Kolbeinn: Stefni aftur í landsliðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. apríl 2019 13:30 Kolbeinn kátur með nýju treyjuna. mynd/aik „Ég gæti ekki verið ánægðari með þessa niðurstöðu,“ segir framherjinn Kolbeinn Sigþórsson við Vísi en hann er búinn að semja við sænska meistaraliðið AIK og sér loksins fram á bjartari tíma. Kolbeinn hefur í raun ekki spilað mikinn fótbolta frá því EM lauk árið 2016. Hann hefur verið mikið meiddur og lenti síðan í frystikistunni hjá franska liðinu Nantes sem hann loksins slapp upp úr á dögunum. Kolbeinn segist vera líkamlega heill en vantar eðlilega að spila fótbolta. AIK hefur mikla trú á Kolbeini og samdi við hann til ársins 2021. „Þeir hafa mikla trú á mér og ég vil ólmur endurgjalda þeim það traust. Þeir munu vinna með mér í að byggja mig aftur upp sem knattspyrnumann. Þeir munu sýna mér þolinmæði og það skiptir mig máli. Ég get svo vonandi sýnt þeim í kjölfarið hvað í mér býr,“ segir Kolbeinn ákveðinn. „Þetta er auðvitað ekkert búið að vera auðvelt en ég get lagt það núna til hliðar. Það eru bjartari tímar fram undan.“ Framherjinn hafði úr ýmsu að moða en efast ekkert um að hann hafi valið rétt. „Það var áhugi víða á Norðurlöndunum og svo einnig í Asíu en mér leist best á AIK.“ Þó svo Kolbeinn eigi langt í land með að ná sama styrk og hann bjó yfir er hann var upp á sitt besta þá er hann metnaðarfullur og setur markið hátt. „Ég vil ná sama styrk og áður og geta sýnt hvað ég get. Ég tel mig geta það og þá ætla ég mér að komast aftur í landsliðið,“ segir Kolbeinn sem varð 29 ára á dögunum. Ljóst er að það myndi gleðja marga ef hann nær fyrri styrk og þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikilvægt það væri fyrir landsliðið. Kolbeinn mun leika í treyju númer 30 hjá AIK en hann hefur oftar en ekki leikið með númerið 9 á bakinu. „Ég hefði auðvitað kosið níuna en tímabilið er hafið og hún var ekki á lausu. Úrvalið var ekki mikið eða númerin 4, 32 og 30. Ég valdi 30 af þessu frábæra úrvali,“ sagði Kolbeinn léttur. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir AIK að stela Kolbeini af Djurgården Kolbeinn Sigþórsson er sagður á leið til Svíþjóðarmeistaranna. 28. mars 2019 14:45 Kolbeinn orðinn leikmaður AIK Framherjinn er búinn að finna sér nýtt félag. 31. mars 2019 18:30 Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Sjá meira
„Ég gæti ekki verið ánægðari með þessa niðurstöðu,“ segir framherjinn Kolbeinn Sigþórsson við Vísi en hann er búinn að semja við sænska meistaraliðið AIK og sér loksins fram á bjartari tíma. Kolbeinn hefur í raun ekki spilað mikinn fótbolta frá því EM lauk árið 2016. Hann hefur verið mikið meiddur og lenti síðan í frystikistunni hjá franska liðinu Nantes sem hann loksins slapp upp úr á dögunum. Kolbeinn segist vera líkamlega heill en vantar eðlilega að spila fótbolta. AIK hefur mikla trú á Kolbeini og samdi við hann til ársins 2021. „Þeir hafa mikla trú á mér og ég vil ólmur endurgjalda þeim það traust. Þeir munu vinna með mér í að byggja mig aftur upp sem knattspyrnumann. Þeir munu sýna mér þolinmæði og það skiptir mig máli. Ég get svo vonandi sýnt þeim í kjölfarið hvað í mér býr,“ segir Kolbeinn ákveðinn. „Þetta er auðvitað ekkert búið að vera auðvelt en ég get lagt það núna til hliðar. Það eru bjartari tímar fram undan.“ Framherjinn hafði úr ýmsu að moða en efast ekkert um að hann hafi valið rétt. „Það var áhugi víða á Norðurlöndunum og svo einnig í Asíu en mér leist best á AIK.“ Þó svo Kolbeinn eigi langt í land með að ná sama styrk og hann bjó yfir er hann var upp á sitt besta þá er hann metnaðarfullur og setur markið hátt. „Ég vil ná sama styrk og áður og geta sýnt hvað ég get. Ég tel mig geta það og þá ætla ég mér að komast aftur í landsliðið,“ segir Kolbeinn sem varð 29 ára á dögunum. Ljóst er að það myndi gleðja marga ef hann nær fyrri styrk og þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikilvægt það væri fyrir landsliðið. Kolbeinn mun leika í treyju númer 30 hjá AIK en hann hefur oftar en ekki leikið með númerið 9 á bakinu. „Ég hefði auðvitað kosið níuna en tímabilið er hafið og hún var ekki á lausu. Úrvalið var ekki mikið eða númerin 4, 32 og 30. Ég valdi 30 af þessu frábæra úrvali,“ sagði Kolbeinn léttur.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir AIK að stela Kolbeini af Djurgården Kolbeinn Sigþórsson er sagður á leið til Svíþjóðarmeistaranna. 28. mars 2019 14:45 Kolbeinn orðinn leikmaður AIK Framherjinn er búinn að finna sér nýtt félag. 31. mars 2019 18:30 Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Sjá meira
AIK að stela Kolbeini af Djurgården Kolbeinn Sigþórsson er sagður á leið til Svíþjóðarmeistaranna. 28. mars 2019 14:45