Hver og ein flík verður einstök Starri Freyr Jónsson skrifar 4. apríl 2019 09:00 Fatahönnuðurinn Marta Heiðarsdóttir sýndi pelsa á HönnunarMars sem höfðu fengið nýtt líf. Hún útskrifaðist úr fatahönnun frá Design School Kolding, í Danmörku árið 2016. Sýningin Endurkoma var einn fjölmargra skemmtilegra viðburða á HönnunarMars, sem lauk í Reykjavík síðasta sunnudag. Um var að ræða samstarfsverkefni Felds verkstæðis og fatahönnuðarins Mörtu Heiðarsdóttur, þar sem sýnt var safn gamalla pelsa sem hafði fylgt fjölskyldunni til margra ára en nú fengið breytt útlit. Samhliða starfi sínu hjá Feldi er Marta einnig að vinna að ýmsum verkefnum sem oft tengjast skinnum. „Ég var til dæmis að hanna inniskó með Valdísi í @10 design studio. Hún hefur verið að vinna með hrosshúðir og ég með lambaskinn og þannig urðu til mjúkir og loðnir inniskór sem við vorum með til sýnis og sölu í versluninni Akkúrat í miðborg Reykjavíkur meðan HönnunarMars stóð yfir.“Tilfinningaleg tengsl Hún segir marga eigendur pelsa hafa tilfinningaleg tengsl við þá og það sé ein af ástæðum þess að þeim sé nær aldrei hent. „Á sýningunni gaf ég hverjum og einum pels nafn og tilvitnun til að gefa þeim sterkara tilfinningalegt gildi. Ég tók fjóra pelsa sem ég breytti í sex flíkur og töskur. Hver og einn pels er einstakur og því þurfti að sjá möguleikana sem hver og einn pels hafði. Flesta pelsana stytti ég en aðallega af því að þeir voru svo þungir og stórir, en þá gat ég nýtt neðri hlutann í aðra flík. Til að gera pelsana meira eftir mínu höfði bætti ég við bleiku lambaskinni og gömlum pelsatölum sem eru búnar að liggja í skúffu í mörg ár.“Meiri meðvitund Henni finnst fólk almennt vera mun meðvitaðra en áður um nýtingu fatnaðar. „Það var gaman að sjá áhuga fólks á sýningunni enda er þetta mikið í umræðunni í dag og margar konur eiga pelsa sem hanga inni í fataskáp. Það sem mér finnst einstakt við pelsa er það hvernig fólk passar upp á flíkina og vill geyma hana í stað þess að henda henni. Við ættum að hugsa um allar flíkur eins og við hugsum um pelsana okkar, þ.e. vanda valið, fara vel með og ef eitthvað kemur fyrir að fara þá beinustu leið á saumastofu.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Sýningin Endurkoma var einn fjölmargra skemmtilegra viðburða á HönnunarMars, sem lauk í Reykjavík síðasta sunnudag. Um var að ræða samstarfsverkefni Felds verkstæðis og fatahönnuðarins Mörtu Heiðarsdóttur, þar sem sýnt var safn gamalla pelsa sem hafði fylgt fjölskyldunni til margra ára en nú fengið breytt útlit. Samhliða starfi sínu hjá Feldi er Marta einnig að vinna að ýmsum verkefnum sem oft tengjast skinnum. „Ég var til dæmis að hanna inniskó með Valdísi í @10 design studio. Hún hefur verið að vinna með hrosshúðir og ég með lambaskinn og þannig urðu til mjúkir og loðnir inniskór sem við vorum með til sýnis og sölu í versluninni Akkúrat í miðborg Reykjavíkur meðan HönnunarMars stóð yfir.“Tilfinningaleg tengsl Hún segir marga eigendur pelsa hafa tilfinningaleg tengsl við þá og það sé ein af ástæðum þess að þeim sé nær aldrei hent. „Á sýningunni gaf ég hverjum og einum pels nafn og tilvitnun til að gefa þeim sterkara tilfinningalegt gildi. Ég tók fjóra pelsa sem ég breytti í sex flíkur og töskur. Hver og einn pels er einstakur og því þurfti að sjá möguleikana sem hver og einn pels hafði. Flesta pelsana stytti ég en aðallega af því að þeir voru svo þungir og stórir, en þá gat ég nýtt neðri hlutann í aðra flík. Til að gera pelsana meira eftir mínu höfði bætti ég við bleiku lambaskinni og gömlum pelsatölum sem eru búnar að liggja í skúffu í mörg ár.“Meiri meðvitund Henni finnst fólk almennt vera mun meðvitaðra en áður um nýtingu fatnaðar. „Það var gaman að sjá áhuga fólks á sýningunni enda er þetta mikið í umræðunni í dag og margar konur eiga pelsa sem hanga inni í fataskáp. Það sem mér finnst einstakt við pelsa er það hvernig fólk passar upp á flíkina og vill geyma hana í stað þess að henda henni. Við ættum að hugsa um allar flíkur eins og við hugsum um pelsana okkar, þ.e. vanda valið, fara vel með og ef eitthvað kemur fyrir að fara þá beinustu leið á saumastofu.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira