Kolbeinn: Stefni aftur í landsliðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. apríl 2019 13:30 Kolbeinn kátur með nýju treyjuna. mynd/aik „Ég gæti ekki verið ánægðari með þessa niðurstöðu,“ segir framherjinn Kolbeinn Sigþórsson við Vísi en hann er búinn að semja við sænska meistaraliðið AIK og sér loksins fram á bjartari tíma. Kolbeinn hefur í raun ekki spilað mikinn fótbolta frá því EM lauk árið 2016. Hann hefur verið mikið meiddur og lenti síðan í frystikistunni hjá franska liðinu Nantes sem hann loksins slapp upp úr á dögunum. Kolbeinn segist vera líkamlega heill en vantar eðlilega að spila fótbolta. AIK hefur mikla trú á Kolbeini og samdi við hann til ársins 2021. „Þeir hafa mikla trú á mér og ég vil ólmur endurgjalda þeim það traust. Þeir munu vinna með mér í að byggja mig aftur upp sem knattspyrnumann. Þeir munu sýna mér þolinmæði og það skiptir mig máli. Ég get svo vonandi sýnt þeim í kjölfarið hvað í mér býr,“ segir Kolbeinn ákveðinn. „Þetta er auðvitað ekkert búið að vera auðvelt en ég get lagt það núna til hliðar. Það eru bjartari tímar fram undan.“ Framherjinn hafði úr ýmsu að moða en efast ekkert um að hann hafi valið rétt. „Það var áhugi víða á Norðurlöndunum og svo einnig í Asíu en mér leist best á AIK.“ Þó svo Kolbeinn eigi langt í land með að ná sama styrk og hann bjó yfir er hann var upp á sitt besta þá er hann metnaðarfullur og setur markið hátt. „Ég vil ná sama styrk og áður og geta sýnt hvað ég get. Ég tel mig geta það og þá ætla ég mér að komast aftur í landsliðið,“ segir Kolbeinn sem varð 29 ára á dögunum. Ljóst er að það myndi gleðja marga ef hann nær fyrri styrk og þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikilvægt það væri fyrir landsliðið. Kolbeinn mun leika í treyju númer 30 hjá AIK en hann hefur oftar en ekki leikið með númerið 9 á bakinu. „Ég hefði auðvitað kosið níuna en tímabilið er hafið og hún var ekki á lausu. Úrvalið var ekki mikið eða númerin 4, 32 og 30. Ég valdi 30 af þessu frábæra úrvali,“ sagði Kolbeinn léttur. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir AIK að stela Kolbeini af Djurgården Kolbeinn Sigþórsson er sagður á leið til Svíþjóðarmeistaranna. 28. mars 2019 14:45 Kolbeinn orðinn leikmaður AIK Framherjinn er búinn að finna sér nýtt félag. 31. mars 2019 18:30 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
„Ég gæti ekki verið ánægðari með þessa niðurstöðu,“ segir framherjinn Kolbeinn Sigþórsson við Vísi en hann er búinn að semja við sænska meistaraliðið AIK og sér loksins fram á bjartari tíma. Kolbeinn hefur í raun ekki spilað mikinn fótbolta frá því EM lauk árið 2016. Hann hefur verið mikið meiddur og lenti síðan í frystikistunni hjá franska liðinu Nantes sem hann loksins slapp upp úr á dögunum. Kolbeinn segist vera líkamlega heill en vantar eðlilega að spila fótbolta. AIK hefur mikla trú á Kolbeini og samdi við hann til ársins 2021. „Þeir hafa mikla trú á mér og ég vil ólmur endurgjalda þeim það traust. Þeir munu vinna með mér í að byggja mig aftur upp sem knattspyrnumann. Þeir munu sýna mér þolinmæði og það skiptir mig máli. Ég get svo vonandi sýnt þeim í kjölfarið hvað í mér býr,“ segir Kolbeinn ákveðinn. „Þetta er auðvitað ekkert búið að vera auðvelt en ég get lagt það núna til hliðar. Það eru bjartari tímar fram undan.“ Framherjinn hafði úr ýmsu að moða en efast ekkert um að hann hafi valið rétt. „Það var áhugi víða á Norðurlöndunum og svo einnig í Asíu en mér leist best á AIK.“ Þó svo Kolbeinn eigi langt í land með að ná sama styrk og hann bjó yfir er hann var upp á sitt besta þá er hann metnaðarfullur og setur markið hátt. „Ég vil ná sama styrk og áður og geta sýnt hvað ég get. Ég tel mig geta það og þá ætla ég mér að komast aftur í landsliðið,“ segir Kolbeinn sem varð 29 ára á dögunum. Ljóst er að það myndi gleðja marga ef hann nær fyrri styrk og þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikilvægt það væri fyrir landsliðið. Kolbeinn mun leika í treyju númer 30 hjá AIK en hann hefur oftar en ekki leikið með númerið 9 á bakinu. „Ég hefði auðvitað kosið níuna en tímabilið er hafið og hún var ekki á lausu. Úrvalið var ekki mikið eða númerin 4, 32 og 30. Ég valdi 30 af þessu frábæra úrvali,“ sagði Kolbeinn léttur.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir AIK að stela Kolbeini af Djurgården Kolbeinn Sigþórsson er sagður á leið til Svíþjóðarmeistaranna. 28. mars 2019 14:45 Kolbeinn orðinn leikmaður AIK Framherjinn er búinn að finna sér nýtt félag. 31. mars 2019 18:30 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
AIK að stela Kolbeini af Djurgården Kolbeinn Sigþórsson er sagður á leið til Svíþjóðarmeistaranna. 28. mars 2019 14:45