Taka frá rými fyrir Gucci, Louis Vuitton og Prada á Hafnartorgi Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 10:14 Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Eigandi verslunarrýmisins við Hafnartorg hefur tekið frá pláss fyrir tískumerkin Gucci, Louis Vuitton og Prada í húsnæðinu. Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Helga S. Gunnarsson, forstjóra fasteignafélagsins Regins, í morgun. Reginn keypti verslunarrýmið árið 2014 og þegar hefur fjöldi verslana hafið þar starfsemi, þar á meðal H&M og H&M Home. Verslunarkeðjan COS er einnig á leiðinni auk þess sem GK Reykjavík mun opna verslun í rýminu. Þá hefur náðst samkomulag við tískurisana Gucci, Louis Vuitton og Prada um að opna verslanir við Hafnartorg. Helgi segir í samtali við Fréttablaðið að náðst hafi samkomulag um staðsetningu, verð og umfang en aðeins eigi eftir að skrifa undir samninga. „Við höfum átt í viðræðum við merkin í tvö ár og fulltrúar þeirra hafa heimsótt okkur þrisvar. Merkin vildu spyrða sig saman í þessum samningum,“ sagði Helgi í samtali við Fréttablaðið. „Við getum tekið á móti þeim með skömmum fyrirvara.“ Helgi sagði að dýru merkin horfðu sérstaklega til kínverskra ferðamanna, sem væru almennt með mikinn kaupmátt. Fulltrúar þessara merkja vildu jafnframt fá greiningu á þróun þeirra í ferðamannastraumnum. Gucci, Prada og Louis Vuitton eru þrjú af stærstu tískuvörumerkjum í heimi. Þau tvö fyrrnefndu eru ítölsk en hið síðastnefnda franskt. Fyrirtækin velta milljörðum á ári hverju og reka hundruð verslana víðsvegar um heiminn. Verslanirnar við Hafnartorg yrðu þær fyrstu á vegum merkjanna á Íslandi. Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Keyptu meira en tíu lúxusíbúðir ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. 27. febrúar 2019 07:00 Ekkert okur hjá H&M Lítill munur er á vöruverði H&M hér og í nágrannalöndum. Ísland ekki einu sinni dýrast samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Verð virðast samkeppnishæf. 18. október 2018 06:00 Öflugan verslunarkjarna vantaði í miðbæinn Hafnartorgið hefur verið í undirbúningi frá árinu 1998. Verslanir eru valdar inn til að skapa skemmtilega heild sem laðar fólk að. 80 prósent af rýmunum hafa verið leigð út. 17. apríl 2019 07:30 Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Sjá meira
Eigandi verslunarrýmisins við Hafnartorg hefur tekið frá pláss fyrir tískumerkin Gucci, Louis Vuitton og Prada í húsnæðinu. Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Helga S. Gunnarsson, forstjóra fasteignafélagsins Regins, í morgun. Reginn keypti verslunarrýmið árið 2014 og þegar hefur fjöldi verslana hafið þar starfsemi, þar á meðal H&M og H&M Home. Verslunarkeðjan COS er einnig á leiðinni auk þess sem GK Reykjavík mun opna verslun í rýminu. Þá hefur náðst samkomulag við tískurisana Gucci, Louis Vuitton og Prada um að opna verslanir við Hafnartorg. Helgi segir í samtali við Fréttablaðið að náðst hafi samkomulag um staðsetningu, verð og umfang en aðeins eigi eftir að skrifa undir samninga. „Við höfum átt í viðræðum við merkin í tvö ár og fulltrúar þeirra hafa heimsótt okkur þrisvar. Merkin vildu spyrða sig saman í þessum samningum,“ sagði Helgi í samtali við Fréttablaðið. „Við getum tekið á móti þeim með skömmum fyrirvara.“ Helgi sagði að dýru merkin horfðu sérstaklega til kínverskra ferðamanna, sem væru almennt með mikinn kaupmátt. Fulltrúar þessara merkja vildu jafnframt fá greiningu á þróun þeirra í ferðamannastraumnum. Gucci, Prada og Louis Vuitton eru þrjú af stærstu tískuvörumerkjum í heimi. Þau tvö fyrrnefndu eru ítölsk en hið síðastnefnda franskt. Fyrirtækin velta milljörðum á ári hverju og reka hundruð verslana víðsvegar um heiminn. Verslanirnar við Hafnartorg yrðu þær fyrstu á vegum merkjanna á Íslandi.
Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Keyptu meira en tíu lúxusíbúðir ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. 27. febrúar 2019 07:00 Ekkert okur hjá H&M Lítill munur er á vöruverði H&M hér og í nágrannalöndum. Ísland ekki einu sinni dýrast samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Verð virðast samkeppnishæf. 18. október 2018 06:00 Öflugan verslunarkjarna vantaði í miðbæinn Hafnartorgið hefur verið í undirbúningi frá árinu 1998. Verslanir eru valdar inn til að skapa skemmtilega heild sem laðar fólk að. 80 prósent af rýmunum hafa verið leigð út. 17. apríl 2019 07:30 Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Sjá meira
Keyptu meira en tíu lúxusíbúðir ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. 27. febrúar 2019 07:00
Ekkert okur hjá H&M Lítill munur er á vöruverði H&M hér og í nágrannalöndum. Ísland ekki einu sinni dýrast samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Verð virðast samkeppnishæf. 18. október 2018 06:00
Öflugan verslunarkjarna vantaði í miðbæinn Hafnartorgið hefur verið í undirbúningi frá árinu 1998. Verslanir eru valdar inn til að skapa skemmtilega heild sem laðar fólk að. 80 prósent af rýmunum hafa verið leigð út. 17. apríl 2019 07:30