Trúfélög í áhættumati vegna peningaþvættis Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. apríl 2019 07:15 Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/GVA Skattsvik eru alvarlegt vandamál hér á landi, að mati Ríkislögreglustjóra sem birti í gær áhættumat um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í greiningu embættisins kemur fram að meðvitund almennings um skattsvik sé mikil en viðhorf til þessara brota virðist mildara en til annarra brota. Þá séu yfirvöld meðvituð um umfang skattsvika; regluverkið sé viðamikið og fjöldi mála í rannsókn mikill. Þótt almennt eftirlit sé talsvert hafi verið skortur á eftirliti með peningaþvætti hjá þeim fagstéttum sem helst er leitað til þegar dylja á slóð fjármuna. Það er mat ríkislögreglustjóra að töluverð hætta sé á peningaþvætti í þeim tilvikum sem skattsvik er frumbrot. Áhættumat ríkislögreglustjóra leiðir af aðild Íslands að alþjóðlegum aðgerðahópi gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Matið er notað til að gera úrbætur á vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, greina atvinnugreinar eða aðstæður sem fela í sér litla eða miklu hættu, greina hvar þörf er á breytingu á regluverki og vera eftirlitsaðilum til leiðbeiningar. Að mati ríkislögreglustjóra felur einkahlutafélagaformið í sér mikla hættu á misnotkun en önnur félagaform eru líka viðkvæm vegna hættu á misnotkun í þágu brotastarfsemi. Þar á meðal form trú- og lífsskoðunarfélaga þar sem hætta á þvætti ólöglegs ávinnings er umtalsverð að mati embættisins. Skilyrði til stofnunar slíkra félaga eru ekki sérlega ströng og litlar hæfiskröfur gerðar til fyrirsvarsmanna. Ekki eru gerðar miklar kröfur til utanumhalds fjármuna og eftirlit ekki mikið og fremur formlegs eðlis. Þá segir í greiningunni að vegna eðlis þessara félaga eigi fólk af erlendu bergi brotið, eða fólk með tengsl við útlönd, gjarnan aðkomu að þeim og þá eftir atvikum með möguleika til að starfa yfir landamæri. Af þessum sökum sé umrætt félagaform verulega berskjaldað fyrir misnotkun. Á móti komi hins vegar að skráð trú- og lífsskoðunarfélög séu hér á landi og fá mál hafi komið inn á borð yfirvalda þeim tengd. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Trúmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Skattsvik eru alvarlegt vandamál hér á landi, að mati Ríkislögreglustjóra sem birti í gær áhættumat um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í greiningu embættisins kemur fram að meðvitund almennings um skattsvik sé mikil en viðhorf til þessara brota virðist mildara en til annarra brota. Þá séu yfirvöld meðvituð um umfang skattsvika; regluverkið sé viðamikið og fjöldi mála í rannsókn mikill. Þótt almennt eftirlit sé talsvert hafi verið skortur á eftirliti með peningaþvætti hjá þeim fagstéttum sem helst er leitað til þegar dylja á slóð fjármuna. Það er mat ríkislögreglustjóra að töluverð hætta sé á peningaþvætti í þeim tilvikum sem skattsvik er frumbrot. Áhættumat ríkislögreglustjóra leiðir af aðild Íslands að alþjóðlegum aðgerðahópi gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Matið er notað til að gera úrbætur á vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, greina atvinnugreinar eða aðstæður sem fela í sér litla eða miklu hættu, greina hvar þörf er á breytingu á regluverki og vera eftirlitsaðilum til leiðbeiningar. Að mati ríkislögreglustjóra felur einkahlutafélagaformið í sér mikla hættu á misnotkun en önnur félagaform eru líka viðkvæm vegna hættu á misnotkun í þágu brotastarfsemi. Þar á meðal form trú- og lífsskoðunarfélaga þar sem hætta á þvætti ólöglegs ávinnings er umtalsverð að mati embættisins. Skilyrði til stofnunar slíkra félaga eru ekki sérlega ströng og litlar hæfiskröfur gerðar til fyrirsvarsmanna. Ekki eru gerðar miklar kröfur til utanumhalds fjármuna og eftirlit ekki mikið og fremur formlegs eðlis. Þá segir í greiningunni að vegna eðlis þessara félaga eigi fólk af erlendu bergi brotið, eða fólk með tengsl við útlönd, gjarnan aðkomu að þeim og þá eftir atvikum með möguleika til að starfa yfir landamæri. Af þessum sökum sé umrætt félagaform verulega berskjaldað fyrir misnotkun. Á móti komi hins vegar að skráð trú- og lífsskoðunarfélög séu hér á landi og fá mál hafi komið inn á borð yfirvalda þeim tengd.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Trúmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira