Elvar reyndist hetja liðsins Hjörvar Ólafsson skrifar 15. apríl 2019 09:00 Elvar á HM í janúar. vísir/epa Ísland sótti Norður-Makedóníu heim í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 í handbolta karla í Skopje í gær. Eftir ofboðslega svekkjandi tap í leik liðanna í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið var íslenska liðið staðráðið í að ná í hagstæð úrslit. Líklega voru fáir jafn áfjáðir í að eiga góðan leik og Ómar Ingi Magnússon sem gerði afdrifarík mistök undir lok leiksins hér heima. Það var ekki að sjá að mistökin hefðu haft áhrif á Ómar Inga nema síður sé en hann var burðarás í sóknarleik íslenska liðsins. Hann skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum eftir laglegt gegnumbrot og eftir það lék hann við hvurn sinn fingur í sóknarleiknum og stóð uppi sem markahæsti leikmaður Íslands með átta mörk. Eftir jafnan og spennandi leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna var Norður-Makedónía yfir þegar um það bil hálf mínúta var eftir af leiknum. Ísland hélt í sína síðustu sókn í leiknum og eftir að boltinn hafði gengið á milli leikmann í útilínunni tók Elvar Örn Jónsson af skarið og þrumaði boltanum í netið. Mark Elvars Arnar tryggði Íslandi mikilvægt stig í riðlinum en eftir þessi úrslit eru Ísland og Norður-Makedónía jöfn að stigum með fimm stig á toppi riðilsins. Ólafur Gústafsson sem leikur stórt hlutverk í varnarleik íslenska liðsins meiddist á þumalfingri um miðjan fyrri hálfleik og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Daníel Þór Ingason leysti hann af hólmi í miðjublokk liðsins og gerði það af stakri prýði. Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, skipti um markvarðasveit liðsins á milli leikja en Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson tóku sæti Björgvins Páls Gústavssonar og Arons Rafn Eðvarðssonar sem varið hafa mark íslenska liðsins í áraraðir. Viktor Gísli var einnig mjög góður í markinu, en hann varði 12 skot og Ágúst Elí Björgvinsson varði þrjú skot, þar af eitt vítakast. Ísland mætir Grikklandi og Tyrklandi í síðustu tveimur umferðum undankeppninnar en tvö efstu sætin tryggja öruggt sæti í lokakeppninni og þriðja sætið gæti veitt þátttökurétt í umspili um laust sæti í mótinu. EM 2020 í handbolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Ísland sótti Norður-Makedóníu heim í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 í handbolta karla í Skopje í gær. Eftir ofboðslega svekkjandi tap í leik liðanna í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið var íslenska liðið staðráðið í að ná í hagstæð úrslit. Líklega voru fáir jafn áfjáðir í að eiga góðan leik og Ómar Ingi Magnússon sem gerði afdrifarík mistök undir lok leiksins hér heima. Það var ekki að sjá að mistökin hefðu haft áhrif á Ómar Inga nema síður sé en hann var burðarás í sóknarleik íslenska liðsins. Hann skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum eftir laglegt gegnumbrot og eftir það lék hann við hvurn sinn fingur í sóknarleiknum og stóð uppi sem markahæsti leikmaður Íslands með átta mörk. Eftir jafnan og spennandi leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna var Norður-Makedónía yfir þegar um það bil hálf mínúta var eftir af leiknum. Ísland hélt í sína síðustu sókn í leiknum og eftir að boltinn hafði gengið á milli leikmann í útilínunni tók Elvar Örn Jónsson af skarið og þrumaði boltanum í netið. Mark Elvars Arnar tryggði Íslandi mikilvægt stig í riðlinum en eftir þessi úrslit eru Ísland og Norður-Makedónía jöfn að stigum með fimm stig á toppi riðilsins. Ólafur Gústafsson sem leikur stórt hlutverk í varnarleik íslenska liðsins meiddist á þumalfingri um miðjan fyrri hálfleik og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Daníel Þór Ingason leysti hann af hólmi í miðjublokk liðsins og gerði það af stakri prýði. Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, skipti um markvarðasveit liðsins á milli leikja en Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson tóku sæti Björgvins Páls Gústavssonar og Arons Rafn Eðvarðssonar sem varið hafa mark íslenska liðsins í áraraðir. Viktor Gísli var einnig mjög góður í markinu, en hann varði 12 skot og Ágúst Elí Björgvinsson varði þrjú skot, þar af eitt vítakast. Ísland mætir Grikklandi og Tyrklandi í síðustu tveimur umferðum undankeppninnar en tvö efstu sætin tryggja öruggt sæti í lokakeppninni og þriðja sætið gæti veitt þátttökurétt í umspili um laust sæti í mótinu.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira