Fjölmargar fylkingar Líbíu búa sig undir stríð Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2019 12:41 Meðlimur vígahóps sem styður starfsstjórnina í Trípólí. AP/Mohamed Ben Khalifa Líbía er hársbreidd frá því að verða fyrir annarri borgarastyrjöld. Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna, samkvæmt AP fréttaveitunni.Frá því Moammar Gadhafi, var velt úr sessi árið 2011 og uppreisnarmenn komu höndum yfir gríðarlegt vopnabúr hans hefur gífurlegt magn vopna flætt inn í landið, þrátt fyrir sölubann Sameinuðu þjóðanna. Arabaríki hafa sent hópum sem þau styðja vopn og það hafa Vesturveldin gert sömuleiðis, með því markmiði að fá fylkingar til að herja á hryðjuverkahópa og draga úr flæði farand- og flóttafólks til Evrópu. Vopnaðar sveitir hliðhollar hershöfðingjanum Khalifa Haftar hófu sókn gegn Trípólí, höfuðborg landsins, fyrr í mánuðinum. Þar eru nú samankomnir meðlimir fjölda fylkinga, sem hafa barist sín á milli í gegnum tíðina, og verjast þeir saman gegn sveitum Haftar. Samkvæmt AP segja andstæðingar Haftar að hann vilji verða einræðisherra Líbíu og er einn helsti herforingi eftirlýstur af Alþjóðlega sakamáladómstólnum vegna stríðsglæpa. Haftar var á árum áður hershöfðingi fyrir Muammar Gaddafi, einræðisherra, og hjálpaði honum að ná völdum árið 1969. Hann lenti þó í ónáð og þurfti að flýja til Bandaríkjanna. Haftar sneri aftur árið 2011 og tók þátt í baráttunni gegn Gaddafi. Hann stjórnar stórum hluta landsins í austri og hefur yfirráð yfir mikilli olíuvinnslu Líbíu. Flokkur hans kallast Libyan National Army (LNA) og samanstendur að mestu úr fyrrverandi hermönum Gadhafi og íhaldssömum íslamistum sem kallast Salafists. Þeir búa yfir herþotum, herþyrlum og drónum sem þeir fengu frá Egyptalandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir stuðningi við starfsstjórn sem sett var á laggirnar í Trípólí árið 2016. Starfsstjórn þessi treystir á náðir vígahópa sem sérfræðingar lýsa sem glæpahópum sem séu að ræna Líbíu innan frá. Minnst hundrað og fimmtíu manns hafa fallið í átökunum, enn sem komið er. Líbía Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Líbía er hársbreidd frá því að verða fyrir annarri borgarastyrjöld. Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna, samkvæmt AP fréttaveitunni.Frá því Moammar Gadhafi, var velt úr sessi árið 2011 og uppreisnarmenn komu höndum yfir gríðarlegt vopnabúr hans hefur gífurlegt magn vopna flætt inn í landið, þrátt fyrir sölubann Sameinuðu þjóðanna. Arabaríki hafa sent hópum sem þau styðja vopn og það hafa Vesturveldin gert sömuleiðis, með því markmiði að fá fylkingar til að herja á hryðjuverkahópa og draga úr flæði farand- og flóttafólks til Evrópu. Vopnaðar sveitir hliðhollar hershöfðingjanum Khalifa Haftar hófu sókn gegn Trípólí, höfuðborg landsins, fyrr í mánuðinum. Þar eru nú samankomnir meðlimir fjölda fylkinga, sem hafa barist sín á milli í gegnum tíðina, og verjast þeir saman gegn sveitum Haftar. Samkvæmt AP segja andstæðingar Haftar að hann vilji verða einræðisherra Líbíu og er einn helsti herforingi eftirlýstur af Alþjóðlega sakamáladómstólnum vegna stríðsglæpa. Haftar var á árum áður hershöfðingi fyrir Muammar Gaddafi, einræðisherra, og hjálpaði honum að ná völdum árið 1969. Hann lenti þó í ónáð og þurfti að flýja til Bandaríkjanna. Haftar sneri aftur árið 2011 og tók þátt í baráttunni gegn Gaddafi. Hann stjórnar stórum hluta landsins í austri og hefur yfirráð yfir mikilli olíuvinnslu Líbíu. Flokkur hans kallast Libyan National Army (LNA) og samanstendur að mestu úr fyrrverandi hermönum Gadhafi og íhaldssömum íslamistum sem kallast Salafists. Þeir búa yfir herþotum, herþyrlum og drónum sem þeir fengu frá Egyptalandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir stuðningi við starfsstjórn sem sett var á laggirnar í Trípólí árið 2016. Starfsstjórn þessi treystir á náðir vígahópa sem sérfræðingar lýsa sem glæpahópum sem séu að ræna Líbíu innan frá. Minnst hundrað og fimmtíu manns hafa fallið í átökunum, enn sem komið er.
Líbía Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila