Ofbeldi gegn börnum sýnt í rauntíma á netinu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. apríl 2019 13:32 Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Ofbeldi gegn börnum hefur aukist á internetinu og er farið að notast við svo kallað beint streymi, til að sýna ofbeldið í raun tíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hverskyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. Barnaheill hefur verið með starfrækta ábendingalínu í gegnum í heimasíðu sína síðan árið 2001 þar sem hægt er að tilkynna óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu. Á árunum 2004 til 2018 bárust 5400 tilkynningar um ofbeldi gegn börnum þar í gegn. Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheill, segir að tilkynningum hafi fækkað síðustu ár, þrátt fyrir að með tækninni fylgi auknar leiðir til misnotkunar. Auka á vægi ábendingarlínunnar. „Við höfum bætt við fleiri valmöguleikum. Við getum núna tekið við tilkynningum um hatursorðræðu, einelti og annað óviðeigandi efni sem við teljum ekki eigi að vera aðgengilegt börnum,“ segir hún. Hún segir þetta ofbeldi ekki nýtt af nálinni en internetið geri börnin berskjaldaðri fyrir útbreiðslu. Ofbeldið magnist þegar það er orðið sýnilegt á netinu og búið er að taka myndir og dreifa þeim. „Við erum auðvitað með nýjungar eins og „live“ streymi eða svokallaðar beinar útsendingar - sem að eru orðin þáttur í útbreiðslu á ofbeldisefni gegn börnum. Það er vissulega varasöm þróun. Beinar útsendingar séu því miður alltof aðgengilegar. „Þetta er því miður orðin staðreynd og einhverskonar iðnaður í kringum þetta, sem er algjörlega ömurlegt. Við þurfum að bregðast við og reyna að koma í veg fyrir að slíkt eigi sér stað. Hún vonar að verið sé að vinna að tæknilausnum. „Við getum hugsað til hryðjuverkanna í Christchurch sem að voru um daginn. Þeim var streymt í beinni útsendingu. Ég held að fólk hafi almennt séð upplifað hryllinginn með þeim hætti að vilja ekki að slíkt sé mögulegt. Ég held að það hljóti að vera mjög skammt að bíða þess að það komi fram tæknilausnir sem að bregðist við þessu,“ segir hún. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ofbeldi gegn börnum hefur aukist á internetinu og er farið að notast við svo kallað beint streymi, til að sýna ofbeldið í raun tíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hverskyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. Barnaheill hefur verið með starfrækta ábendingalínu í gegnum í heimasíðu sína síðan árið 2001 þar sem hægt er að tilkynna óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu. Á árunum 2004 til 2018 bárust 5400 tilkynningar um ofbeldi gegn börnum þar í gegn. Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheill, segir að tilkynningum hafi fækkað síðustu ár, þrátt fyrir að með tækninni fylgi auknar leiðir til misnotkunar. Auka á vægi ábendingarlínunnar. „Við höfum bætt við fleiri valmöguleikum. Við getum núna tekið við tilkynningum um hatursorðræðu, einelti og annað óviðeigandi efni sem við teljum ekki eigi að vera aðgengilegt börnum,“ segir hún. Hún segir þetta ofbeldi ekki nýtt af nálinni en internetið geri börnin berskjaldaðri fyrir útbreiðslu. Ofbeldið magnist þegar það er orðið sýnilegt á netinu og búið er að taka myndir og dreifa þeim. „Við erum auðvitað með nýjungar eins og „live“ streymi eða svokallaðar beinar útsendingar - sem að eru orðin þáttur í útbreiðslu á ofbeldisefni gegn börnum. Það er vissulega varasöm þróun. Beinar útsendingar séu því miður alltof aðgengilegar. „Þetta er því miður orðin staðreynd og einhverskonar iðnaður í kringum þetta, sem er algjörlega ömurlegt. Við þurfum að bregðast við og reyna að koma í veg fyrir að slíkt eigi sér stað. Hún vonar að verið sé að vinna að tæknilausnum. „Við getum hugsað til hryðjuverkanna í Christchurch sem að voru um daginn. Þeim var streymt í beinni útsendingu. Ég held að fólk hafi almennt séð upplifað hryllinginn með þeim hætti að vilja ekki að slíkt sé mögulegt. Ég held að það hljóti að vera mjög skammt að bíða þess að það komi fram tæknilausnir sem að bregðist við þessu,“ segir hún.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira