Morðið á Kim Jong-nam: Víetnömsku konunni sleppt í næsta mánuði Atli Ísleifsson skrifar 13. apríl 2019 14:34 Doan Thi-Huong er þrítug að aldri. Getty Doan Thi-Huong, víetnömsk kona sem grunuð var um aðild á morðinu á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherra Norður-Kóreu árið 2017, verður brátt frjáls ferða sinna. Lögmaður Doan segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi þriðja dag næsta mánaðar. Doan, sem er þrítug og starfaði áður á hárgreiðslustofu, var handtekin í febrúar 2017 eftir að öryggismyndavélagar á alþjóðaflugvellinum í malasísku höfuðborginni Kúala Lúmpúr sýndu hvernig hún í félagi við aðra konu hélt vasaklút vættum einhverjum vökva fyrir vitum Kim Jong-nam. Konurnar lýstu því yfir í yfirheyrslu hjá lögreglu að þær töldu sig hafa verið að taka þátt í sjónvarpshrekk og hafa þær ætíð neitað sök. Er talið að norður-kóreskir leyniþjónustumenn hafi platað þær til verksins og komið taugagasinu VX fyrir í klútnum sem leiddi svo til dauða Kim. Hefðu konurnar verið dæmdar fyrir morð hefðu þær hlotið dauðadóm, en eftir þrýsting víetnamskra yfirvalda var ákveðið að falla frá ákærum. Viðurkenndi Doan Thi-Huong þessi í stað að hafa valdið öðrum manni tjóni og var hún dæmd í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Henni verður nú sleppt fyrr vegna góðrar hegðunar. Greint var frá því í síðasta mánuði að hinni konunni, Siti Aisyah frá Indónesíu, hafi verið sleppt úr malasísku fangelsi eftir að ákveðið var að falla frá ákæru. Norður-Kóreustjórn hefur hafnað því að hafa borið ábyrgð á árásinni. Kim Jong-nam var í litlu sambandi við fjölskyldu sína og bjó lengi vel erlendis, í Kína, Singapúr og á eyjunni Makaó. Malasía Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Meintur morðingi Kim Jong-nam látinn laus Konunni, Siti Aisyah, var gefið að sök að hafa makað taugaeitrinu VX í andlit Kims á flugvellinum í Kuala Lumpur árið 2017. 11. mars 2019 07:49 Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Doan Thi-Huong, víetnömsk kona sem grunuð var um aðild á morðinu á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherra Norður-Kóreu árið 2017, verður brátt frjáls ferða sinna. Lögmaður Doan segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi þriðja dag næsta mánaðar. Doan, sem er þrítug og starfaði áður á hárgreiðslustofu, var handtekin í febrúar 2017 eftir að öryggismyndavélagar á alþjóðaflugvellinum í malasísku höfuðborginni Kúala Lúmpúr sýndu hvernig hún í félagi við aðra konu hélt vasaklút vættum einhverjum vökva fyrir vitum Kim Jong-nam. Konurnar lýstu því yfir í yfirheyrslu hjá lögreglu að þær töldu sig hafa verið að taka þátt í sjónvarpshrekk og hafa þær ætíð neitað sök. Er talið að norður-kóreskir leyniþjónustumenn hafi platað þær til verksins og komið taugagasinu VX fyrir í klútnum sem leiddi svo til dauða Kim. Hefðu konurnar verið dæmdar fyrir morð hefðu þær hlotið dauðadóm, en eftir þrýsting víetnamskra yfirvalda var ákveðið að falla frá ákærum. Viðurkenndi Doan Thi-Huong þessi í stað að hafa valdið öðrum manni tjóni og var hún dæmd í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Henni verður nú sleppt fyrr vegna góðrar hegðunar. Greint var frá því í síðasta mánuði að hinni konunni, Siti Aisyah frá Indónesíu, hafi verið sleppt úr malasísku fangelsi eftir að ákveðið var að falla frá ákæru. Norður-Kóreustjórn hefur hafnað því að hafa borið ábyrgð á árásinni. Kim Jong-nam var í litlu sambandi við fjölskyldu sína og bjó lengi vel erlendis, í Kína, Singapúr og á eyjunni Makaó.
Malasía Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Meintur morðingi Kim Jong-nam látinn laus Konunni, Siti Aisyah, var gefið að sök að hafa makað taugaeitrinu VX í andlit Kims á flugvellinum í Kuala Lumpur árið 2017. 11. mars 2019 07:49 Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Meintur morðingi Kim Jong-nam látinn laus Konunni, Siti Aisyah, var gefið að sök að hafa makað taugaeitrinu VX í andlit Kims á flugvellinum í Kuala Lumpur árið 2017. 11. mars 2019 07:49
Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18