Góður árangur á Landspítala af lífsbjargandi meðferðum Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. apríl 2019 09:30 Um er að ræða afar flókinn tækjabúnað og meðferð. Nordicphotos/Getty „Ísland er þarna alveg klárlega að bjóða upp á mjög flókna meðferð með mjög góðum árangri. Þetta er ástæðan fyrir því að við fáum þessa rannsókn birta í svona virtu tímariti,“ segir Tómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, um nýja rannsókn á svokallaðri ECMO-meðferð. Um er að ræða meðferð þar sem sérstök hjarta- og lungnadæla er notuð þegar önnur hefðbundnari meðferð eins og öndunarvél og lyf duga ekki til. Niðurstöður fyrri hluta rannsóknarinnar sem snýr að 17 sjúklingum sem fengu meðferð vegna lífshættulegrar öndunarfærabilunar hafa verið birtar í grein í skandinavísku vísindariti. Tómas stýrði rannsókninni en fyrsti höfundur greinarinnar er Inga Lára Ingvarsdóttir, sérnámslæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. „Það má eiginlega segja að þetta sé meðferð sem er notuð þegar allt annað hefur verið reynt og það þrotið. Þessir sjúklingar sem fara í ECMO-dælu hafa í raun verið taldir deyjandi og engin önnur úrræði í boði, ekki heldur að flytja þá erlendis. Þetta er í öllum tilvikum lífsbjargandi meðferð,“ segir Tómas. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að af þessum sautján sjúklingum lifðu ellefu meðferðina af, eða um tveir þriðju hópsins. Í öllum tilfellum nema einu var um brátt andnauðarheilkenni að ræða, til dæmis eftir lungnabólgu, eftir bílslys eða við nær-drukknun. „Þarna eru meðal annars þrjár ungar konur sem fengu svæsna lungnabólgu upp úr svínainflúensu og þær lifðu allar af. Við erum afar ánægð með þann árangur. Meðalaldur allra sjúklinganna er 32 ár þannig að þetta er ungt fólk sem á lífið fyrir höndum,“ segir Tómas. Tómas segir þessa meðferð hafa byrjað óvenju snemma á Íslandi eða árið 1991. Tilfellin voru fá fyrstu árin en hefur farið fjölgandi á undanförnum árum. „Mörgum kollegum mínum erlendis finnst það í rauninni skrýtið að við séum að bjóða upp á þessa þjónustu hér því að meðferðin er svo flókin og við fámenn þjóð með tiltölulega lítinn spítala. Við hjartaskurðlæknarnir kynntumst ECMO-meðferð í sérnámi okkar á stórum spítölum erlendis en þetta snýst ekki bara um aðgerðina, heldur ekki síður þátt svæfingarlækna og alls hjúkrunarfólksins sem kemur að meðferðinni. Einn svona sjúklingur á gjörgæslu krefst vöktunar allan sólarhringinn kannski í margar vikur. Þetta er með dýrustu meðferðum sem veittar eru á Landspítalanum,“ segir Tómas. Meðferðin sé það flókin að hún sé yfirleitt bara veitt á stórum hjartaskurðdeildum á stærstu sjúkrahúsunum erlendis. „Við erum náttúrulega að minnsta kosti þrjá klukkutíma í burtu ef við ætluðum að flytja þessa sjúklinga úr landi. Það hefur verið gert nokkrum sinnum en þá höfum við hafið meðferðina hér vegna þess að þessir sjúklingar eru oft það bráðveikir að þeir geta ekki beðið eftir meðferð. Þeir hefðu allir dáið ef þessi meðferð hefði ekki verið í boði á Íslandi.“ Tómas segir að það ánægjulega við niðurstöðurnar sé auðvitað í fyrsta lagi hversu margir lifa meðferðina af. „Í öðru lagi þá hefur þeim sem lifa af vegnað ótrúlega vel. Flestir eiga gott líf fyrir höndum enda hafa lungun alveg ótrúlega viðgerðarhæfni.“ Fyrir utan hópinn sem hefur hlotið meðferð vegna lungnabilunar er um að ræða um það bil helmingi fjölmennari hóp sem hefur hlotið meðferð þar sem dælan er notuð til að hjálpa hjartanu, eins og við svæsna hjartabilun. Niðurstöður rannsóknar á þeim sjúklingum verða birtar síðar á árinu og segir Tómas þær niðurstöður einnig spennandi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
„Ísland er þarna alveg klárlega að bjóða upp á mjög flókna meðferð með mjög góðum árangri. Þetta er ástæðan fyrir því að við fáum þessa rannsókn birta í svona virtu tímariti,“ segir Tómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, um nýja rannsókn á svokallaðri ECMO-meðferð. Um er að ræða meðferð þar sem sérstök hjarta- og lungnadæla er notuð þegar önnur hefðbundnari meðferð eins og öndunarvél og lyf duga ekki til. Niðurstöður fyrri hluta rannsóknarinnar sem snýr að 17 sjúklingum sem fengu meðferð vegna lífshættulegrar öndunarfærabilunar hafa verið birtar í grein í skandinavísku vísindariti. Tómas stýrði rannsókninni en fyrsti höfundur greinarinnar er Inga Lára Ingvarsdóttir, sérnámslæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. „Það má eiginlega segja að þetta sé meðferð sem er notuð þegar allt annað hefur verið reynt og það þrotið. Þessir sjúklingar sem fara í ECMO-dælu hafa í raun verið taldir deyjandi og engin önnur úrræði í boði, ekki heldur að flytja þá erlendis. Þetta er í öllum tilvikum lífsbjargandi meðferð,“ segir Tómas. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að af þessum sautján sjúklingum lifðu ellefu meðferðina af, eða um tveir þriðju hópsins. Í öllum tilfellum nema einu var um brátt andnauðarheilkenni að ræða, til dæmis eftir lungnabólgu, eftir bílslys eða við nær-drukknun. „Þarna eru meðal annars þrjár ungar konur sem fengu svæsna lungnabólgu upp úr svínainflúensu og þær lifðu allar af. Við erum afar ánægð með þann árangur. Meðalaldur allra sjúklinganna er 32 ár þannig að þetta er ungt fólk sem á lífið fyrir höndum,“ segir Tómas. Tómas segir þessa meðferð hafa byrjað óvenju snemma á Íslandi eða árið 1991. Tilfellin voru fá fyrstu árin en hefur farið fjölgandi á undanförnum árum. „Mörgum kollegum mínum erlendis finnst það í rauninni skrýtið að við séum að bjóða upp á þessa þjónustu hér því að meðferðin er svo flókin og við fámenn þjóð með tiltölulega lítinn spítala. Við hjartaskurðlæknarnir kynntumst ECMO-meðferð í sérnámi okkar á stórum spítölum erlendis en þetta snýst ekki bara um aðgerðina, heldur ekki síður þátt svæfingarlækna og alls hjúkrunarfólksins sem kemur að meðferðinni. Einn svona sjúklingur á gjörgæslu krefst vöktunar allan sólarhringinn kannski í margar vikur. Þetta er með dýrustu meðferðum sem veittar eru á Landspítalanum,“ segir Tómas. Meðferðin sé það flókin að hún sé yfirleitt bara veitt á stórum hjartaskurðdeildum á stærstu sjúkrahúsunum erlendis. „Við erum náttúrulega að minnsta kosti þrjá klukkutíma í burtu ef við ætluðum að flytja þessa sjúklinga úr landi. Það hefur verið gert nokkrum sinnum en þá höfum við hafið meðferðina hér vegna þess að þessir sjúklingar eru oft það bráðveikir að þeir geta ekki beðið eftir meðferð. Þeir hefðu allir dáið ef þessi meðferð hefði ekki verið í boði á Íslandi.“ Tómas segir að það ánægjulega við niðurstöðurnar sé auðvitað í fyrsta lagi hversu margir lifa meðferðina af. „Í öðru lagi þá hefur þeim sem lifa af vegnað ótrúlega vel. Flestir eiga gott líf fyrir höndum enda hafa lungun alveg ótrúlega viðgerðarhæfni.“ Fyrir utan hópinn sem hefur hlotið meðferð vegna lungnabilunar er um að ræða um það bil helmingi fjölmennari hóp sem hefur hlotið meðferð þar sem dælan er notuð til að hjálpa hjartanu, eins og við svæsna hjartabilun. Niðurstöður rannsóknar á þeim sjúklingum verða birtar síðar á árinu og segir Tómas þær niðurstöður einnig spennandi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira