Hvar er opið um páskana? Gígja Hilmarsdóttir skrifar 18. apríl 2019 11:12 Helstu matvöruverslanir landsins eru opnar í dag. fréttablaðið/valli Opnunartímar verslana og þjónustu breytast yfir páskahátíðina en þó er hægt að verða sér út um helstu nauðsynjar á frídögum þessa helgina. Sundlaugar og skíðasvæði eru opin víða í dag. Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum í dag og um helgina. Verslanamiðstöðvarnar Kringlan og Smáralind eru opnar milli klukkan 13 og 18 í dag. Glerártorg opnar líka klukkan 13 í dag en lokað verður þar klukkan 17. Lokað verður á morgun föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum í verslanamiðstöðvum landsins. Matvöruverslanir eru flestar opnar í dag en opið er í öllum verslunum Bónus í dag frá 10 til 19, lokað verður á föstudaginn langa og páskadag en opið verður milli klukkan 11 og 18 annan í páskum.Krónan er með opið öllum verslunum sínum í dag. Á morgun, föstudaginn langa og á páskadag verður opið í Árbæ, Jafnarseli, Hamraborg, Hvaleyrarbraut, Nóatúni, Skeifunni og í Vík. Verslanir Hagkaups eru opnar í dag en lokað verður á föstudaginn langa og á páskadag. Þá verður opið annan í páskum í Hagkaup Skeifunni, Garðabæ, Eiðistorgi, Spöng og Akureyri. Nettó er með opið í öllum sínum verslunum í dag. Á morgun, föstudaginn langa verður opið í Hrísalundi Akureyri og Hveragerði milli 10 og 21, Nettó Ísafirði opnar einnig klukkan 10 á föstudaginn langa og lokað verður klukkan 19. Hefðbundinn opnunartími milli klukkan 10 og 20 verður í Melabúðinni í dag, föstudaginn langa og annan í páskum en lokað verður á páskadag. Fjarðarkaup er opið á milli 10 og 18 í dag og lokað verður á morgun, á páskadag og annan í páskum.Vínbúðin er lokuð í dag og á morgun en opnar á laugardag. Lokað verður í Vínbúðinni á páskadag og annan í páskum.Apótekarinn Austurveri er opinn alla páskana milli klukkan 9 og 24 og apótek Lyfju verða opin í Lágmúla, Smáralind, Smáratorgi, Granda og Reykjanesbæ í dag. Opið verður í Lyfju Lágmúla og Smáratorgi á föstudaginn langa og páskadag. Heilsugæslustöðvar eru lokaðar í dag og fram yfir annan í páskum. Læknavaktin verður opin milli 9 og 23:30. Akstur Strætó verður samkvæmt sunnudagsáætlun í dag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Ekið verður samkvæmt hefðbundinni áætlun á laugardag.Skíðað á Norðurlandi og Austurlandi Þrátt fyrir endanlega lokun skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins þennan veturinn geta skíðamenn sem eru staddir fyrir norðan rennt sér í brekkum Hlíðarfjalls, Dalvíkur og Siglufjarðar. Þeir sem eru staddir á Austurlandi geta skíðað í Stafdal og í Oddskarði. Sundlaugar opnar víðast hvar á landinu Sundlaugar höfuðborgarsvæðisins eru víða opnar milli 9 og 18 í dag og annan í páskum. Á föstudaginn langa og páskadag verður opið milli 10 og 18. Eins verður opið milli 10 og 18 í Sundhöll Ísafjarðar í dag og á morgun, opið mill 10 og 15 á páskadag og annan í páskum í sundhöllinni þar í bæ. Sundlaug Akureyrar verður opin í dag frá 9 til 19 yfir páskana en lokað verður klukkan 18:30 annan í páskum. Sundlaugin á Egilsstöðum er opin milli 10 og 18 í dag, föstudaginn langa og á laugardag en lokað verður á páskadag og annan í páskum. Húsdýra- og fjölskyldugarðurinn verður opinn alla páskana milli 10 og 17.Fleiri opnunartíma veitingastaða, sundlauga og safna má finna hér. Lyf Páskar Skíðasvæði Sundlaugar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Opnunartímar verslana og þjónustu breytast yfir páskahátíðina en þó er hægt að verða sér út um helstu nauðsynjar á frídögum þessa helgina. Sundlaugar og skíðasvæði eru opin víða í dag. Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum í dag og um helgina. Verslanamiðstöðvarnar Kringlan og Smáralind eru opnar milli klukkan 13 og 18 í dag. Glerártorg opnar líka klukkan 13 í dag en lokað verður þar klukkan 17. Lokað verður á morgun föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum í verslanamiðstöðvum landsins. Matvöruverslanir eru flestar opnar í dag en opið er í öllum verslunum Bónus í dag frá 10 til 19, lokað verður á föstudaginn langa og páskadag en opið verður milli klukkan 11 og 18 annan í páskum.Krónan er með opið öllum verslunum sínum í dag. Á morgun, föstudaginn langa og á páskadag verður opið í Árbæ, Jafnarseli, Hamraborg, Hvaleyrarbraut, Nóatúni, Skeifunni og í Vík. Verslanir Hagkaups eru opnar í dag en lokað verður á föstudaginn langa og á páskadag. Þá verður opið annan í páskum í Hagkaup Skeifunni, Garðabæ, Eiðistorgi, Spöng og Akureyri. Nettó er með opið í öllum sínum verslunum í dag. Á morgun, föstudaginn langa verður opið í Hrísalundi Akureyri og Hveragerði milli 10 og 21, Nettó Ísafirði opnar einnig klukkan 10 á föstudaginn langa og lokað verður klukkan 19. Hefðbundinn opnunartími milli klukkan 10 og 20 verður í Melabúðinni í dag, föstudaginn langa og annan í páskum en lokað verður á páskadag. Fjarðarkaup er opið á milli 10 og 18 í dag og lokað verður á morgun, á páskadag og annan í páskum.Vínbúðin er lokuð í dag og á morgun en opnar á laugardag. Lokað verður í Vínbúðinni á páskadag og annan í páskum.Apótekarinn Austurveri er opinn alla páskana milli klukkan 9 og 24 og apótek Lyfju verða opin í Lágmúla, Smáralind, Smáratorgi, Granda og Reykjanesbæ í dag. Opið verður í Lyfju Lágmúla og Smáratorgi á föstudaginn langa og páskadag. Heilsugæslustöðvar eru lokaðar í dag og fram yfir annan í páskum. Læknavaktin verður opin milli 9 og 23:30. Akstur Strætó verður samkvæmt sunnudagsáætlun í dag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Ekið verður samkvæmt hefðbundinni áætlun á laugardag.Skíðað á Norðurlandi og Austurlandi Þrátt fyrir endanlega lokun skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins þennan veturinn geta skíðamenn sem eru staddir fyrir norðan rennt sér í brekkum Hlíðarfjalls, Dalvíkur og Siglufjarðar. Þeir sem eru staddir á Austurlandi geta skíðað í Stafdal og í Oddskarði. Sundlaugar opnar víðast hvar á landinu Sundlaugar höfuðborgarsvæðisins eru víða opnar milli 9 og 18 í dag og annan í páskum. Á föstudaginn langa og páskadag verður opið milli 10 og 18. Eins verður opið milli 10 og 18 í Sundhöll Ísafjarðar í dag og á morgun, opið mill 10 og 15 á páskadag og annan í páskum í sundhöllinni þar í bæ. Sundlaug Akureyrar verður opin í dag frá 9 til 19 yfir páskana en lokað verður klukkan 18:30 annan í páskum. Sundlaugin á Egilsstöðum er opin milli 10 og 18 í dag, föstudaginn langa og á laugardag en lokað verður á páskadag og annan í páskum. Húsdýra- og fjölskyldugarðurinn verður opinn alla páskana milli 10 og 17.Fleiri opnunartíma veitingastaða, sundlauga og safna má finna hér.
Lyf Páskar Skíðasvæði Sundlaugar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira