Ástandið grafalvarlegt á Akranesi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. apríl 2019 12:20 Elsa Lára Arnardóttir, stjórnarformaður Höfða. Fimm manns eru fastir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands því ekki er hægt að útskrifa þá þar sem ekki er pláss á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi. Þar eru hátt í fjörutíu manns á biðlista og segir stjórnarformaður Höfða ástandið vera grafalvarlegt.Heilbrigðisráðherra synjaði beiðni Akranesbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi fyrr á þessu ári og var mikil óánægja innan bæjarstjórnar með þá ákvörðun.Farið var í að kortleggja þörfina eftir hjúkrunarrýmum enn betur og segir Elsa Lára Arnarsdóttir, stjórnarformaður Höfða, að staðan sé enn verri að talið hafði verið. Þrjátíu og sex manns eru á biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrýmum. „Það hefur orðið mikil fjölgun núna í vetur. Staðan er sú að af þessum 36 manns eru fjórir til fimm fastir inn á legudeildum heilbrigðisstofnunarinnar. Þeir ná ekki að útskrifast þaðan því þeir fá ekki varanlega dvöl á Höfða því það er bara allt fullt“ Þetta sé ömurleg staða fyrir þá einstaklinga sem eru fastir á spítalanum. „Þeir ná ekki að koma inn á Höfða og taka þátt í því iðjustarfi sem þar er og eru þar með fastir upp á spítala þar sem er annars konar þjónusta en verið er að veita á hjúkrunar og dvalarheimilum. Það væri til allra bóta fyrir þá og þá sem þurfa á þjónustu heilbrigðisstofnunarinnar að halda að þessir einstaklingar komist inn á Höfða“ Elsa Lára segir að áfram sé verið að reyna vekja athygli stjórnvalda á málinu. Stjórnarmenn Höfða eigi fund með ráðherra í maí. „Staðan er grafalvarleg. Við erum með fjögur biðhjúkrunarrými á höfða sem eiga að renna út 30. september næstkomandi. Við höfum fengið synjun á því að þau verði gerð varanleg og erum í raun enn að pressa á það að þau verði gerð varanleg hjúkrunarrými vegna þeirra stöðu sem uppi er,“ segir Elsa Lára. Akranes Heilbrigðismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fimm manns eru fastir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands því ekki er hægt að útskrifa þá þar sem ekki er pláss á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi. Þar eru hátt í fjörutíu manns á biðlista og segir stjórnarformaður Höfða ástandið vera grafalvarlegt.Heilbrigðisráðherra synjaði beiðni Akranesbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi fyrr á þessu ári og var mikil óánægja innan bæjarstjórnar með þá ákvörðun.Farið var í að kortleggja þörfina eftir hjúkrunarrýmum enn betur og segir Elsa Lára Arnarsdóttir, stjórnarformaður Höfða, að staðan sé enn verri að talið hafði verið. Þrjátíu og sex manns eru á biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrýmum. „Það hefur orðið mikil fjölgun núna í vetur. Staðan er sú að af þessum 36 manns eru fjórir til fimm fastir inn á legudeildum heilbrigðisstofnunarinnar. Þeir ná ekki að útskrifast þaðan því þeir fá ekki varanlega dvöl á Höfða því það er bara allt fullt“ Þetta sé ömurleg staða fyrir þá einstaklinga sem eru fastir á spítalanum. „Þeir ná ekki að koma inn á Höfða og taka þátt í því iðjustarfi sem þar er og eru þar með fastir upp á spítala þar sem er annars konar þjónusta en verið er að veita á hjúkrunar og dvalarheimilum. Það væri til allra bóta fyrir þá og þá sem þurfa á þjónustu heilbrigðisstofnunarinnar að halda að þessir einstaklingar komist inn á Höfða“ Elsa Lára segir að áfram sé verið að reyna vekja athygli stjórnvalda á málinu. Stjórnarmenn Höfða eigi fund með ráðherra í maí. „Staðan er grafalvarleg. Við erum með fjögur biðhjúkrunarrými á höfða sem eiga að renna út 30. september næstkomandi. Við höfum fengið synjun á því að þau verði gerð varanleg og erum í raun enn að pressa á það að þau verði gerð varanleg hjúkrunarrými vegna þeirra stöðu sem uppi er,“ segir Elsa Lára.
Akranes Heilbrigðismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira