Lögregla að drukkna í málum erlendra manna með fölsuð skilríki Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 11:33 Maðurinn var vistaður í fangageymslu eftir að hann var handtekinn um hádegisbil í gær. Vísir/hanna Mál karlmanns á þrítugsaldri sem handtekinn var í banka í miðborginni í gær með fölsuð skilríki frá Rúmeníu er til rannsóknar hjá lögreglu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu að drukkna í slíkum málum ríkisborgara landa utan EES-sambandsins, sem framvísa fölsuðum skilríkum til þess að fá atvinnuleyfi hér á landi. Greint var frá því í gær að starfsfólk banka í miðbænum hefði óskað eftir aðstoð lögreglu um hádegisbil vegna erlends karlmanns sem framvísaði fölsuðu vegabréfi. Maðurinn reyndist eftirlýstur eftir að hafa látið sig hverfa þegar átti að fylgja honum úr landi í fyrra. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.Með falsað skilríki frá Rúmeníu Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn sé þriðja ríkisborgari, þ.e. ríkisborgari lands utan Evrópska efnahagssvæðisins, EES. Ekki sé vitað nákvæmlega hvaðan hann sé, en þó líklega frá Georgíu. „Hann er með falsað skírteini og er að reyna að fá kennitölu hérna sem EES-borgari,“ segir Jóhann Karl. Falsaða skilríkið hafi reynst rúmenskt, en Rúmenía er aðildarríki EES-samningsins. Manninum, sem er á þrítugsaldri, var vísað úr landi á sínum tíma vegna þess að hann hafði dvalið hér of lengi. Hann fór hins vegar aldrei úr landi heldur dvaldi hér áfram. Jóhann Karl segir að yfirheyrslur yfir manninum standi yfir. Verið sé að skoða hvað hann hefur fengist við á Íslandi síðan hann kom til landsins í fyrra og þá hvort farið verði með hann úr landi á næstunni.Ríkisborgarar ríkja utan EES-svæðisins þurfa að útvega atvinnuleyfi fyrir komuna til landsins og er það atvinnurekandinn sem sækir um leyfið. Útlendingastofnun kemur umsókninni áfram til Vinnumálastofnunar.Vísir/VilhelmLeita að betra lífi en lögin banna það Ríkisborgarar landa utan EES-sambandsins mega koma til Íslands sem ferðamenn en mega ekki dvelja lengur en þrjá mánuði í senn hér á landi. Þá mega þeir ekki vinna nema þeir fái atvinnuleyfi frá Útlendingastofnun, sem kemur leyfinu áfram til Vinnumálastofnunar, en það þarf að sækja um fyrir komuna til landsins. „Trendið er núna að þeir sem eru þriðja ríkisborgarar, þeir kaupa sér fölsuð skilríki og koma hérna sem ferðamenn. Fara svo í bankann og bankinn sér um að sækja um kennitölu fyrir þá. Þegar þeir fá kennitölu geta þeir farið að vinna og fá bankareikning,“ segir Jóhann Karl. „Þetta eru menn sem eru kannski að fá eina evru á tímann í laun heima hjá sér. En þegar þeir koma hingað þá eru lágmarkslaun kannski 13 evrur. Og þeir eru að reyna að finna sér betra líf. En samkvæmt lögunum þá mega þeir ekki vera hérna.“ „Þetta er bara endalaust“ Jóhann Karl segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sinna fjölmörgum málum af þessum meiði. Þeim hafi fjölgað gríðarlega eftir að Albaníu, Georgíu, Kósóvó, Makedóníu, Serbíu, Svartfjallalandi og stærstum hluta Úkraínu var bætt á lista yfir örugg upprunaríki. Þannig hafi hælisleitendur frá þessum löndum ekki fengið hæli hér á landi. Málin krefjist jafnframt mikillar og tímafrekrar vinnu af hálfu lögreglu. „Við þurfum að skoða skilríkin, þurfum að bera þau saman við ófölsuð skilríki, við þurfum að gera skýrslu um það, við þurfum að yfirheyra manninn, við þurfum að fá að vita hvað hann hefur verið að gera, á hverju hann lifir, hvar hann er búinn að búa og reyna að finna út hvað hann er búinn að vera lengi. Þetta er alveg heljarinnar vinna í einu svona máli,“ segir Jóhann Karl. „Við erum í rauninni nánast að drukkna í svona málum. Það komu tvö í gær og þrjú um helgina og þetta er bara endalaust.“ Innflytjendamál Lögreglumál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eftirlýstur maður framvísaði fölsuðu vegabréfi í banka Alls var 51 mál var bókað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli klukkan 11 og 17. 16. apríl 2019 22:24 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Erlent Fleiri fréttir Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Sjá meira
Mál karlmanns á þrítugsaldri sem handtekinn var í banka í miðborginni í gær með fölsuð skilríki frá Rúmeníu er til rannsóknar hjá lögreglu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu að drukkna í slíkum málum ríkisborgara landa utan EES-sambandsins, sem framvísa fölsuðum skilríkum til þess að fá atvinnuleyfi hér á landi. Greint var frá því í gær að starfsfólk banka í miðbænum hefði óskað eftir aðstoð lögreglu um hádegisbil vegna erlends karlmanns sem framvísaði fölsuðu vegabréfi. Maðurinn reyndist eftirlýstur eftir að hafa látið sig hverfa þegar átti að fylgja honum úr landi í fyrra. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.Með falsað skilríki frá Rúmeníu Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn sé þriðja ríkisborgari, þ.e. ríkisborgari lands utan Evrópska efnahagssvæðisins, EES. Ekki sé vitað nákvæmlega hvaðan hann sé, en þó líklega frá Georgíu. „Hann er með falsað skírteini og er að reyna að fá kennitölu hérna sem EES-borgari,“ segir Jóhann Karl. Falsaða skilríkið hafi reynst rúmenskt, en Rúmenía er aðildarríki EES-samningsins. Manninum, sem er á þrítugsaldri, var vísað úr landi á sínum tíma vegna þess að hann hafði dvalið hér of lengi. Hann fór hins vegar aldrei úr landi heldur dvaldi hér áfram. Jóhann Karl segir að yfirheyrslur yfir manninum standi yfir. Verið sé að skoða hvað hann hefur fengist við á Íslandi síðan hann kom til landsins í fyrra og þá hvort farið verði með hann úr landi á næstunni.Ríkisborgarar ríkja utan EES-svæðisins þurfa að útvega atvinnuleyfi fyrir komuna til landsins og er það atvinnurekandinn sem sækir um leyfið. Útlendingastofnun kemur umsókninni áfram til Vinnumálastofnunar.Vísir/VilhelmLeita að betra lífi en lögin banna það Ríkisborgarar landa utan EES-sambandsins mega koma til Íslands sem ferðamenn en mega ekki dvelja lengur en þrjá mánuði í senn hér á landi. Þá mega þeir ekki vinna nema þeir fái atvinnuleyfi frá Útlendingastofnun, sem kemur leyfinu áfram til Vinnumálastofnunar, en það þarf að sækja um fyrir komuna til landsins. „Trendið er núna að þeir sem eru þriðja ríkisborgarar, þeir kaupa sér fölsuð skilríki og koma hérna sem ferðamenn. Fara svo í bankann og bankinn sér um að sækja um kennitölu fyrir þá. Þegar þeir fá kennitölu geta þeir farið að vinna og fá bankareikning,“ segir Jóhann Karl. „Þetta eru menn sem eru kannski að fá eina evru á tímann í laun heima hjá sér. En þegar þeir koma hingað þá eru lágmarkslaun kannski 13 evrur. Og þeir eru að reyna að finna sér betra líf. En samkvæmt lögunum þá mega þeir ekki vera hérna.“ „Þetta er bara endalaust“ Jóhann Karl segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sinna fjölmörgum málum af þessum meiði. Þeim hafi fjölgað gríðarlega eftir að Albaníu, Georgíu, Kósóvó, Makedóníu, Serbíu, Svartfjallalandi og stærstum hluta Úkraínu var bætt á lista yfir örugg upprunaríki. Þannig hafi hælisleitendur frá þessum löndum ekki fengið hæli hér á landi. Málin krefjist jafnframt mikillar og tímafrekrar vinnu af hálfu lögreglu. „Við þurfum að skoða skilríkin, þurfum að bera þau saman við ófölsuð skilríki, við þurfum að gera skýrslu um það, við þurfum að yfirheyra manninn, við þurfum að fá að vita hvað hann hefur verið að gera, á hverju hann lifir, hvar hann er búinn að búa og reyna að finna út hvað hann er búinn að vera lengi. Þetta er alveg heljarinnar vinna í einu svona máli,“ segir Jóhann Karl. „Við erum í rauninni nánast að drukkna í svona málum. Það komu tvö í gær og þrjú um helgina og þetta er bara endalaust.“
Innflytjendamál Lögreglumál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eftirlýstur maður framvísaði fölsuðu vegabréfi í banka Alls var 51 mál var bókað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli klukkan 11 og 17. 16. apríl 2019 22:24 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Erlent Fleiri fréttir Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Sjá meira
Eftirlýstur maður framvísaði fölsuðu vegabréfi í banka Alls var 51 mál var bókað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli klukkan 11 og 17. 16. apríl 2019 22:24