Tómas Lemarquis og Ólafur Darri hópfjármagna svarta kómedíu Sylvía Hall skrifar 14. apríl 2019 09:00 Myndin er tekin upp á Íslandi. Skjáskot Hópfjármögnun stendur nú yfir fyrir nýja stuttmynd sem skartar þeim Tómasi Lemarquis og Ólafi Darra Ólafssyni í aðalhlutverkum en myndinni er lýst sem svartri og súrrealískri kómedíu sem sækir innblástur sinn í Jim Henson, Terry Gilliam og Ingmar Bergman. Myndin ber titilinn „The Rock of Ages“ og fjallar um fornan hermann, sem leikinn er af Tómasi, sem kemst í furðuleg kynni við talandi stein en Ólafur Darri fer með hlutverk steinsins. Í lýsingu á vef Indiegogo segir að sagan sé um ofbeldisfullan hermann sem gerir hræðilega hluti í þeirri trú að það muni gera hann ódauðlegan en hlutirnir taka óvænta og grátbroslega stefnu þegar hann kemst í kynni við steininn talandi. Myndin er tekin upp á Íslandi og er hugarfóstur leikstjórans Eron Sheean sem leikstýrði meðal annars myndinni „Errors of the Human Body“ en hann kynntist Tómasi við gerð þeirrar myndar og vildu þeir starfa meira saman.Tómas Lemarquis fer með hlutverk hermannsins í myndinni.Skjáskot„Við áttum langar samræður fram á nótt um það að okkur langaði að gera mynd. Nóttina eftir þessar samræður dreymir hann draum þar sem er talandi steinn sem varð svo hugmyndin að myndinni upphaflega,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Sheean, sem kemur upprunalega frá Ástralíu, fékk mikinn innblástur frá Íslandi og má sjá sterka skírskotun í íslenska sagnahefð í myndinni. Myndin dansar á mörkum hins raunverulega og er erfitt að sjá hvort atburðarásin sé einungis hugarheimur hermannsins eða raunveruleikinn. Mikil vinna hefur verið lögð í gerð myndarinnar og hafa leikmunir verið gerðir sem styrktaraðilar geta eignast gegn styrktarframlagi. Þá geta styrktaraðilar komist á kreditlista myndarinnar fyrir aðeins þriggja punda framlag, sem samsvarar tæplega fimm hundruð íslenskum krónum. Fjármögnun stendur yfir til 18. maí og er stefnan sett á fimmtán þúsund pund, um 2,3 milljónir íslenskra króna, en nú þegar hafa safnast rúmlega fjögur hundruð þúsund krónur.Söfnunina má finna hér. Bíó og sjónvarp Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Hópfjármögnun stendur nú yfir fyrir nýja stuttmynd sem skartar þeim Tómasi Lemarquis og Ólafi Darra Ólafssyni í aðalhlutverkum en myndinni er lýst sem svartri og súrrealískri kómedíu sem sækir innblástur sinn í Jim Henson, Terry Gilliam og Ingmar Bergman. Myndin ber titilinn „The Rock of Ages“ og fjallar um fornan hermann, sem leikinn er af Tómasi, sem kemst í furðuleg kynni við talandi stein en Ólafur Darri fer með hlutverk steinsins. Í lýsingu á vef Indiegogo segir að sagan sé um ofbeldisfullan hermann sem gerir hræðilega hluti í þeirri trú að það muni gera hann ódauðlegan en hlutirnir taka óvænta og grátbroslega stefnu þegar hann kemst í kynni við steininn talandi. Myndin er tekin upp á Íslandi og er hugarfóstur leikstjórans Eron Sheean sem leikstýrði meðal annars myndinni „Errors of the Human Body“ en hann kynntist Tómasi við gerð þeirrar myndar og vildu þeir starfa meira saman.Tómas Lemarquis fer með hlutverk hermannsins í myndinni.Skjáskot„Við áttum langar samræður fram á nótt um það að okkur langaði að gera mynd. Nóttina eftir þessar samræður dreymir hann draum þar sem er talandi steinn sem varð svo hugmyndin að myndinni upphaflega,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Sheean, sem kemur upprunalega frá Ástralíu, fékk mikinn innblástur frá Íslandi og má sjá sterka skírskotun í íslenska sagnahefð í myndinni. Myndin dansar á mörkum hins raunverulega og er erfitt að sjá hvort atburðarásin sé einungis hugarheimur hermannsins eða raunveruleikinn. Mikil vinna hefur verið lögð í gerð myndarinnar og hafa leikmunir verið gerðir sem styrktaraðilar geta eignast gegn styrktarframlagi. Þá geta styrktaraðilar komist á kreditlista myndarinnar fyrir aðeins þriggja punda framlag, sem samsvarar tæplega fimm hundruð íslenskum krónum. Fjármögnun stendur yfir til 18. maí og er stefnan sett á fimmtán þúsund pund, um 2,3 milljónir íslenskra króna, en nú þegar hafa safnast rúmlega fjögur hundruð þúsund krónur.Söfnunina má finna hér.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“