Íslendingar regluglaðastir OECD þjóða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. apríl 2019 19:30 Íslendingar búa við flóknasta eftirlitsregluverk allra OECD-þjóða. Verkefnastjóri hjá OECD segir íslensk stjórnvöld hafa tilhneigingu til þess að ofregluvæða og segir fyrirkomulagið íþyngjandi fyrir efnahagslífið. Úttekt efnahags- og framfararstofnunar Evrópu, eða OECD, á eftirlitsreglum aðildarþjóða var kynnt á fundi um eftirlitsmenningu á Íslandi í morgun. Þar kemur fram að Íslendingar búa við flóknasta regluverkið. „Á öllum þessum sviðum, hverju einasta þeirra, að þá er miklu meira af regluverki á Íslandi, en annars staðar í OECD. Þetta er það hagkerfi í OECD þar sem regluverkið er mest," segir Ania Thiemann, verkefnisstjóri samkeppnismats OECD. Hún segir að svo flókið regluverk geti hamlað hagvexti. „Við höfum áþreifanlegar sannanir sem sýna okkur að eftir því sem hagkerfi er bundið af fleiri reglum, þeim mun afkastaminna er það. Við vitum af reynslunni að ef maður dregur úr stjórnunarbyrðinni og ef maður losnar við þunga reglusetningu, þá eykst framleiðni og til langframa eykst hagvöxtur," segir Ania. Stjórnvöld þurfi betur að áhrifunum áður en nýjar reglur séu settar. „Það sem við sjáum á Íslandi er tilhneiging til að setja of margar reglur og setja of marga staðla sem eru kannski ekki nauðsynlegir," segir hún. Verkefnastjóri á samkeppnishæfnissviði Samtaka atvinnulífsins telur að auka mætti skilvirkni með samþættingu. „Við erum til dæmis að eiga við tíu heilbrigðisumdæmi á Íslandi og hvert og eitt þeirra er stjórnvald sem fylgir sínum eigin reglum," segir Heiðrún Björk Gísladóttir. „Við höfum allavega lagt til að það verði í rauninni bara eitt heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sem myndi þá jafnvel taka yfir fleiri stofnanir, eins og Fiskistofu, allt matvælaeftirlit og Vinnueftirlitið þess vegna," segir Heiðrún. Efnahagsmál Stjórnsýsla Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Íslendingar búa við flóknasta eftirlitsregluverk allra OECD-þjóða. Verkefnastjóri hjá OECD segir íslensk stjórnvöld hafa tilhneigingu til þess að ofregluvæða og segir fyrirkomulagið íþyngjandi fyrir efnahagslífið. Úttekt efnahags- og framfararstofnunar Evrópu, eða OECD, á eftirlitsreglum aðildarþjóða var kynnt á fundi um eftirlitsmenningu á Íslandi í morgun. Þar kemur fram að Íslendingar búa við flóknasta regluverkið. „Á öllum þessum sviðum, hverju einasta þeirra, að þá er miklu meira af regluverki á Íslandi, en annars staðar í OECD. Þetta er það hagkerfi í OECD þar sem regluverkið er mest," segir Ania Thiemann, verkefnisstjóri samkeppnismats OECD. Hún segir að svo flókið regluverk geti hamlað hagvexti. „Við höfum áþreifanlegar sannanir sem sýna okkur að eftir því sem hagkerfi er bundið af fleiri reglum, þeim mun afkastaminna er það. Við vitum af reynslunni að ef maður dregur úr stjórnunarbyrðinni og ef maður losnar við þunga reglusetningu, þá eykst framleiðni og til langframa eykst hagvöxtur," segir Ania. Stjórnvöld þurfi betur að áhrifunum áður en nýjar reglur séu settar. „Það sem við sjáum á Íslandi er tilhneiging til að setja of margar reglur og setja of marga staðla sem eru kannski ekki nauðsynlegir," segir hún. Verkefnastjóri á samkeppnishæfnissviði Samtaka atvinnulífsins telur að auka mætti skilvirkni með samþættingu. „Við erum til dæmis að eiga við tíu heilbrigðisumdæmi á Íslandi og hvert og eitt þeirra er stjórnvald sem fylgir sínum eigin reglum," segir Heiðrún Björk Gísladóttir. „Við höfum allavega lagt til að það verði í rauninni bara eitt heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sem myndi þá jafnvel taka yfir fleiri stofnanir, eins og Fiskistofu, allt matvælaeftirlit og Vinnueftirlitið þess vegna," segir Heiðrún.
Efnahagsmál Stjórnsýsla Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira