Ógæfumenn brutust inn og sukkuðu í sumarhúsi í þrjá daga: „Þetta er rosalega óþægilegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2019 13:00 Sumarhúsið sem um ræðir. Mynd/Jón Víðir Hauksson Hjónin Brynhildur Barðardóttir og Jón Víðir Hauksson lentu í heldur óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum. Pólskir ógæfumenn brutust inn í sumarhús þeirra á Ströndum og höfðust þar við í þrjá daga áður en upp komst um veru þeirra þar. Segja má að dvöl Pólverjanna hafi uppgötvast fyrir tilviljun en svo vildi til að kunningi þeirra Brynhildar og Jóns Víðis átti leið framhjá sumarhúsinu og varð var við mannaferðir í sumarhúsinu. „Það var bóndi í sveitinni, fyrrverandi lögreglumaður, hann og sonur hans og einhver einn til voru á leið þarna framhjá og sáu hreyfingu við húsið. Samt var hliðið lokað með lás. Hann hringir í mig og spyr hvort að það sé einhver á okkar vegum í húsinu en svo var nú ekki,“ segir Jón Víðir í samtali við Vísi. Héldu þeir því að sumarhúsinu þar sem kom í ljós að mennirnir tveir höfðu gert sig heimakomna. Lögreglumaðurinn fyrrverandi „handtók“ mennina tvo áður en lögregla var kölluð til. Gestirnir óvelkomnu voru handteknir, þar sem kom í ljós að annar þeirra var á skilorði vegna fyrri brota.Gestunum til varnar reyndu þeir að safna saman í uppvaskið þó ekki hafi þeim auðnast að vaska upp eftir sig.Mynd/Jón Víðir HaukssonÓskemmtileg lykt og eiturlyfjaneysla Heimamenn höfðu tekið eftir ferðum Pólverjana dagana áður og segir Jón Víðir að miðað við það hafi þeir dvalið í sumarhúsinu í þrjá sólahringa. Spenntu þeir upp glugga til að komast inn í húsið auk þess sem þeir brutust inn í annað sumarhús skammt frá húsi Brynhildar og Jóns Víðis. Þar sem ekkert rafmagn er í sumarhúsi þeirra lögðu þeir kapal á milli húsanna til þess að komast í rafmagn. Jón Víðir hélt svo í bústaðinn á sunnudaginn til þess að kanna ástand hands eftir veru Pólverjanna. Fyrir utan gluggann sem var spenntur upp segir Jón Víðir að lítið sem ekkert hafi verið skemmt, en aðkoman var engu að síður ekki skemmtileg. „Já, frekar. Það var ógeðsleg lykt í húsinu og þeir búnir að liggja í rúmum og svona,“ segir Jón Víðir. „Svo var búið að stela öllu áfengi sem var þarna, þeir voru að reykja hass þarna og bara mikill sóðaskapur.“Sumarhúsaeigendur hugi að öryggi Við tók hreinsunarstarf en Jón Víðir segir að hann hafi hreinsað allt út úr húsinu, þrifið það hátt og lágt og meðal annars skipt um rúm sem hvort sem er stóð til að gera. Þrátt fyrir að tjónið sé ef til vill ekki mikið, fjárhagslega, segir Jón Víðir það óþægilega tilhugsun að vita að einhver hafi hreiðrað um sig í athvarfi fjölskyldunnar.„Þetta er rosalega óþægilegt. Þetta er svo mikil innrás inn í sitt „privacy“,“ segir Jón Víðir. Hvetur hann sumarhúsaeigendur til þess að huga að því að svona geti gerst og til þess að gera ráðstafanir til þess að reyna að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti hreiðrað um sig í sumarhúsum. Sjálfur stefnir hann á að koma upp öryggiskerfi.„Það er ljósleiðari að koma inn dalinn þannig að ég hugsa að við tökum ljósleiðara að húsunum og setjum upp kerfi,“ segir Jón Víðir og bætir við að lögregla hafi sagt honum að slíkur búnaður með myndavélum hafi fælingarmátt.Þá segir hann að einfaldar gluggakrækjur geti haft svipuð áhrif.„Síðan bara að ganga frá öllum gluggum, sérstaklega að vera með gluggakrækjur. Það hindar þá eitthvað, að það sé erfiðara að spenna þá upp.