Gjörgæslan gæti tekið mun fleiri Ari Brynjólfsson og Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. apríl 2019 08:00 Greint var frá því í gær að á mánudaginn hefði aðgerð á sjö mánaða stúlku verið frestað og var foreldrum stúlkunnar tjáð að ástæðan væri plássleysi á gjörgæsludeild. Fréttablaðið/Vilhelm Skortur á starfsfólki er ástæða fyrir plássleysi gjörgæsludeildar Landspítalans, segir deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Fresta þurfti tíu aðgerðum á spítalanum fyrstu þrjá mánuði ársins vegna plássleysisins. Greint var frá því í gær að á mánudaginn hefði aðgerð á sjö mánaða stúlku verið frestað og var foreldrum stúlkunnar tjáð að ástæðan væri plássleysi á gjörgæsludeild. Aðgerðinni var frestað til loka mánaðarins og hvatti starfsfólk foreldrana til að skrifa heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. Faðir stúlkunnar, Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, sagði við Fréttablaðið að ekki væri við starfsfólk Landspítalans að sakast: „En að þurfa að fresta þessu [aðgerðinni] aftur vegna plássleysis á spítalanum, þetta er orðið mjög erfitt.“ „Málið snýst ekki um pláss í sjálfu sér, það eru rúm til staðar, þetta snýst um mönnun. Ég myndi telja að við gætum auðveldlega tekið níu sjúklinga til viðbótar á gjörgæsluna en við erum bara með opið fyrir sjö vegna mönnunar,“ segir Árni Már Haraldsson, deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Er þá aðallega um að ræða skort á hjúkrunarfræðingum. „Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að það er ekki hægt að gera fleiri aðgerðir.“ Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur víðtæk áhrif á starfsemi Landspítala. Þó svo að fresta hafi þurft aðgerðum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum á gjörgæslu, þá er birtingarmynd þessa vanda alvarlegust á bráðamóttöku. „Viðunandi mönnun hjúkrunarfræðinga er grundvallarforsenda þess að Landspítali geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu,“ ítrekaði hjúkrunarráð Landspítala á dögunum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Undirbúa Sóllilju fyrir aðgerð í þriðja skiptið Sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð á Landspítalanum vegna plássleysis á gjörgæsludeild. Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir stúlkunnar, segir ömurlegt að þurfa að undirbúa dóttur sína undir aðgerð í þriðja skiptið. 17. apríl 2019 06:45 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Skortur á starfsfólki er ástæða fyrir plássleysi gjörgæsludeildar Landspítalans, segir deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Fresta þurfti tíu aðgerðum á spítalanum fyrstu þrjá mánuði ársins vegna plássleysisins. Greint var frá því í gær að á mánudaginn hefði aðgerð á sjö mánaða stúlku verið frestað og var foreldrum stúlkunnar tjáð að ástæðan væri plássleysi á gjörgæsludeild. Aðgerðinni var frestað til loka mánaðarins og hvatti starfsfólk foreldrana til að skrifa heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. Faðir stúlkunnar, Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, sagði við Fréttablaðið að ekki væri við starfsfólk Landspítalans að sakast: „En að þurfa að fresta þessu [aðgerðinni] aftur vegna plássleysis á spítalanum, þetta er orðið mjög erfitt.“ „Málið snýst ekki um pláss í sjálfu sér, það eru rúm til staðar, þetta snýst um mönnun. Ég myndi telja að við gætum auðveldlega tekið níu sjúklinga til viðbótar á gjörgæsluna en við erum bara með opið fyrir sjö vegna mönnunar,“ segir Árni Már Haraldsson, deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Er þá aðallega um að ræða skort á hjúkrunarfræðingum. „Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að það er ekki hægt að gera fleiri aðgerðir.“ Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur víðtæk áhrif á starfsemi Landspítala. Þó svo að fresta hafi þurft aðgerðum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum á gjörgæslu, þá er birtingarmynd þessa vanda alvarlegust á bráðamóttöku. „Viðunandi mönnun hjúkrunarfræðinga er grundvallarforsenda þess að Landspítali geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu,“ ítrekaði hjúkrunarráð Landspítala á dögunum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Undirbúa Sóllilju fyrir aðgerð í þriðja skiptið Sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð á Landspítalanum vegna plássleysis á gjörgæsludeild. Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir stúlkunnar, segir ömurlegt að þurfa að undirbúa dóttur sína undir aðgerð í þriðja skiptið. 17. apríl 2019 06:45 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Undirbúa Sóllilju fyrir aðgerð í þriðja skiptið Sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð á Landspítalanum vegna plássleysis á gjörgæsludeild. Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir stúlkunnar, segir ömurlegt að þurfa að undirbúa dóttur sína undir aðgerð í þriðja skiptið. 17. apríl 2019 06:45