Aprílgöbbin 2019: Leituðu að járnsæti í Öskjuhlíðinni, Brokkólíkók og fíkniefnaleitar kanína Stefán Árni Pálsson skrifar 1. apríl 2019 16:30 Þremenningarnir fundu ekki járnsætið. Í dag er 1. apríl og þá keppist fólk og fyrirtæki í því að reyna fá fólk til að hlaupa 1. apríl með góðu gabbi. Eins og vanalega taka fjölmiðlarnir þátt í 1.apríl sem og fyrirtæki. Vísir sagði til að mynda frá því að forsvarsmenn Game of Thrones þáttanna hjá HBO hefðu að undanförnu dreift Járnsætum (Iron Throne) víða um heim og hvatt áhorfendur þáttanna til að finna þau. Um var að ræða auglýsingaherferð fyrir síðustu þáttaröðina sem hefst aðfaranótt 15. apríl, eftir tvær vikur. Hásætunum átti að hafa verið komið fyrir í Svíþjóð, Kanada og á Spáni. Í skógi, upp á snævi þöktu fjalli og í eyðimörk. Þeir sem fundið hafa járnsætið hafa fengið kórónur í verðlaun. Í frétt Vísis var einnig gefið í skyn að eitt hásæti væri að finna hér á landi og gæti fólk jafnvel fengið umrædda kórónu í verðlaun. Það var einfaldlega aprílgabb Vísis.Jakob Gautason, Björn Ingi Baldvinsson og Kristófer Andrésson eru hér í Öskjuhlíðinni.Jakob Gautason, Björn Ingi Baldvinsson og Kristófer Andrésson féllu fyrir gabbinu og mættu á svæðið. Þar gripu þeir í tómt en fengu að launum áskrift að Stöð 2. „Mér datt ekki í hug að þetta væri gabb. Ég sá fréttina á Vísi og sá auðvitað strax að þetta væri Öskjuhlíð, ég var mjög spenntur og sýndi félögunum. við hugsuðum okkur um í smá stund og brunuðum síðan niður í Öskjuhlíð,“ segir Björn Ingi Baldvinsson. „Við vorum í miðri kennslustund í sögu í Menntaskólanum við Hamrahlíð og kennarinn sagði að við mættum fara en að við fengjum þá fjarvist. Þetta er svo stutt frá að við urðum bara að kíkja. „Það voru vinir mínir sem ég fór með sem sáu þetta fyrst og voru aðeins spenntari fyrir þessu en ég,“ segir Jakob Gautason. „Þeir höfðu heyrt um að þetta væri að gerast annarsstaðar og vildu geggjað mikið sjá það. Svo eftir að hafa fengið leyfi drifum við okkur til þess að skoða málið. Mér sjálfum finnst bara gaman að hafa verið tekinn svona mikið og hlæ að þessu. Eftir á séð var þetta líka augljóst en við föttuðum ekki fyrr en við vorum mættir á svæðið.“ Sjö einstaklingar mættu í Öskjuhlíðina á fyrsta klukkutímanum eftir að fréttin fór í birtingu. Lögreglan á Suðurnesjum sagði frá því að ný fíkniefnakanína væri tekin til starfa hjá Lögreglunni og átti hún að vera til sýnis á lögreglustöðinni frá 15-16:30 í dag. Reyndar stolið gabb eins og sjá má hér. Dominos sagði frá því að núna væri aðeins hægt að panta pizzu á vefsíðu fyrirtækisins og með appinu. Ástæðan var í færst hafði í aukanna að fólk væri að hringja í þjónustuverið í von um að panta leigubíl. Coca-Cola á Íslandi kynnti til leiks glænýja bragðtegund. Coca-Cola Zero sykur Brokkólí. Á Facebook-síðu Coke á Íslandi átti síðan að gefa nokkra kassa. Þá sagði sælgætisfyrirtækið Freyja frá því að fyrirtækið væri að gefa út nýtt nammi í dag. Bernaise Dýr og átti varan að marka tímamót í íslenskri súkkulaðigerð. Háskólakötturinn Rósalind sagði bless við háskólanema við Háskóla Íslands en kötturinn ber nafnið Rósalind. Núna verður hún inniköttur heima hjá Óttari Proppé en stúdentum gafst færi á að kveðja hana í hinsta sinn í Bóksölu stúdenta í dag á milli kl. 14:00 og 15:00 í dag. Um hrekk reyndist vera að ræða þótt ekki verði efast um að Óttarr sé mikill kattavinur.Framkvæmdir við Laugardalsvöll hafnar.KSÍ sagði frá því að framkvæmdir við Laugardalsvöll væru hafnar og yrði lagt nýtt gervigras á völlinn nú þegar. Kannski í framtíðinni, en ekki strax. Sætir snúðar buðu upp á Kanilsnúð með skyrkremi, hágæða harðfiski og hárkarlalýsisperlum. Íslendingurinn átti að vera í boði í Mathöll Höfða. Vefsíðan Heimkaup.is sagði frá því að verslunarkeðjan Target væri búin að kaupa Heimkaup. KFC á Íslandi gaf frá sér yfirlýsingu um að nýr eftirréttur væri kominn á matseðilinn og væri að ræða súkkulaðihjúpaðan popcorn kjúkling. Stökkir kjúklingabitar hjúpaðir ljúffengu Góu-súkkulaði. Ali Baba bauð einfaldlega upp á frían mat og gjafabréf til Ísafjarðar. Aprílgabb Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Í dag er 1. apríl og þá keppist fólk og fyrirtæki í því að reyna fá fólk til að hlaupa 1. apríl með góðu gabbi. Eins og vanalega taka fjölmiðlarnir þátt í 1.apríl sem og fyrirtæki. Vísir sagði til að mynda frá því að forsvarsmenn Game of Thrones þáttanna hjá HBO hefðu að undanförnu dreift Járnsætum (Iron Throne) víða um heim og hvatt áhorfendur þáttanna til að finna þau. Um var að ræða auglýsingaherferð fyrir síðustu þáttaröðina sem hefst aðfaranótt 15. apríl, eftir tvær vikur. Hásætunum átti að hafa verið komið fyrir í Svíþjóð, Kanada og á Spáni. Í skógi, upp á snævi þöktu fjalli og í eyðimörk. Þeir sem fundið hafa járnsætið hafa fengið kórónur í verðlaun. Í frétt Vísis var einnig gefið í skyn að eitt hásæti væri að finna hér á landi og gæti fólk jafnvel fengið umrædda kórónu í verðlaun. Það var einfaldlega aprílgabb Vísis.Jakob Gautason, Björn Ingi Baldvinsson og Kristófer Andrésson eru hér í Öskjuhlíðinni.Jakob Gautason, Björn Ingi Baldvinsson og Kristófer Andrésson féllu fyrir gabbinu og mættu á svæðið. Þar gripu þeir í tómt en fengu að launum áskrift að Stöð 2. „Mér datt ekki í hug að þetta væri gabb. Ég sá fréttina á Vísi og sá auðvitað strax að þetta væri Öskjuhlíð, ég var mjög spenntur og sýndi félögunum. við hugsuðum okkur um í smá stund og brunuðum síðan niður í Öskjuhlíð,“ segir Björn Ingi Baldvinsson. „Við vorum í miðri kennslustund í sögu í Menntaskólanum við Hamrahlíð og kennarinn sagði að við mættum fara en að við fengjum þá fjarvist. Þetta er svo stutt frá að við urðum bara að kíkja. „Það voru vinir mínir sem ég fór með sem sáu þetta fyrst og voru aðeins spenntari fyrir þessu en ég,“ segir Jakob Gautason. „Þeir höfðu heyrt um að þetta væri að gerast annarsstaðar og vildu geggjað mikið sjá það. Svo eftir að hafa fengið leyfi drifum við okkur til þess að skoða málið. Mér sjálfum finnst bara gaman að hafa verið tekinn svona mikið og hlæ að þessu. Eftir á séð var þetta líka augljóst en við föttuðum ekki fyrr en við vorum mættir á svæðið.“ Sjö einstaklingar mættu í Öskjuhlíðina á fyrsta klukkutímanum eftir að fréttin fór í birtingu. Lögreglan á Suðurnesjum sagði frá því að ný fíkniefnakanína væri tekin til starfa hjá Lögreglunni og átti hún að vera til sýnis á lögreglustöðinni frá 15-16:30 í dag. Reyndar stolið gabb eins og sjá má hér. Dominos sagði frá því að núna væri aðeins hægt að panta pizzu á vefsíðu fyrirtækisins og með appinu. Ástæðan var í færst hafði í aukanna að fólk væri að hringja í þjónustuverið í von um að panta leigubíl. Coca-Cola á Íslandi kynnti til leiks glænýja bragðtegund. Coca-Cola Zero sykur Brokkólí. Á Facebook-síðu Coke á Íslandi átti síðan að gefa nokkra kassa. Þá sagði sælgætisfyrirtækið Freyja frá því að fyrirtækið væri að gefa út nýtt nammi í dag. Bernaise Dýr og átti varan að marka tímamót í íslenskri súkkulaðigerð. Háskólakötturinn Rósalind sagði bless við háskólanema við Háskóla Íslands en kötturinn ber nafnið Rósalind. Núna verður hún inniköttur heima hjá Óttari Proppé en stúdentum gafst færi á að kveðja hana í hinsta sinn í Bóksölu stúdenta í dag á milli kl. 14:00 og 15:00 í dag. Um hrekk reyndist vera að ræða þótt ekki verði efast um að Óttarr sé mikill kattavinur.Framkvæmdir við Laugardalsvöll hafnar.KSÍ sagði frá því að framkvæmdir við Laugardalsvöll væru hafnar og yrði lagt nýtt gervigras á völlinn nú þegar. Kannski í framtíðinni, en ekki strax. Sætir snúðar buðu upp á Kanilsnúð með skyrkremi, hágæða harðfiski og hárkarlalýsisperlum. Íslendingurinn átti að vera í boði í Mathöll Höfða. Vefsíðan Heimkaup.is sagði frá því að verslunarkeðjan Target væri búin að kaupa Heimkaup. KFC á Íslandi gaf frá sér yfirlýsingu um að nýr eftirréttur væri kominn á matseðilinn og væri að ræða súkkulaðihjúpaðan popcorn kjúkling. Stökkir kjúklingabitar hjúpaðir ljúffengu Góu-súkkulaði. Ali Baba bauð einfaldlega upp á frían mat og gjafabréf til Ísafjarðar.
Aprílgabb Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“