Betur gekk að koma fólki frá borði Andri Eysteinsson skrifar 14. apríl 2019 09:43 Betur gekk að koma fólki frá borði en á föstudagskvöld. Icelandair hefur bætt við aukaflugi til Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Veðrið á suðvesturhorninu undanfarna sólarhringa hefur varla farið fram hjá neinum. Mikið hefur verið fjallað um hvassviðrið og þá helst áhrif þess á flugsamgöngur í Keflavík og á Reykjavíkurflugvelli. Farþegar hafa, sökum veðurs, setið fastir um borð í flugvélum, flugi hefur verið aflýst eða seinkað. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að mun betur hafi gengið að koma fólki frá borði í nótt en reyndist á föstudaginn. Biðin hafi ekki verið mikil þó að fjöldi fluga hafi lent á svipuðum tíma en öllu flugi Icelandair sem lenda átti í Keflavík seinni part dags var seinkað til kvölds. Vélarnar lentu því á milli 21:59 og 00:45.2000 farþegum hefur verið komið í annað flug Einnig voru lítillegar seinkanir í morgun vegna mikils fjölda fólks sem bíður lausna á Keflavíkurflugvelli. Á vef Isavia má sjá að flugvélar fóru í loftið 20-40 mínútum á eftir áætlun í flestum tilfellum. Icelandair bætti í gær við aukaflugi til Bandarísku borganna New York, Washington og Boston. Slíkt verður aftur uppi á teningnum en þó verður aukaflugi til Orlandó bætt við. Það flug er áætlað klukkan hálf fjögur og verður til þess notuð nýleigð 767 breiðþota Icelandair sem er á leið til landsins. Ásdís segir að mikið álag hafi verið á kerfinu og að Icelandair sé ánægt með þá vinnu sem innt hefur verið af hendi til þess að finna lausnir fyrir farþega sína. 2000 farþegum, sem fastir voru í Keflavík hefur verið komið í annað flug. Þá hefur Icelandair aðstoðað fjölda farþega, sem áttu leið frá Evrópu til Bandaríkjanna með stuttri viðkomu hér á landi, við að endurskipuleggja flug og komast án leiðarenda án þess að stoppa í Keflavík. Samkvæmt veðurspá er útlit fyrir að veður verði viðráðanlegra móti í kvöld og því ættu aðstæður að vera eðlilegri í kvöld. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi, segir því að allir ættu að komast í páskafríið sitt. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Veðrið á suðvesturhorninu undanfarna sólarhringa hefur varla farið fram hjá neinum. Mikið hefur verið fjallað um hvassviðrið og þá helst áhrif þess á flugsamgöngur í Keflavík og á Reykjavíkurflugvelli. Farþegar hafa, sökum veðurs, setið fastir um borð í flugvélum, flugi hefur verið aflýst eða seinkað. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að mun betur hafi gengið að koma fólki frá borði í nótt en reyndist á föstudaginn. Biðin hafi ekki verið mikil þó að fjöldi fluga hafi lent á svipuðum tíma en öllu flugi Icelandair sem lenda átti í Keflavík seinni part dags var seinkað til kvölds. Vélarnar lentu því á milli 21:59 og 00:45.2000 farþegum hefur verið komið í annað flug Einnig voru lítillegar seinkanir í morgun vegna mikils fjölda fólks sem bíður lausna á Keflavíkurflugvelli. Á vef Isavia má sjá að flugvélar fóru í loftið 20-40 mínútum á eftir áætlun í flestum tilfellum. Icelandair bætti í gær við aukaflugi til Bandarísku borganna New York, Washington og Boston. Slíkt verður aftur uppi á teningnum en þó verður aukaflugi til Orlandó bætt við. Það flug er áætlað klukkan hálf fjögur og verður til þess notuð nýleigð 767 breiðþota Icelandair sem er á leið til landsins. Ásdís segir að mikið álag hafi verið á kerfinu og að Icelandair sé ánægt með þá vinnu sem innt hefur verið af hendi til þess að finna lausnir fyrir farþega sína. 2000 farþegum, sem fastir voru í Keflavík hefur verið komið í annað flug. Þá hefur Icelandair aðstoðað fjölda farþega, sem áttu leið frá Evrópu til Bandaríkjanna með stuttri viðkomu hér á landi, við að endurskipuleggja flug og komast án leiðarenda án þess að stoppa í Keflavík. Samkvæmt veðurspá er útlit fyrir að veður verði viðráðanlegra móti í kvöld og því ættu aðstæður að vera eðlilegri í kvöld. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi, segir því að allir ættu að komast í páskafríið sitt.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira