Þriggja vasaklúta þáttur um Katrínu Tönju: „Hún gerði þetta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. apríl 2019 14:45 Amma Katrínar Tönju var hennar helsti stuðningsmaður. Crossfit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir var gestur í öðrum þætti af Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. Í þáttunum eltir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal íslenskt afreksfólk sem hefur gert góða hluti á sínu sviði. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í Crossfit í tvígang og er hún ein allra stærsta stjarnan í Crossfit í heiminum. Þátturinn í gær vakti heldur betur mikla athygli og voru nokkrar gæsahúðasögur í þættinum. Ein slík kom undir lok þáttarins og tengdist hún sigri Katrínar Tönju á heimsleikunum árið 2016. Fyrir leikana hafði amma hennar fallið skyndilega frá, en hún var helsti stuðningsmaður Katrínar og hennar allra besti vinur. „2016 sigurinn hefur svo mikið meiri þýðingu fyrir mig,“ segir Katrín Tanja. „Mér fannst eins og margir væru að tala um að sigurinn árið 2015 hafi verið smá heppni og ég vildi svo mikið sanna fyrir öllum að ég ætti þetta skilið. Svo mjög skyndilega árið 2016 deyr amma og hún var besta vinkonan mín í lífinu og alltaf verið stærsti stuðningsmaðurinn minn og við höfum alltaf verið ótrúlega nánar.“ Katrín segir að fráfall hennar hafi verið mjög mikið áfall. „Ég dílaði aldrei almennilega við þetta og bara dembdi mér í æfingar og ákvað að gera allt fyrir hana. Það var svo oft á þessum leikum sem ég skil ekki hvernig ég gerði hlutina sem ég gerði. En þegar ég hugsa til baka þá fatta ég að hún gerði þetta.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum og þar fyrir neðan má sjá færslur á Twitter um þáttinn..@Auddib takk fyrir þessa geggjuðu þætti.! Væri til í að þeir væri lámark 90 mín Halldór var mjög flottur en @katrintanja var frábær #AtvinnumennirnirOkkar — Hlynur Geir Hjartarson (@HlynurGeir) April 7, 2019Geggjað stöff @Auddib#AtvinnumennirnirOkkarhttps://t.co/NjX7uVMSUn — Hallgrímur ólafsson (@hallgrimurolafs) April 7, 2019#AtvinnumennirnirOkkar er svo geggjað TV. Þetta var ég í miðjum þætti í kvöld pic.twitter.com/EbJHDuYhou — Daníel (@danieltrausta) April 7, 2019Geggjaðir þættir og nú þarf að bíða í viku #AtvinnumennirnirOkkar@Auddib — Sigmundur (@Simmisporttv) April 7, 2019Frábærir þættir hjá þér @Auddib Geggjað að fá innsýn í líf @katrintanja sem ég hef fylgst með frá upphafi ferils síns, gaman að rifja þetta allt saman upp með tár í augunum af stolti Algjörlega frábær fyrirmynd #AtvinnumennirnirOkkar — Harpa Melsteð (@harpamel) April 7, 2019Þessir þættir maður Geggjaður þáttur hjá @Auddib um hana @katrintanja. Þvílíkur íþróttamaður. Fyrirmynd fyrir valkyrjur landsins #AtvinnumennirnirOkkar — Maggi Peran (@maggiperan) April 7, 2019Ohhh Katrín Tanja er svo mögnuð - geggjaður þáttur — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) April 7, 2019Þriðja serían af Atvinnumönnunum okkar er geggjuð so far. Katrín Tanja ein nettasta kona landsins, þvílík fyrirmynd — Sura Þína (@ThuraStina) April 7, 2019Er að tengja svo hart við alla Tólfugaurana sem segja hetjusögur af sér að hafa unnið Gylfa Sig í 5. flokki. Ég nefnilega vann @katrintanja örsjaldan í boltaíþróttum í Verzló. Shit hvað hún er sturluð íþróttakona! — Guðrún Ingadóttir (@gudruningad) April 7, 2019 Atvinnumennirnir okkar Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Crossfit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir var gestur í öðrum þætti af Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. Í þáttunum eltir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal íslenskt afreksfólk sem hefur gert góða hluti á sínu sviði. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í Crossfit í tvígang og er hún ein allra stærsta stjarnan í Crossfit í heiminum. Þátturinn í gær vakti heldur betur mikla athygli og voru nokkrar gæsahúðasögur í þættinum. Ein slík kom undir lok þáttarins og tengdist hún sigri Katrínar Tönju á heimsleikunum árið 2016. Fyrir leikana hafði amma hennar fallið skyndilega frá, en hún var helsti stuðningsmaður Katrínar og hennar allra besti vinur. „2016 sigurinn hefur svo mikið meiri þýðingu fyrir mig,“ segir Katrín Tanja. „Mér fannst eins og margir væru að tala um að sigurinn árið 2015 hafi verið smá heppni og ég vildi svo mikið sanna fyrir öllum að ég ætti þetta skilið. Svo mjög skyndilega árið 2016 deyr amma og hún var besta vinkonan mín í lífinu og alltaf verið stærsti stuðningsmaðurinn minn og við höfum alltaf verið ótrúlega nánar.“ Katrín segir að fráfall hennar hafi verið mjög mikið áfall. „Ég dílaði aldrei almennilega við þetta og bara dembdi mér í æfingar og ákvað að gera allt fyrir hana. Það var svo oft á þessum leikum sem ég skil ekki hvernig ég gerði hlutina sem ég gerði. En þegar ég hugsa til baka þá fatta ég að hún gerði þetta.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum og þar fyrir neðan má sjá færslur á Twitter um þáttinn..@Auddib takk fyrir þessa geggjuðu þætti.! Væri til í að þeir væri lámark 90 mín Halldór var mjög flottur en @katrintanja var frábær #AtvinnumennirnirOkkar — Hlynur Geir Hjartarson (@HlynurGeir) April 7, 2019Geggjað stöff @Auddib#AtvinnumennirnirOkkarhttps://t.co/NjX7uVMSUn — Hallgrímur ólafsson (@hallgrimurolafs) April 7, 2019#AtvinnumennirnirOkkar er svo geggjað TV. Þetta var ég í miðjum þætti í kvöld pic.twitter.com/EbJHDuYhou — Daníel (@danieltrausta) April 7, 2019Geggjaðir þættir og nú þarf að bíða í viku #AtvinnumennirnirOkkar@Auddib — Sigmundur (@Simmisporttv) April 7, 2019Frábærir þættir hjá þér @Auddib Geggjað að fá innsýn í líf @katrintanja sem ég hef fylgst með frá upphafi ferils síns, gaman að rifja þetta allt saman upp með tár í augunum af stolti Algjörlega frábær fyrirmynd #AtvinnumennirnirOkkar — Harpa Melsteð (@harpamel) April 7, 2019Þessir þættir maður Geggjaður þáttur hjá @Auddib um hana @katrintanja. Þvílíkur íþróttamaður. Fyrirmynd fyrir valkyrjur landsins #AtvinnumennirnirOkkar — Maggi Peran (@maggiperan) April 7, 2019Ohhh Katrín Tanja er svo mögnuð - geggjaður þáttur — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) April 7, 2019Þriðja serían af Atvinnumönnunum okkar er geggjuð so far. Katrín Tanja ein nettasta kona landsins, þvílík fyrirmynd — Sura Þína (@ThuraStina) April 7, 2019Er að tengja svo hart við alla Tólfugaurana sem segja hetjusögur af sér að hafa unnið Gylfa Sig í 5. flokki. Ég nefnilega vann @katrintanja örsjaldan í boltaíþróttum í Verzló. Shit hvað hún er sturluð íþróttakona! — Guðrún Ingadóttir (@gudruningad) April 7, 2019
Atvinnumennirnir okkar Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira