Sport

„Gæti endað með því að einhver verður skotinn“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Khabib er reiður. Rétt eins og hann var eftir bardagann gegn Conor.
Khabib er reiður. Rétt eins og hann var eftir bardagann gegn Conor. vísir/getty
Margir hafa áhyggjur af því hvert rifrildi Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov stefni. Sumir óttast að það geti endað með hörmulegum afleiðingum.

Einn þeirra er Kelvin Gastelum sem er að fara að berjast um bráðabirgðabeltið í millivigt UFC.

„Það má ekki fara yfir ákveðnar línur og þetta rifrildi er að ná hæðum sem það hefði aldrei átt að ná,“ segir Gastelum sem hefur raunverulegar áhyggjur af málinu.

„Ég hef á tilfinningunni að ef þetta heldur svona áfram þá gæti það endað með því að einhver meiðist. Einhver verði jafnvel skotinn. Ég er ekki að grínast. Ég trúi því. Þetta er alvarlegt mál.“

Conor og Khabib voru orðnir mjög persónulegir í sínum móðgunum og eftir að UFC steig inn róaði Conor sig og setti inn tíst til þess að róa mannskapinn. Khabib hætti bara að tísta og það sýður örugglega enn á honum.

MMA

Tengdar fréttir

Khabib kallaði Conor nauðgara

Þó svo Conor McGregor segist vera hættur að berjast er hann í miklum átökum við Khabib Nurmagomedov á Twitter. Það rifrildi er orðið mjög persónulegt.

Conor McGregor hættur í MMA

Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×