Skrautleg ummæli í kosningabaráttu BJP Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. apríl 2019 07:30 Amit Shah kallaði ólöglega innflytjendur termíta í ræðu í Vestur-Bengal. Nordicphotos/AFP Kjörsókn fyrstu tvo daga stærstu kosninga mannkynssögunnar virðist með ágætum. Þetta kom fram á Reuters í gær en Indverjar kjósa nú nýtt þing. Kosningarnar standa yfir í 39 daga. Narendra Modi forsætisráðherra, BJP-flokkur hans og samstarfsflokkar freista þess að halda meirihluta sínum á þingi og benda kannanir til þess að það takist. Kosningabaráttan er því afar hörð og þrír frambjóðendur BJP vöktu athygli fyrir ummæli sín á baráttufundum í gær. Amit Shah, forseti flokksins, sagði á fundi í Vestur-Bengal að ólöglegir innflytjendur væru „eins og termítar við Bengalflóa“. Hann lofaði því þess vegna að ríkisstjórn BJP myndi tína innflytjendurna upp af jörðinni og kasta þeim, hverjum á fætur öðrum, í Bengalflóann. Þar átti hann við innflytjendur frá grannríkinu Bangladess. Flestir íbúa Bangladess eru múslimar en BJP hefur verið kenndur við hindúa-þjóðernishyggju. Shah sagði aukinheldur að BJP myndi veita hindúum, búddistum, jaínistum og síkum frá Bangladess og Pakistan ríkisborgararétt. Sanjay Jha, einn talsmanna Congress-flokksins, andstæðinga BJP, sagði í svari við ræðu Shah að hann væri að reyna að sundra þjóðinni eftir trúarlínum. „Pólitískt viðskiptamódel BJP gengur út á að kynda undir átök í samfélaginu. Halda því á suðupunkti.“ Maneka Gandhi, ráðherra jafnréttismála og BJP-liði, sagði svo á fundi með múslimum í Sultanpur að þeir þyrftu að kjósa hana. Annars myndi hún ef til vill hafa minni áhuga á að hlusta á þá. „Ég hef nú þegar unnið þessar kosningar en þið þarfnist mín. Þetta er ykkar tækifæri til að byggja upp samband,“ sagði ráðherrann, sem er tengdadóttir Indiru Gandhi, fyrsta kvenforsætisráðherrans. Þá sagði Sakshi Maharaj, þingmaður BJP-flokksins og frambjóðandi í Unnao, að kjósendur þyrftu að greiða honum aktvæði sitt ellegar myndi karma þeirra verða slæmt. Karma er hugtak í trúarbrögðum af indverskum uppruna sem gengur út á að allar gjörðir valdi afleiðingum, góðum eða slæmum. „Þegar meinlætamaður ber að dyrum og biður um ölmusu, grátbiður ykkur og þið verðið ekki við bón hans gæti hann gengið á brott með mögulegt gott karma og skilið slæmt karma eftir fyrir ykkur,“ sagði hann á fundi með kjósendum. Maharaj hefur reyndar áður látið umdeild ummæli falla. Í síðasta mánuði spáði hann því, samkvæmt NDTV, að það yrðu engar þingkosningar árið 2024 eins og gert er ráð fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Kjörsókn fyrstu tvo daga stærstu kosninga mannkynssögunnar virðist með ágætum. Þetta kom fram á Reuters í gær en Indverjar kjósa nú nýtt þing. Kosningarnar standa yfir í 39 daga. Narendra Modi forsætisráðherra, BJP-flokkur hans og samstarfsflokkar freista þess að halda meirihluta sínum á þingi og benda kannanir til þess að það takist. Kosningabaráttan er því afar hörð og þrír frambjóðendur BJP vöktu athygli fyrir ummæli sín á baráttufundum í gær. Amit Shah, forseti flokksins, sagði á fundi í Vestur-Bengal að ólöglegir innflytjendur væru „eins og termítar við Bengalflóa“. Hann lofaði því þess vegna að ríkisstjórn BJP myndi tína innflytjendurna upp af jörðinni og kasta þeim, hverjum á fætur öðrum, í Bengalflóann. Þar átti hann við innflytjendur frá grannríkinu Bangladess. Flestir íbúa Bangladess eru múslimar en BJP hefur verið kenndur við hindúa-þjóðernishyggju. Shah sagði aukinheldur að BJP myndi veita hindúum, búddistum, jaínistum og síkum frá Bangladess og Pakistan ríkisborgararétt. Sanjay Jha, einn talsmanna Congress-flokksins, andstæðinga BJP, sagði í svari við ræðu Shah að hann væri að reyna að sundra þjóðinni eftir trúarlínum. „Pólitískt viðskiptamódel BJP gengur út á að kynda undir átök í samfélaginu. Halda því á suðupunkti.“ Maneka Gandhi, ráðherra jafnréttismála og BJP-liði, sagði svo á fundi með múslimum í Sultanpur að þeir þyrftu að kjósa hana. Annars myndi hún ef til vill hafa minni áhuga á að hlusta á þá. „Ég hef nú þegar unnið þessar kosningar en þið þarfnist mín. Þetta er ykkar tækifæri til að byggja upp samband,“ sagði ráðherrann, sem er tengdadóttir Indiru Gandhi, fyrsta kvenforsætisráðherrans. Þá sagði Sakshi Maharaj, þingmaður BJP-flokksins og frambjóðandi í Unnao, að kjósendur þyrftu að greiða honum aktvæði sitt ellegar myndi karma þeirra verða slæmt. Karma er hugtak í trúarbrögðum af indverskum uppruna sem gengur út á að allar gjörðir valdi afleiðingum, góðum eða slæmum. „Þegar meinlætamaður ber að dyrum og biður um ölmusu, grátbiður ykkur og þið verðið ekki við bón hans gæti hann gengið á brott með mögulegt gott karma og skilið slæmt karma eftir fyrir ykkur,“ sagði hann á fundi með kjósendum. Maharaj hefur reyndar áður látið umdeild ummæli falla. Í síðasta mánuði spáði hann því, samkvæmt NDTV, að það yrðu engar þingkosningar árið 2024 eins og gert er ráð fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira