Endurskoða þarf regluverk um lífeyrissparnað Ólafur Páll Gunnarsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Fyrir réttum tuttugu árum var lagður grunnur að nýju formi lífeyrissparnaðar hér á landi sem ýmist hefur verið nefnt séreignarsparnaður eða viðbótarlífeyrissparnaður. Ráðstafa má iðgjaldi til lífeyrissparnaðarins ýmist með samningi um fjárvörslu við lífeyrissjóði eða banka (hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnaður) eða með kaupum á lífeyristryggingu hjá tryggingafélagi. Umboðsaðilar tveggja erlendra tryggingafélaga, sem bjóða upp á lífeyristryggingar, starfa hér á landi (Allianz og Bayern). Við markaðssetningu og kynningu á viðbótarlífeyrissparnaði virðist oft lítill greinarmunur gerður á hefðbundnum viðbótarlífeyrissparnaði og lífeyristryggingum. Þegar betur er að gáð eiga þessi tvö sparnaðarform hins vegar fátt sameiginlegt. Þá virðast fjölmargir neytendur ekki nægjanlega upplýstir um eðli lífeyristrygginga og þær skuldbindingar sem samningar um þær fela í sér. Það má ef til vill rekja til ófullnægjandi reglna sem söluaðilar lífeyristrygginga starfa eftir. Hér á eftir er fjallað um nokkur atriði sem skilja þessi sparnaðarform að.Mjög misjafnt eftirlit Íslenskir lífeyrissjóðir og bankar lúta virku eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Virkt eftirlit tekur til hæfismats stjórnar og stjórnenda, skila ársreikninga, reglulegrar skýrslugjafar, meðal annars um iðgjöld og fjárfestingar, skila á fjárfestingar- og áhættustefnum, starfa áhættustjóra, innra eftirlits og stjórnarhátta, svo eitthvað sé nefnt. Starfsemi söluumboða erlendra lífeyristrygginga fellur ekki undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins hér á landi, heldur lýtur hún eftirliti fjármálaeftirlits heimaríkis, þ.e. þess ríkis þar sem viðkomandi fyrirtæki er skráð. Vísbendingar eru um að mun minna eftirlit sé með daglegri starfsemi söluumboðanna hér á landi, svo sem varðandi stjórnarhætti, markaðssetningu, upplýsingagjöf og útreikning og framsetningu á ávöxtun lífeyristrygginga. Margt bendir til þess að fjarlægð eftirlitsaðilans og takmarkað regluverk um starfsemi söluumboðanna grafi undan neytendavernd á íslenskum markaði með lífeyrissparnað og að eftirlitið sé í raun í skötulíki.Bjóða upp á sparnað í erlendri mynt Sölumenn erlendra lífeyristrygginga hafa náð töluverðum árangri við sölu lífeyristrygginga á liðnum árum. Að hluta til má rekja árangurinn til þess að margir kjósa að leggja lífeyrissparnað í erlenda sjóði, meðal annars í þeim tilgangi að dreifa áhættu. Eftir afnám fjármagnshafta geta íslenskir lífeyrissjóðir og bankar hins vegar einnig boðið upp á ávöxtunarleiðir sem eru að hluta eða öllu leyti í erlendum gjaldeyri.Tryggja þarf rétt neytenda Yfir 100 þúsund einstaklingar hér á landi eiga lífeyrissparnað (hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnað og lífeyristryggingar). Bein eign í þessum sparnaði nemur yfir 500 milljörðum króna. Til samanburðar þá eiga um 20 þúsund einstaklingar skráð verðbréf í kauphöll fyrir um 100 milljarða króna. Á síðustu árum hafa stór skref verið stigin við innleiðingu nýs regluverks á sviði verðbréfaviðskipta (MiFID I og II) með það að markmiði að tryggja réttindi verðbréfaeigenda. Ekkert sambærilegt samræmt regluverk nær yfir lífeyrissparnað sem boðið er upp á hér á landi. Til að tryggja rétt neytenda þarf að endurskoða regluverk um lífeyrissparnað og sjá til þess að öll sparnaðarform sem kynnt eru undir merkjum viðbótarlífeyrissparnaðar lúti sömu reglum og sambærilegu eftirliti.Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenskalífeyrissjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir réttum tuttugu árum var lagður grunnur að nýju formi lífeyrissparnaðar hér á landi sem ýmist hefur verið nefnt séreignarsparnaður eða viðbótarlífeyrissparnaður. Ráðstafa má iðgjaldi til lífeyrissparnaðarins ýmist með samningi um fjárvörslu við lífeyrissjóði eða banka (hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnaður) eða með kaupum á lífeyristryggingu hjá tryggingafélagi. Umboðsaðilar tveggja erlendra tryggingafélaga, sem bjóða upp á lífeyristryggingar, starfa hér á landi (Allianz og Bayern). Við markaðssetningu og kynningu á viðbótarlífeyrissparnaði virðist oft lítill greinarmunur gerður á hefðbundnum viðbótarlífeyrissparnaði og lífeyristryggingum. Þegar betur er að gáð eiga þessi tvö sparnaðarform hins vegar fátt sameiginlegt. Þá virðast fjölmargir neytendur ekki nægjanlega upplýstir um eðli lífeyristrygginga og þær skuldbindingar sem samningar um þær fela í sér. Það má ef til vill rekja til ófullnægjandi reglna sem söluaðilar lífeyristrygginga starfa eftir. Hér á eftir er fjallað um nokkur atriði sem skilja þessi sparnaðarform að.Mjög misjafnt eftirlit Íslenskir lífeyrissjóðir og bankar lúta virku eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Virkt eftirlit tekur til hæfismats stjórnar og stjórnenda, skila ársreikninga, reglulegrar skýrslugjafar, meðal annars um iðgjöld og fjárfestingar, skila á fjárfestingar- og áhættustefnum, starfa áhættustjóra, innra eftirlits og stjórnarhátta, svo eitthvað sé nefnt. Starfsemi söluumboða erlendra lífeyristrygginga fellur ekki undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins hér á landi, heldur lýtur hún eftirliti fjármálaeftirlits heimaríkis, þ.e. þess ríkis þar sem viðkomandi fyrirtæki er skráð. Vísbendingar eru um að mun minna eftirlit sé með daglegri starfsemi söluumboðanna hér á landi, svo sem varðandi stjórnarhætti, markaðssetningu, upplýsingagjöf og útreikning og framsetningu á ávöxtun lífeyristrygginga. Margt bendir til þess að fjarlægð eftirlitsaðilans og takmarkað regluverk um starfsemi söluumboðanna grafi undan neytendavernd á íslenskum markaði með lífeyrissparnað og að eftirlitið sé í raun í skötulíki.Bjóða upp á sparnað í erlendri mynt Sölumenn erlendra lífeyristrygginga hafa náð töluverðum árangri við sölu lífeyristrygginga á liðnum árum. Að hluta til má rekja árangurinn til þess að margir kjósa að leggja lífeyrissparnað í erlenda sjóði, meðal annars í þeim tilgangi að dreifa áhættu. Eftir afnám fjármagnshafta geta íslenskir lífeyrissjóðir og bankar hins vegar einnig boðið upp á ávöxtunarleiðir sem eru að hluta eða öllu leyti í erlendum gjaldeyri.Tryggja þarf rétt neytenda Yfir 100 þúsund einstaklingar hér á landi eiga lífeyrissparnað (hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnað og lífeyristryggingar). Bein eign í þessum sparnaði nemur yfir 500 milljörðum króna. Til samanburðar þá eiga um 20 þúsund einstaklingar skráð verðbréf í kauphöll fyrir um 100 milljarða króna. Á síðustu árum hafa stór skref verið stigin við innleiðingu nýs regluverks á sviði verðbréfaviðskipta (MiFID I og II) með það að markmiði að tryggja réttindi verðbréfaeigenda. Ekkert sambærilegt samræmt regluverk nær yfir lífeyrissparnað sem boðið er upp á hér á landi. Til að tryggja rétt neytenda þarf að endurskoða regluverk um lífeyrissparnað og sjá til þess að öll sparnaðarform sem kynnt eru undir merkjum viðbótarlífeyrissparnaðar lúti sömu reglum og sambærilegu eftirliti.Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenskalífeyrissjóðsins.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun