Sagði mótleikaranum að hætta að væla yfir því að hafa þurft að vinna á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. apríl 2019 15:06 Kit Harrington og Emilia Clarke leika lykilhlutverk í þáttunum Vísir/HBO Emilia Clarke, sem leikur Daenerys Targaryen í Game of Throns þáttunum sívinsælu sagði Kit Harrington, mótleikara hennar sem leikur Jon Snow, að hætta að væla yfir því að hafa þurft að taka upp atriði fyrir þættina í kuldanum á Íslandi. Aðrir leikarar hafi ekki haft það mikið betra en hann. Harrington mætti í þáttinn hjá Stephen Colbert í síðasta mánuði þar sem hann kvartaði yfir því að hafa þurft að vera í rigningu og kulda við tökur þáttanna á meðan aðrir leikarar hafi meðal annars fengið að vera í Króatíu við tökur, í töluvert mildara loftslagi. Sem kunnugt er hafa fjölmörg atriði þáttanna verið tekin upp hér á landi og hefur Harrington verið fastagestur hér á landi, enda gerist margt af því sem hann er að bauka í þáttunum í kuldanum í norðrinu í Game of Thrones-heiminum.Sjá einnig: Game of Thrones upprifjun - Hvar eru þau og hvað eru þau að gera? Emilia Clarke var spurð um þetta af Colbert er hún mætti til hans í vikunni. Hún afskrifaði ummæli Harringon sem óttalegt væl. Hún hefði ekkert haft það betra en hann. „Það er kalt á Íslandi en tökudagarnir eru stuttir vegna þess að það eru bara bjart í fjóra tíma,“ sagði Clarke. „Ég er hins vegar í námu á Möltu í svona hundrað stiga hita. Það leið yfir mig yfir í hverri þáttaröð vegna þess að ég er með hárkollu ofan á mínu eigin hári,“ sagði Clarke. Vinnudagarnir hjá henni hefðu til að mynda verið töluvert lengri en hjá Harrington. „En hann er alltaf að kvarta yfir því að hann hafi dregið stutta stráið en hann var byrjaður að drekka klukkan tvö á daginn. Við vorum í námu til klukkan ellefu á kvöldin biðjandi sólina um að setjast,“ sagði Clarke að lokum Það styttist í að lokaþáttaröð þáttanna hefjist en búist er við að persónur Harrington og Clarke muni leika lykilhlutverk í síðustu þáttaröðinni.Sjá má viðtölin við Clarke og Harrington hér að neðan. Game of Thrones Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Emilia Clarke, sem leikur Daenerys Targaryen í Game of Throns þáttunum sívinsælu sagði Kit Harrington, mótleikara hennar sem leikur Jon Snow, að hætta að væla yfir því að hafa þurft að taka upp atriði fyrir þættina í kuldanum á Íslandi. Aðrir leikarar hafi ekki haft það mikið betra en hann. Harrington mætti í þáttinn hjá Stephen Colbert í síðasta mánuði þar sem hann kvartaði yfir því að hafa þurft að vera í rigningu og kulda við tökur þáttanna á meðan aðrir leikarar hafi meðal annars fengið að vera í Króatíu við tökur, í töluvert mildara loftslagi. Sem kunnugt er hafa fjölmörg atriði þáttanna verið tekin upp hér á landi og hefur Harrington verið fastagestur hér á landi, enda gerist margt af því sem hann er að bauka í þáttunum í kuldanum í norðrinu í Game of Thrones-heiminum.Sjá einnig: Game of Thrones upprifjun - Hvar eru þau og hvað eru þau að gera? Emilia Clarke var spurð um þetta af Colbert er hún mætti til hans í vikunni. Hún afskrifaði ummæli Harringon sem óttalegt væl. Hún hefði ekkert haft það betra en hann. „Það er kalt á Íslandi en tökudagarnir eru stuttir vegna þess að það eru bara bjart í fjóra tíma,“ sagði Clarke. „Ég er hins vegar í námu á Möltu í svona hundrað stiga hita. Það leið yfir mig yfir í hverri þáttaröð vegna þess að ég er með hárkollu ofan á mínu eigin hári,“ sagði Clarke. Vinnudagarnir hjá henni hefðu til að mynda verið töluvert lengri en hjá Harrington. „En hann er alltaf að kvarta yfir því að hann hafi dregið stutta stráið en hann var byrjaður að drekka klukkan tvö á daginn. Við vorum í námu til klukkan ellefu á kvöldin biðjandi sólina um að setjast,“ sagði Clarke að lokum Það styttist í að lokaþáttaröð þáttanna hefjist en búist er við að persónur Harrington og Clarke muni leika lykilhlutverk í síðustu þáttaröðinni.Sjá má viðtölin við Clarke og Harrington hér að neðan.
Game of Thrones Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira