Solskjær þarf að sýna að miskunnarleysi býr á bak við barnsandlitið Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. apríl 2019 09:00 Það er ekki alveg jafn gaman hjá Ole Gunnar þessa dagana. vísir/getty Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni en liðið tapaði afar sannfærandi, 3-0, fyrir Barcelona á Nývangi í gærkvöldi og tapaði einvíginu samanlagt, 4-0. Eftir endurkomuna ótrúlegu gegn PSG átti United ekki séns í frábært lið Barcelona. Ole Gunnar Solskjær hefur náð mögnuðum árangri með United-liðið síðan að hann tók við en tekið hefur að halla undan fæti síðustu vikurnar og er liðið mögulega að sýna sitt rétta sjálf. Það vill Phil McNulty, helsti fótboltablaðamaður BBC, allvega meina en hann lætur Manchester United heyra það í umfjöllun sinni um leikinn í Katalóníu í gærkvöldi. „Það sem að gerðist í París var kraftaverk en kraftaverk gerast ekki oft. Fótboltafræðin voru löguð í gær og þau sýndu að þetta United-lið á ekki heima í sama félagsskap og Barcelona,“ skrifar McNulty.„Þetta er afrakstur margra slæmra ára hjá United en nú er það undir Ole Gunnar Solskjær að laga hlutina. Ole er vissulega við stýrið eins og menn syngja en vegurinn fram undan gæti verið grýttur.“ „Launmorðinginn með barnsandlitið þarf nú að sýna að miskunnarleysi býr á bak við brosið því þetta lið er ekki nógu gott til að berjast um titla,“ segir Phil McNulty. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að fjórir af öftustu fimm hjá United í gær voru í liðinu þegar að United tapaði fyrir Basel í desember árið 2011 eða fyrir átta árum síðan. Það tap kom í veg fyrir að United komst í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Nú þurfa Solskjær og stjórnarformaðurinn Ed Woodward að endurbyggja liðið. Woodward þarf að sanna að hann ráði við fótboltahluta félagsins,“ segir Phil McNulty. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30 Segir Dembele mun betri leikmann en Neymar Forseti Barcelona er hrifinn af Dem 17. apríl 2019 07:00 Sjáðu hörmuleg mistök De Gea, magnaða takta Messi og dramatíkina í Tórínó Öll mörkin úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér. 16. apríl 2019 21:51 Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið Solskjær ræðir stórleik kvöldsins. 16. apríl 2019 06:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni en liðið tapaði afar sannfærandi, 3-0, fyrir Barcelona á Nývangi í gærkvöldi og tapaði einvíginu samanlagt, 4-0. Eftir endurkomuna ótrúlegu gegn PSG átti United ekki séns í frábært lið Barcelona. Ole Gunnar Solskjær hefur náð mögnuðum árangri með United-liðið síðan að hann tók við en tekið hefur að halla undan fæti síðustu vikurnar og er liðið mögulega að sýna sitt rétta sjálf. Það vill Phil McNulty, helsti fótboltablaðamaður BBC, allvega meina en hann lætur Manchester United heyra það í umfjöllun sinni um leikinn í Katalóníu í gærkvöldi. „Það sem að gerðist í París var kraftaverk en kraftaverk gerast ekki oft. Fótboltafræðin voru löguð í gær og þau sýndu að þetta United-lið á ekki heima í sama félagsskap og Barcelona,“ skrifar McNulty.„Þetta er afrakstur margra slæmra ára hjá United en nú er það undir Ole Gunnar Solskjær að laga hlutina. Ole er vissulega við stýrið eins og menn syngja en vegurinn fram undan gæti verið grýttur.“ „Launmorðinginn með barnsandlitið þarf nú að sýna að miskunnarleysi býr á bak við brosið því þetta lið er ekki nógu gott til að berjast um titla,“ segir Phil McNulty. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að fjórir af öftustu fimm hjá United í gær voru í liðinu þegar að United tapaði fyrir Basel í desember árið 2011 eða fyrir átta árum síðan. Það tap kom í veg fyrir að United komst í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Nú þurfa Solskjær og stjórnarformaðurinn Ed Woodward að endurbyggja liðið. Woodward þarf að sanna að hann ráði við fótboltahluta félagsins,“ segir Phil McNulty.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30 Segir Dembele mun betri leikmann en Neymar Forseti Barcelona er hrifinn af Dem 17. apríl 2019 07:00 Sjáðu hörmuleg mistök De Gea, magnaða takta Messi og dramatíkina í Tórínó Öll mörkin úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér. 16. apríl 2019 21:51 Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið Solskjær ræðir stórleik kvöldsins. 16. apríl 2019 06:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30
Sjáðu hörmuleg mistök De Gea, magnaða takta Messi og dramatíkina í Tórínó Öll mörkin úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér. 16. apríl 2019 21:51
Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið Solskjær ræðir stórleik kvöldsins. 16. apríl 2019 06:00