Í nýjasta innslaginu fer Logi yfir sérstakan hamborgara sem kveðjan Carl‘s Jr. hyggst setja á markað en hamborgarinn inniheldur efnið CBD sem er unnið úr kannabisplöntum. Hamborgarinn verður einungis fáanlegur þann 20. apríl næstkomandi en dagurinn hefur einnig verið þekktur sem 4/20.
Þá ræðir Logi nýjustu heimildarmynd söngkonunnar Beyoncé sem kom út á Netflix en þar sýnir söngkonan frá undirbúningi sínum fyrir Coachella tónlistarhátíðina á síðasta ári og hefur hún vakið mikla athygli.
Bruninn í Notre Dame er að sjálfsögðu til umfjöllunar í 101 Fréttum þessa vikuna sem og nýjasta klipping rapparans Króla og tónlistarmyndband Joey Christ við lagið „Jákvæður“.
Í spilaranum hér að neðan má sjá 101 Fréttir þessa vikuna.