Upplausn í Hollywood vegna kjaradeilna Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2019 23:19 David A. Goodman, formaður Samtaka handritshöfunda. Vísir/Getty Upplausn ríkir í Hollywood vegna deilna Samtaka handritshöfunda og Sambands umboðsmanna. Viðræður þeirra á milli hafa siglt í strand hvað eftir annað en umboðsmennirnir hafa neitað að samþykkja nýjar reglur sem handritshöfundarnir vilja setja. Framkvæmdastjóri Sambands umboðsmanna í Bandaríkjununm, Karen Stuart, sagði í bréfi til félagsmanna sinna að forsvarsmenn Samtaka handritshöfunda væru á vegferð sem hefði valdið algjörri upplausn í skemmtanaiðnaðinum, Samtök handritshöfunda kynnti til sögunnar nýjar reglur fyrir umboðsskrifstofur og skipaði öllum félagsmönnum sínum að reka umboðsmenn sína ef þeir neituðu að skrifa undir. Allar stóru umboðsskrifstofurnar neituðu að skrifa undir og fengu í staðinn fjölda bréfa frá umbjóðendum sínum sem sögðu samstarfi þeirra lokið. Málið snýst að stórum hluta um viðskiptahætti sem umboðsskrifstofurnar og myndverin hafa stundað síðastliðin ár. Umboðsskrifstofurnar fara með verkefni til myndvera þar sem búið er að setja saman í einn „pakka“ allt það sem þarf til að koma kvikmynd eða sjónvarpsseríu á laggirnar. Umboðsskrifstofurnar bjóða myndverum pakka sem inniheldur leikara, leikstjóra, sýningaraðila og handritshöfunda. Fá umboðsskrifstofurnar umtalsverða þóknun frá myndverum fyrir að setja saman slíkan pakka, en handritshöfundar vilja meina að þannig hafi kjör þeirra versnað því umboðsskrifstofurnar sjái sér ekki hag í því að semja sérstaklega um betri kjör fyrir þá eina. Samtök handritshöfunda fóru fram á að umboðsmennirnir hættu þessum „pakka-aðferðum“ og færu aftur í að semja sérstaklega um kjör handritshöfunda fyrir verkefni og fái 10 prósent af þóknun þeirra fyrir. Verður næsta vika forvitnileg að mati sérfræðinga og gætu þessar deilur haft umtalsverð áhrif á komandi verkefni. Bandaríkin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Upplausn ríkir í Hollywood vegna deilna Samtaka handritshöfunda og Sambands umboðsmanna. Viðræður þeirra á milli hafa siglt í strand hvað eftir annað en umboðsmennirnir hafa neitað að samþykkja nýjar reglur sem handritshöfundarnir vilja setja. Framkvæmdastjóri Sambands umboðsmanna í Bandaríkjununm, Karen Stuart, sagði í bréfi til félagsmanna sinna að forsvarsmenn Samtaka handritshöfunda væru á vegferð sem hefði valdið algjörri upplausn í skemmtanaiðnaðinum, Samtök handritshöfunda kynnti til sögunnar nýjar reglur fyrir umboðsskrifstofur og skipaði öllum félagsmönnum sínum að reka umboðsmenn sína ef þeir neituðu að skrifa undir. Allar stóru umboðsskrifstofurnar neituðu að skrifa undir og fengu í staðinn fjölda bréfa frá umbjóðendum sínum sem sögðu samstarfi þeirra lokið. Málið snýst að stórum hluta um viðskiptahætti sem umboðsskrifstofurnar og myndverin hafa stundað síðastliðin ár. Umboðsskrifstofurnar fara með verkefni til myndvera þar sem búið er að setja saman í einn „pakka“ allt það sem þarf til að koma kvikmynd eða sjónvarpsseríu á laggirnar. Umboðsskrifstofurnar bjóða myndverum pakka sem inniheldur leikara, leikstjóra, sýningaraðila og handritshöfunda. Fá umboðsskrifstofurnar umtalsverða þóknun frá myndverum fyrir að setja saman slíkan pakka, en handritshöfundar vilja meina að þannig hafi kjör þeirra versnað því umboðsskrifstofurnar sjái sér ekki hag í því að semja sérstaklega um betri kjör fyrir þá eina. Samtök handritshöfunda fóru fram á að umboðsmennirnir hættu þessum „pakka-aðferðum“ og færu aftur í að semja sérstaklega um kjör handritshöfunda fyrir verkefni og fái 10 prósent af þóknun þeirra fyrir. Verður næsta vika forvitnileg að mati sérfræðinga og gætu þessar deilur haft umtalsverð áhrif á komandi verkefni.
Bandaríkin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira