Segja óljóst hvort takist að bjarga Notre Dame Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2019 20:10 Eyðileggingin er gríðarleg. EPA/IAN LANGSDON Talsmenn franska innanríkisráðuneytisins segja að það „sé ekki víst“ hvort það muni takast að bjarga Notre Dame eftir að gríðarmikill eldur kom upp í dómkirkjunni í kvöld. AFP segir frá þessu en tilkynningin kemur í kjölfar svipaðrar tilkynningar frá slökkiliði borgarinnar. Sagði talsmaður þess að „óvíst“ væri hvort að hægt verði að stöðva eldinn. Talsmaður slökkviliðs hefur einnig sagt að næsti klukkutíminn myndi ráða því hvort að hægt verði að ná tökum á eldinum. Eldurinn kom upp skömmu eftir að kirkjunni var lokað fyrir almenningi klukkan 18:45 að frönskum tíma. Þak dómkirkjunnar hefur nú þegar fallið saman og hefur kirkjuspíran hrunið. Þá hefur viðargrind kirkjunnar sem reist var á miðöldum orðið eldinum að bráð, auk þess að fréttir hafa borist af því að eldurinn hafi náð til annars af tveimur turnum kirkjunnar. Alls taka um 400 slökkviliðsmenn þátt í slökkvistarfinu. Ekki er notast við slökkviflugvélar og þyrlur þar sem slík noktun gæti leitt til að byggingin öll myndi hrynja og falla saman. Notre Dame kirkjan er eitt helsta kennileiti frönsku höfuðborgarinnar og var hún reist á árunum 1163 til 1345. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og stendur á Ile de la Cité, annarri af tveimur eyjum Signu, í fjórða hverfi Parísar. Framkvæmdir við byggingu Notre Dame hófust árið 1160 og var verkinu að mestu lokið árið 1260.#BREAKING Saving Notre-Dame "is not certain," says deputy interior minister — AFP news agency (@AFP) April 15, 2019 Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Listaverkasafni Notre Dame bjargað Öllum listaverkum sem geymd voru í Notre Dame dómkirkjunni í París hefur verið bjargað frá stórbrunanum sem kom upp í kvöld. Frá þessu var greint í fréttaflutningi France24. 15. apríl 2019 19:25 Notre Dame dómkirkjan brennur Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame. 15. apríl 2019 17:23 Myndir: Eitt helsta kennileiti Parísar brennur Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. 15. apríl 2019 19:40 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Talsmenn franska innanríkisráðuneytisins segja að það „sé ekki víst“ hvort það muni takast að bjarga Notre Dame eftir að gríðarmikill eldur kom upp í dómkirkjunni í kvöld. AFP segir frá þessu en tilkynningin kemur í kjölfar svipaðrar tilkynningar frá slökkiliði borgarinnar. Sagði talsmaður þess að „óvíst“ væri hvort að hægt verði að stöðva eldinn. Talsmaður slökkviliðs hefur einnig sagt að næsti klukkutíminn myndi ráða því hvort að hægt verði að ná tökum á eldinum. Eldurinn kom upp skömmu eftir að kirkjunni var lokað fyrir almenningi klukkan 18:45 að frönskum tíma. Þak dómkirkjunnar hefur nú þegar fallið saman og hefur kirkjuspíran hrunið. Þá hefur viðargrind kirkjunnar sem reist var á miðöldum orðið eldinum að bráð, auk þess að fréttir hafa borist af því að eldurinn hafi náð til annars af tveimur turnum kirkjunnar. Alls taka um 400 slökkviliðsmenn þátt í slökkvistarfinu. Ekki er notast við slökkviflugvélar og þyrlur þar sem slík noktun gæti leitt til að byggingin öll myndi hrynja og falla saman. Notre Dame kirkjan er eitt helsta kennileiti frönsku höfuðborgarinnar og var hún reist á árunum 1163 til 1345. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og stendur á Ile de la Cité, annarri af tveimur eyjum Signu, í fjórða hverfi Parísar. Framkvæmdir við byggingu Notre Dame hófust árið 1160 og var verkinu að mestu lokið árið 1260.#BREAKING Saving Notre-Dame "is not certain," says deputy interior minister — AFP news agency (@AFP) April 15, 2019
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Listaverkasafni Notre Dame bjargað Öllum listaverkum sem geymd voru í Notre Dame dómkirkjunni í París hefur verið bjargað frá stórbrunanum sem kom upp í kvöld. Frá þessu var greint í fréttaflutningi France24. 15. apríl 2019 19:25 Notre Dame dómkirkjan brennur Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame. 15. apríl 2019 17:23 Myndir: Eitt helsta kennileiti Parísar brennur Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. 15. apríl 2019 19:40 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Listaverkasafni Notre Dame bjargað Öllum listaverkum sem geymd voru í Notre Dame dómkirkjunni í París hefur verið bjargað frá stórbrunanum sem kom upp í kvöld. Frá þessu var greint í fréttaflutningi France24. 15. apríl 2019 19:25
Notre Dame dómkirkjan brennur Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame. 15. apríl 2019 17:23
Myndir: Eitt helsta kennileiti Parísar brennur Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. 15. apríl 2019 19:40