighton hefur yfirleitt verið erfitt heim að sækja en eftir áramót hafa Brighton-menn aðeins unnið tvo leiki. Fjórum dögum síðar kemur Liverpool í heimsókn áður en Cardiff fer í heimsókn til Fulham sem er þegar fallið niður í Championship-deildina. Þá mætir Cardiff lærisveinum Roy Hodgson í Crystal Palace í síðasta heimaleik sínum áður en liðið heimsækir Manchester United í lokaumferðinni. Líklegt er að í þeim leik sé United að leika hreinan úrslitaleik upp á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Líklega þarf Cardiff, hið minnsta, að vinna þrjá af síðustu sex leikjunum til að halda sér í deild þeirra bestu á næsta tímabili og byrja á að vinna næstu tvo leiki við liðin sem eru rétt fyrir ofan Cardiff á töflunni. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, sem var kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín eftir tapið grátlega gegn Chelsea virtist gera sér grein fyrir því að róðurinn væri orðinn ansi þungur hjá sínum mönnum. „Þessir tveir leikir munu ráða úrslitum um tímabilið hjá okkur. Við erum að renna út á tíma og við þurfum einfaldlega að fá stig úr báðum leikjunum. Ég held að við þurfum hið minnsta tíu stig, þrjá sigra og eitt jafntefli til að bjarga okkur fyrir horn,“ sagði Warnock hreinskilinn á blaðamannafundi í gær. Þetta er annað tímabil Cardiff í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið féll á vordögunum 2014 eftir stutt stopp í deild þeirra bestu.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira