Allt fyrir umhverfið Berglind Rán Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2019 10:59 Það er fátt í nútímalífi sem ekki byggist á rafmagni og sennilega kæmumst við ekki við langt án þess.. En þrátt fyrir að geta lítið gert án þess, leiðum við sjaldan hugann að því. Við kveikjum ljósin hugsunarlaust, opnum ísskápinn oft á dag, kveikjum á ofninum, sjónvarpinu og setjum símann í hleðslu. Við göngum einfaldlega að rafmagni sem sjálsögðum hlut sem á að vera til staðar þar sem við erum hverju sinni, þegar okkur hentar - alltaf. Líf án rafmagns er þess vegna óhugsandi og þá veltir maður fyrir sér – hvað er þetta rafmagn og er það allstaðar eins?GRÆNT Í GEGN Við sem búum á Íslandi erum heppin að hafa gott, öruggt og stöðugt aðgengi að rafmagni sem framleitt er á umhverfisvænni hátt en gengur og gerist víðsvegar um heiminn. Við sækjum líka heitt vatn eftir þörfum en þurfum að leiða hugann að því að orkuauðlindir eru verðmætar og ekki óþrjótandi. Við hjá Orku náttúrunnar leggjum áherslu á að tryggja viðskiptavinum okkar aðgengi að rafmagni sem framleitt er á sjálfbæran hátt. Enn fremur hefur ON tekið frumkvæði á Íslandi í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla, meðal annars með því að opna hringveginn með um 50 hlöðum. Það er samfélagslega ábyrgt að fyrirtæki setji sér skýr markmið í umhverfis- og loftlagsmálum og stuðli þannig að frekari framþróun í málaflokkunum. Við viljum skilja eftir sem minnst kolefnisspor við orkuvinnslu og hjálpa viðskiptavinum að gera slíkt hið sama.SPORLAUS VINNSLAVið höfum sett okkur metnaðarfull markmið um sporlausa vinnslu og notum þrjár meginleiðir að því marki. Fyrst ber að nefna þá leið að þróa lausnir til þess að hámarka nýtingu auðlindarinnar og þar með minnka áhrif á hverja framleidda einingu. Í öðru lagi hefur vísindafólk okkar þróað aðferð til að binda koltvísýring í grjót, en þessi tækni býður upp á mikla möguleika sem eru í stöðugri þróun. Í þriðja lagi með hagnýtingu þess koltvísýrings sem losnar við orkuframleiðslu með jarðvarma. Þannig mun skapast vettvangur til nýsköpunar og tækifæri fyrir hátækniiðnað í Jarðhitagarði ON í Ölfusi.BÆTUM ANDRÚMSLOFTIÐ – SAMANÞað skiptir okkur öllu máli að vera leiðandi í framleiðslu umhverfisvænnar orku hér á landi og ætlar ON að halda þeirri vegferð áfram með sitt öfluga vísindafólk fremst í flokki. Við ætlum einnig að leggja okkar af mörkum til að auka veg og vanda umhverfisvænna bíla, meðal annars með því að þétta hlöðunetið enn frekar og auka fræðslu um orkuskiptin og umhverfisvænan lífsstíl. Þegar allt kemur til alls er þessi orka náttúrunnar, sem við berum ábyrgð á, grundvöllur lífsgæða okkar.Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Rán Ólafsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fátt í nútímalífi sem ekki byggist á rafmagni og sennilega kæmumst við ekki við langt án þess.. En þrátt fyrir að geta lítið gert án þess, leiðum við sjaldan hugann að því. Við kveikjum ljósin hugsunarlaust, opnum ísskápinn oft á dag, kveikjum á ofninum, sjónvarpinu og setjum símann í hleðslu. Við göngum einfaldlega að rafmagni sem sjálsögðum hlut sem á að vera til staðar þar sem við erum hverju sinni, þegar okkur hentar - alltaf. Líf án rafmagns er þess vegna óhugsandi og þá veltir maður fyrir sér – hvað er þetta rafmagn og er það allstaðar eins?GRÆNT Í GEGN Við sem búum á Íslandi erum heppin að hafa gott, öruggt og stöðugt aðgengi að rafmagni sem framleitt er á umhverfisvænni hátt en gengur og gerist víðsvegar um heiminn. Við sækjum líka heitt vatn eftir þörfum en þurfum að leiða hugann að því að orkuauðlindir eru verðmætar og ekki óþrjótandi. Við hjá Orku náttúrunnar leggjum áherslu á að tryggja viðskiptavinum okkar aðgengi að rafmagni sem framleitt er á sjálfbæran hátt. Enn fremur hefur ON tekið frumkvæði á Íslandi í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla, meðal annars með því að opna hringveginn með um 50 hlöðum. Það er samfélagslega ábyrgt að fyrirtæki setji sér skýr markmið í umhverfis- og loftlagsmálum og stuðli þannig að frekari framþróun í málaflokkunum. Við viljum skilja eftir sem minnst kolefnisspor við orkuvinnslu og hjálpa viðskiptavinum að gera slíkt hið sama.SPORLAUS VINNSLAVið höfum sett okkur metnaðarfull markmið um sporlausa vinnslu og notum þrjár meginleiðir að því marki. Fyrst ber að nefna þá leið að þróa lausnir til þess að hámarka nýtingu auðlindarinnar og þar með minnka áhrif á hverja framleidda einingu. Í öðru lagi hefur vísindafólk okkar þróað aðferð til að binda koltvísýring í grjót, en þessi tækni býður upp á mikla möguleika sem eru í stöðugri þróun. Í þriðja lagi með hagnýtingu þess koltvísýrings sem losnar við orkuframleiðslu með jarðvarma. Þannig mun skapast vettvangur til nýsköpunar og tækifæri fyrir hátækniiðnað í Jarðhitagarði ON í Ölfusi.BÆTUM ANDRÚMSLOFTIÐ – SAMANÞað skiptir okkur öllu máli að vera leiðandi í framleiðslu umhverfisvænnar orku hér á landi og ætlar ON að halda þeirri vegferð áfram með sitt öfluga vísindafólk fremst í flokki. Við ætlum einnig að leggja okkar af mörkum til að auka veg og vanda umhverfisvænna bíla, meðal annars með því að þétta hlöðunetið enn frekar og auka fræðslu um orkuskiptin og umhverfisvænan lífsstíl. Þegar allt kemur til alls er þessi orka náttúrunnar, sem við berum ábyrgð á, grundvöllur lífsgæða okkar.Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun