Elvar reyndist hetja liðsins Hjörvar Ólafsson skrifar 15. apríl 2019 09:00 Elvar á HM í janúar. vísir/epa Ísland sótti Norður-Makedóníu heim í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 í handbolta karla í Skopje í gær. Eftir ofboðslega svekkjandi tap í leik liðanna í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið var íslenska liðið staðráðið í að ná í hagstæð úrslit. Líklega voru fáir jafn áfjáðir í að eiga góðan leik og Ómar Ingi Magnússon sem gerði afdrifarík mistök undir lok leiksins hér heima. Það var ekki að sjá að mistökin hefðu haft áhrif á Ómar Inga nema síður sé en hann var burðarás í sóknarleik íslenska liðsins. Hann skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum eftir laglegt gegnumbrot og eftir það lék hann við hvurn sinn fingur í sóknarleiknum og stóð uppi sem markahæsti leikmaður Íslands með átta mörk. Eftir jafnan og spennandi leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna var Norður-Makedónía yfir þegar um það bil hálf mínúta var eftir af leiknum. Ísland hélt í sína síðustu sókn í leiknum og eftir að boltinn hafði gengið á milli leikmann í útilínunni tók Elvar Örn Jónsson af skarið og þrumaði boltanum í netið. Mark Elvars Arnar tryggði Íslandi mikilvægt stig í riðlinum en eftir þessi úrslit eru Ísland og Norður-Makedónía jöfn að stigum með fimm stig á toppi riðilsins. Ólafur Gústafsson sem leikur stórt hlutverk í varnarleik íslenska liðsins meiddist á þumalfingri um miðjan fyrri hálfleik og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Daníel Þór Ingason leysti hann af hólmi í miðjublokk liðsins og gerði það af stakri prýði. Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, skipti um markvarðasveit liðsins á milli leikja en Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson tóku sæti Björgvins Páls Gústavssonar og Arons Rafn Eðvarðssonar sem varið hafa mark íslenska liðsins í áraraðir. Viktor Gísli var einnig mjög góður í markinu, en hann varði 12 skot og Ágúst Elí Björgvinsson varði þrjú skot, þar af eitt vítakast. Ísland mætir Grikklandi og Tyrklandi í síðustu tveimur umferðum undankeppninnar en tvö efstu sætin tryggja öruggt sæti í lokakeppninni og þriðja sætið gæti veitt þátttökurétt í umspili um laust sæti í mótinu. EM 2020 í handbolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Ísland sótti Norður-Makedóníu heim í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 í handbolta karla í Skopje í gær. Eftir ofboðslega svekkjandi tap í leik liðanna í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið var íslenska liðið staðráðið í að ná í hagstæð úrslit. Líklega voru fáir jafn áfjáðir í að eiga góðan leik og Ómar Ingi Magnússon sem gerði afdrifarík mistök undir lok leiksins hér heima. Það var ekki að sjá að mistökin hefðu haft áhrif á Ómar Inga nema síður sé en hann var burðarás í sóknarleik íslenska liðsins. Hann skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum eftir laglegt gegnumbrot og eftir það lék hann við hvurn sinn fingur í sóknarleiknum og stóð uppi sem markahæsti leikmaður Íslands með átta mörk. Eftir jafnan og spennandi leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna var Norður-Makedónía yfir þegar um það bil hálf mínúta var eftir af leiknum. Ísland hélt í sína síðustu sókn í leiknum og eftir að boltinn hafði gengið á milli leikmann í útilínunni tók Elvar Örn Jónsson af skarið og þrumaði boltanum í netið. Mark Elvars Arnar tryggði Íslandi mikilvægt stig í riðlinum en eftir þessi úrslit eru Ísland og Norður-Makedónía jöfn að stigum með fimm stig á toppi riðilsins. Ólafur Gústafsson sem leikur stórt hlutverk í varnarleik íslenska liðsins meiddist á þumalfingri um miðjan fyrri hálfleik og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Daníel Þór Ingason leysti hann af hólmi í miðjublokk liðsins og gerði það af stakri prýði. Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, skipti um markvarðasveit liðsins á milli leikja en Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson tóku sæti Björgvins Páls Gústavssonar og Arons Rafn Eðvarðssonar sem varið hafa mark íslenska liðsins í áraraðir. Viktor Gísli var einnig mjög góður í markinu, en hann varði 12 skot og Ágúst Elí Björgvinsson varði þrjú skot, þar af eitt vítakast. Ísland mætir Grikklandi og Tyrklandi í síðustu tveimur umferðum undankeppninnar en tvö efstu sætin tryggja öruggt sæti í lokakeppninni og þriðja sætið gæti veitt þátttökurétt í umspili um laust sæti í mótinu.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira