Segja Indverja hyggja á árás gegn Pakistan Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2019 19:53 Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan. EPA/HOW HWEE YOUNG Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. Yfirvöld Indlands saka nágranna sína um móðursýki. Samband ríkjanna hefur verið stirt frá því í febrúar þegar hryðjuverkasamtök, sem starfrækt eru í Pakistan, felldu 40 indverska hermenn í sjálfsmorðsárás í Kasmír. Indverjar gerðu í kjölfarið loftárás á yfirráðasvæði Pakistan í Kasmír og kom til orrustu á milli flugmanna ríkjanna sem endaði með því að ein indversk þota var skotin niður. Indverjar hafa jafnvel sakað Pakistana um að hafa komið að sjálfsmorðsárásinni. Því hefur verið neitað í Islamabad og Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, hefur heitið því að starfa með Indverjum til að rannsaka þær ásakanir búi þeir yfir einhverjum marktækum sönnunargögnum. Bæði ríkin búa yfir kjarnorkuvopnum og hafa háð þrjár styrjaldir sín á milli frá því Bretar yfirgáfu svæðið og skiptu ríkjunum upp eftir trúarbrögðum heimamanna árið 1947. Af þeim hafa tvær snúist um Kasmír, sem bæði ríkin gera tilkall til en stjórna sitthvorum hluta héraðsins. Qureshi ræddi við blaðamenn í dag og sagði að Pakistanar hefðu áreiðanlegar upplýsingar um að Indverjar væru að skipuleggja árás á Pakistan á milli 16. og 20. apríl. Hann sagði að búið væri að koma þeim upplýsingum til sendiherra fastaríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Raveesh Kumar, talsmaður Utanríkisráðuneytis Indlands, sagði ekkert til í þessum ásökunum. Hann sagði þær fáránlegar og sagði að Qureshi væri að sýna óábyrga hegðun. Markmið hans væri að valda usla og hvetja hryðjuverkamenn í Pakistan til þess að gera árásir í Indlandi. Indland Pakistan Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Sjá meira
Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. Yfirvöld Indlands saka nágranna sína um móðursýki. Samband ríkjanna hefur verið stirt frá því í febrúar þegar hryðjuverkasamtök, sem starfrækt eru í Pakistan, felldu 40 indverska hermenn í sjálfsmorðsárás í Kasmír. Indverjar gerðu í kjölfarið loftárás á yfirráðasvæði Pakistan í Kasmír og kom til orrustu á milli flugmanna ríkjanna sem endaði með því að ein indversk þota var skotin niður. Indverjar hafa jafnvel sakað Pakistana um að hafa komið að sjálfsmorðsárásinni. Því hefur verið neitað í Islamabad og Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, hefur heitið því að starfa með Indverjum til að rannsaka þær ásakanir búi þeir yfir einhverjum marktækum sönnunargögnum. Bæði ríkin búa yfir kjarnorkuvopnum og hafa háð þrjár styrjaldir sín á milli frá því Bretar yfirgáfu svæðið og skiptu ríkjunum upp eftir trúarbrögðum heimamanna árið 1947. Af þeim hafa tvær snúist um Kasmír, sem bæði ríkin gera tilkall til en stjórna sitthvorum hluta héraðsins. Qureshi ræddi við blaðamenn í dag og sagði að Pakistanar hefðu áreiðanlegar upplýsingar um að Indverjar væru að skipuleggja árás á Pakistan á milli 16. og 20. apríl. Hann sagði að búið væri að koma þeim upplýsingum til sendiherra fastaríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Raveesh Kumar, talsmaður Utanríkisráðuneytis Indlands, sagði ekkert til í þessum ásökunum. Hann sagði þær fáránlegar og sagði að Qureshi væri að sýna óábyrga hegðun. Markmið hans væri að valda usla og hvetja hryðjuverkamenn í Pakistan til þess að gera árásir í Indlandi.
Indland Pakistan Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Sjá meira