Macron heitir því að endurreisa Notre-Dame á fimm árum Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2019 20:28 Í sjónvarpsávarpi hvatti Macron þjóð sína til dáða í að endurreisa fallið þjóðartáknið Notre-Dame. Vísir/EPA Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því í dag að endurreisa Notre-Dame-dómkirkjuna í París á fimm árum. Franska þjóðin muni taka höndum saman um viðgerðirnar. Kirkjan sögufræga stórskemmdist í miklum eldsvoða í gær. Í sjónvarpsávarpi sagði Macron að nú væri ekki tíminn fyrir pólitík. Það væri upp á frönsku þjóðina komið að gera sér tækifæri úr hörmungunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við munum endurreisa Notre-Dame enn fegurri en áður og ég vil að því verði lokið á fimm árum, við getum gert það,“ sagði forsetinn. Kirkjuspíra Notre-Dame hrundi í eldsvoðanum og þakið gereyðilagðist. Hundruð slökkviliðsmanna tókst hins vegar að bjarga tveimur turnum kirkjunnar og fjölmörgum ómetanlegum listaverkum var forðað úr henni. Milljarðamæringar, fyrirtæki og sveitarstjórnir hafa þegar lofað því að styrkja endurbygginguna fjárhagslega. Notre-Dame hefur verið helsta kennileiti Parísarborgar í hundruð ára en hlutar hennar voru byggðir á 12. öld. Rannsókn stendur nú yfir á upptökum eldsins. Hún beinist meðal annars að umfangsmiklum endurbótum á kirkjunni sem stóðu yfir. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45 Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18 Eldurinn í Notre Dame kviknaði í „Skóginum“ Lögregla og slökkvilið munu vinna að því næstu tvo daga að meta skemmdir á Notre Dame-dómkirkjunni og tryggja öryggi í og við kirkjuna. 16. apríl 2019 17:13 Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því í dag að endurreisa Notre-Dame-dómkirkjuna í París á fimm árum. Franska þjóðin muni taka höndum saman um viðgerðirnar. Kirkjan sögufræga stórskemmdist í miklum eldsvoða í gær. Í sjónvarpsávarpi sagði Macron að nú væri ekki tíminn fyrir pólitík. Það væri upp á frönsku þjóðina komið að gera sér tækifæri úr hörmungunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við munum endurreisa Notre-Dame enn fegurri en áður og ég vil að því verði lokið á fimm árum, við getum gert það,“ sagði forsetinn. Kirkjuspíra Notre-Dame hrundi í eldsvoðanum og þakið gereyðilagðist. Hundruð slökkviliðsmanna tókst hins vegar að bjarga tveimur turnum kirkjunnar og fjölmörgum ómetanlegum listaverkum var forðað úr henni. Milljarðamæringar, fyrirtæki og sveitarstjórnir hafa þegar lofað því að styrkja endurbygginguna fjárhagslega. Notre-Dame hefur verið helsta kennileiti Parísarborgar í hundruð ára en hlutar hennar voru byggðir á 12. öld. Rannsókn stendur nú yfir á upptökum eldsins. Hún beinist meðal annars að umfangsmiklum endurbótum á kirkjunni sem stóðu yfir.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45 Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18 Eldurinn í Notre Dame kviknaði í „Skóginum“ Lögregla og slökkvilið munu vinna að því næstu tvo daga að meta skemmdir á Notre Dame-dómkirkjunni og tryggja öryggi í og við kirkjuna. 16. apríl 2019 17:13 Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45
Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18
Eldurinn í Notre Dame kviknaði í „Skóginum“ Lögregla og slökkvilið munu vinna að því næstu tvo daga að meta skemmdir á Notre Dame-dómkirkjunni og tryggja öryggi í og við kirkjuna. 16. apríl 2019 17:13
Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38