“ Lögreglumál Strandabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hjónin Brynhildur Barðardóttir og Jón Víðir Hauksson lentu í heldur óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum. Pólskir ógæfumenn brutust inn í sumarhús þeirra á Ströndum og höfðust þar við í þrjá daga áður en upp komst um veru þeirra þar. Segja má að dvöl Pólverjanna hafi uppgötvast fyrir tilviljun en svo vildi til að kunningi þeirra Brynhildar og Jóns Víðis átti leið framhjá sumarhúsinu og varð var við mannaferðir í sumarhúsinu. „Það var bóndi í sveitinni, fyrrverandi lögreglumaður, hann og sonur hans og einhver einn til voru á leið þarna framhjá og sáu hreyfingu við húsið. Samt var hliðið lokað með lás. Hann hringir í mig og spyr hvort að það sé einhver á okkar vegum í húsinu en svo var nú ekki,“ segir Jón Víðir í samtali við Vísi. Héldu þeir því að sumarhúsinu þar sem kom í ljós að mennirnir tveir höfðu gert sig heimakomna. Lögreglumaðurinn fyrrverandi „handtók“ mennina tvo áður en lögregla var kölluð til. Gestirnir óvelkomnu voru handteknir, þar sem kom í ljós að annar þeirra var á skilorði vegna fyrri brota.Gestunum til varnar reyndu þeir að safna saman í uppvaskið þó ekki hafi þeim auðnast að vaska upp eftir sig.Mynd/Jón Víðir HaukssonÓskemmtileg lykt og eiturlyfjaneysla Heimamenn höfðu tekið eftir ferðum Pólverjana dagana áður og segir Jón Víðir að miðað við það hafi þeir dvalið í sumarhúsinu í þrjá sólahringa. Spenntu þeir upp glugga til að komast inn í húsið auk þess sem þeir brutust inn í annað sumarhús skammt frá húsi Brynhildar og Jóns Víðis. Þar sem ekkert rafmagn er í sumarhúsi þeirra lögðu þeir kapal á milli húsanna til þess að komast í rafmagn. Jón Víðir hélt svo í bústaðinn á sunnudaginn til þess að kanna ástand hands eftir veru Pólverjanna. Fyrir utan gluggann sem var spenntur upp segir Jón Víðir að lítið sem ekkert hafi verið skemmt, en aðkoman var engu að síður ekki skemmtileg. „Já, frekar. Það var ógeðsleg lykt í húsinu og þeir búnir að liggja í rúmum og svona,“ segir Jón Víðir. „Svo var búið að stela öllu áfengi sem var þarna, þeir voru að reykja hass þarna og bara mikill sóðaskapur.“Sumarhúsaeigendur hugi að öryggi Við tók hreinsunarstarf en Jón Víðir segir að hann hafi hreinsað allt út úr húsinu, þrifið það hátt og lágt og meðal annars skipt um rúm sem hvort sem er stóð til að gera. Þrátt fyrir að tjónið sé ef til vill ekki mikið, fjárhagslega, segir Jón Víðir það óþægilega tilhugsun að vita að einhver hafi hreiðrað um sig í athvarfi fjölskyldunnar.„Þetta er rosalega óþægilegt. Þetta er svo mikil innrás inn í sitt „privacy“,“ segir Jón Víðir. Hvetur hann sumarhúsaeigendur til þess að huga að því að svona geti gerst og til þess að gera ráðstafanir til þess að reyna að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti hreiðrað um sig í sumarhúsum. Sjálfur stefnir hann á að koma upp öryggiskerfi.„Það er ljósleiðari að koma inn dalinn þannig að ég hugsa að við tökum ljósleiðara að húsunum og setjum upp kerfi,“ segir Jón Víðir og bætir við að lögregla hafi sagt honum að slíkur búnaður með myndavélum hafi fælingarmátt.Þá segir hann að einfaldar gluggakrækjur geti haft svipuð áhrif.„Síðan bara að ganga frá öllum gluggum, sérstaklega að vera með gluggakrækjur. Það hindar þá eitthvað, að það sé erfiðara að spenna þá upp.“
Lögreglumál Strandabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira