Fullkomið kvöld hjá Hayward í sigri Boston Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2019 10:00 Öll skot Hayward í nótt sungu í netinu vísir/getty Gordon Hayward fór á kostum er Boston Celtics hafði betur gegn Indiana Pacers í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Hayward kom inn af varamannabekknum og setti öll níu skotin sín ofan í körfuna og skilaði þremur vítaskotum sem gaf honum 21 stig og hjálpaði Celtics til 117-97 sigurs. Með sigrinum fóru grænir langt með að tryggja sér fjórða sætið í austurdeildinni og heimaleikjarétt í 8-liða úrslitunum en þessi lið berjast um fjórða sætið. Boston er nú einum sigri ofar en Indiana og með betri innbyrðisstöðu þegar aðeins tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni. Jason Tatum var stigahæstur í liði Boston með 22 stig, Myles Turner gerði 15 stig fyrir Indiana.@gordonhayward scores 21 PTS on a perfect 9-9 shooting to power the @celtics win at IND! #CUsRisepic.twitter.com/Hfj0rhni9f — NBA (@NBA) April 6, 2019 Ríkjandi meistarar í Golden State unnu sex stiga heimasigur á Cleveland Cavaliers í leik þar sem Stephen Curry færði sig upp í þriðja sæti á stigalista félagsins. Curry skoraði 40 stig fyrir Golden State og er nú þriðji stigahæsti leikmaður Warriors frá upphafi með 16.283 stig. Wilt Chamberlain, 17.783, og Rick Barry, 16.447, eru þeir einu sem eru fyrir ofan hann. Curry skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum og átti sjö stoðsendingar. Golden State komst í 21 stigs forystu en þurfti að halda aftur af áhlaupi Cleveland og endaði leikurinn í 120-114 sigri Warriors. Þessi lið mættust í úrslitum NBA deildarinnar síðustu fjögur ár en það var ekki sami glansinn í kringum þennan leik. Golden State er á leið í úrslitakeppnina á ný, þeir sitja á toppi vesturdeildarinnar, en Cleveland á engan möguleika á að komast í úrslitakeppni austurdeildarinnar.40 PTS | 9 3PM | 7 AST | 6 REB@StephenCurry30 and the @warriors improve to 55-24 on the season! #DubNationpic.twitter.com/kwqlOim8bS — NBA (@NBA) April 6, 2019 Denver Nuggets er enn í möguleika á því að taka toppsæti vesturdeildarinnar af Golden State eftir sigur á Portland Trail Blazers. Nikola Jokic skoraði 22 stig fyrir Denver og var hársbreidd frá tvöfaldri þrennu með 13 fráköst og níu stoðsendingar. Denver þarf hins vegar að treysta á að Golden State tapi þeim leikjum sem þeir eiga eftir til þess að taka toppsætið, en annað sætið er í höndum Nuggets og það yrði í fyrsta skipti síðan 2009 sem þeir næðu að enda tímabilið í öðru sæti.Nikola Jokic (22 PTS, 13 REB, 9 AST), & @Paulmillsap4 (25 PTS) fuel the @nuggets win over POR! #MileHighBasketballpic.twitter.com/YuaiH6SWwX — NBA (@NBA) April 6, 2019Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Toronto Raptors 113-111 Orlando Magic - Atlanta Hawks 149-113 Washington Wizards - San Antonio Spurs 112-129 Indiana Pacers - Boston Celtics 97-117 Houston Rockets - New York Knicks 120-96 Minnesota Timberwolves - Miami Heat 111-109 Oklahoma City Thunder - Detroit Pistons 123-110 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 112-122 Utah Jazz - Sacramento Kings 119-98 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 133-126 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 119-110 Golden State Warriors - Cleveland Cavaliers 120-114 LA Clippers - Los Angeles Lakers 117-122 NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Gordon Hayward fór á kostum er Boston Celtics hafði betur gegn Indiana Pacers í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Hayward kom inn af varamannabekknum og setti öll níu skotin sín ofan í körfuna og skilaði þremur vítaskotum sem gaf honum 21 stig og hjálpaði Celtics til 117-97 sigurs. Með sigrinum fóru grænir langt með að tryggja sér fjórða sætið í austurdeildinni og heimaleikjarétt í 8-liða úrslitunum en þessi lið berjast um fjórða sætið. Boston er nú einum sigri ofar en Indiana og með betri innbyrðisstöðu þegar aðeins tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni. Jason Tatum var stigahæstur í liði Boston með 22 stig, Myles Turner gerði 15 stig fyrir Indiana.@gordonhayward scores 21 PTS on a perfect 9-9 shooting to power the @celtics win at IND! #CUsRisepic.twitter.com/Hfj0rhni9f — NBA (@NBA) April 6, 2019 Ríkjandi meistarar í Golden State unnu sex stiga heimasigur á Cleveland Cavaliers í leik þar sem Stephen Curry færði sig upp í þriðja sæti á stigalista félagsins. Curry skoraði 40 stig fyrir Golden State og er nú þriðji stigahæsti leikmaður Warriors frá upphafi með 16.283 stig. Wilt Chamberlain, 17.783, og Rick Barry, 16.447, eru þeir einu sem eru fyrir ofan hann. Curry skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum og átti sjö stoðsendingar. Golden State komst í 21 stigs forystu en þurfti að halda aftur af áhlaupi Cleveland og endaði leikurinn í 120-114 sigri Warriors. Þessi lið mættust í úrslitum NBA deildarinnar síðustu fjögur ár en það var ekki sami glansinn í kringum þennan leik. Golden State er á leið í úrslitakeppnina á ný, þeir sitja á toppi vesturdeildarinnar, en Cleveland á engan möguleika á að komast í úrslitakeppni austurdeildarinnar.40 PTS | 9 3PM | 7 AST | 6 REB@StephenCurry30 and the @warriors improve to 55-24 on the season! #DubNationpic.twitter.com/kwqlOim8bS — NBA (@NBA) April 6, 2019 Denver Nuggets er enn í möguleika á því að taka toppsæti vesturdeildarinnar af Golden State eftir sigur á Portland Trail Blazers. Nikola Jokic skoraði 22 stig fyrir Denver og var hársbreidd frá tvöfaldri þrennu með 13 fráköst og níu stoðsendingar. Denver þarf hins vegar að treysta á að Golden State tapi þeim leikjum sem þeir eiga eftir til þess að taka toppsætið, en annað sætið er í höndum Nuggets og það yrði í fyrsta skipti síðan 2009 sem þeir næðu að enda tímabilið í öðru sæti.Nikola Jokic (22 PTS, 13 REB, 9 AST), & @Paulmillsap4 (25 PTS) fuel the @nuggets win over POR! #MileHighBasketballpic.twitter.com/YuaiH6SWwX — NBA (@NBA) April 6, 2019Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Toronto Raptors 113-111 Orlando Magic - Atlanta Hawks 149-113 Washington Wizards - San Antonio Spurs 112-129 Indiana Pacers - Boston Celtics 97-117 Houston Rockets - New York Knicks 120-96 Minnesota Timberwolves - Miami Heat 111-109 Oklahoma City Thunder - Detroit Pistons 123-110 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 112-122 Utah Jazz - Sacramento Kings 119-98 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 133-126 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 119-110 Golden State Warriors - Cleveland Cavaliers 120-114 LA Clippers - Los Angeles Lakers 117-122
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum