Þúsundir flýja undan átökum í Líbíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2019 23:00 Reuters segir átökin ógna áætlunum Sameinuðu þjóðanna um að boða til kosninga og binda þannig enda á deilur ráðandi fylkinga í landinu. Vísir/EPA Minnst 2.800 manns hafa flúið undan átökum nærri Trípólí, höfuðborg Líbíu. Einhverjir borgarar eru þar að auki fastir á átákasvæðum eftir að vopnaðar sveitir hliðhollar hershöfðingjanum Khalifa haftar hófu sókn gegn höfuðborginni í síðustu viku. Sveitir hans gerðu loftárás á eina virka flugvöll Trípólí í dag en árásin hefur verið fordæmd af Sameinuðu þjóðunum.Talsmaður Haftar segir árásina ekki hafa beinst gegn almennum borgurum. Heldur hafi hún beinst gegn orrustuþotu sem var á flugbraut flugvallarins. Reuters segir átökin ógna áætlunum Sameinuðu þjóðanna um að boða til kosninga og binda þannig enda á deilur ráðandi fylkinga í landinu. Þar að auki gætu átökin hægt á útflutningi olíu, og hafa þau þegar leitt til hækkunar á mörkuðum, og aukið flæði farand- og flóttafólks frá Líbíu til Evrópu.Tugir hópa eru starfandi í Líbíu en tveir eru stærstir. Þeir eru ríkisstjórnin sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna. Hún var mynduð árið 2015 en hefur átt erfitt með að ná stjórn á landinu. Hinn hópurinn er LNA sem Haftar stjórnar. Hann var á árum áður hershöfðingi fyrir Muammar Gaddafi, einræðisherra, og hjálpaði honum að ná völdum árið 1969. Hann lenti þó í ónáð og þurfti að flýja til Bandaríkjanna. Haftar sneri aftur árið 2011 og tók þátt í baráttunni gegn Gaddafi. Hann er nú studdur af nokkrum ríkjum eins og Rússlandi og Sádi-Arabíu, samkvæmt Guardian, og stjórnar í raun stórum hluta landsins í austri og suðri. Íbúar Trípólí sem ekki hafa haft tök á því að flýja segjast lafandi hræddir vegna átakanna. Líbía Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Minnst 2.800 manns hafa flúið undan átökum nærri Trípólí, höfuðborg Líbíu. Einhverjir borgarar eru þar að auki fastir á átákasvæðum eftir að vopnaðar sveitir hliðhollar hershöfðingjanum Khalifa haftar hófu sókn gegn höfuðborginni í síðustu viku. Sveitir hans gerðu loftárás á eina virka flugvöll Trípólí í dag en árásin hefur verið fordæmd af Sameinuðu þjóðunum.Talsmaður Haftar segir árásina ekki hafa beinst gegn almennum borgurum. Heldur hafi hún beinst gegn orrustuþotu sem var á flugbraut flugvallarins. Reuters segir átökin ógna áætlunum Sameinuðu þjóðanna um að boða til kosninga og binda þannig enda á deilur ráðandi fylkinga í landinu. Þar að auki gætu átökin hægt á útflutningi olíu, og hafa þau þegar leitt til hækkunar á mörkuðum, og aukið flæði farand- og flóttafólks frá Líbíu til Evrópu.Tugir hópa eru starfandi í Líbíu en tveir eru stærstir. Þeir eru ríkisstjórnin sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna. Hún var mynduð árið 2015 en hefur átt erfitt með að ná stjórn á landinu. Hinn hópurinn er LNA sem Haftar stjórnar. Hann var á árum áður hershöfðingi fyrir Muammar Gaddafi, einræðisherra, og hjálpaði honum að ná völdum árið 1969. Hann lenti þó í ónáð og þurfti að flýja til Bandaríkjanna. Haftar sneri aftur árið 2011 og tók þátt í baráttunni gegn Gaddafi. Hann er nú studdur af nokkrum ríkjum eins og Rússlandi og Sádi-Arabíu, samkvæmt Guardian, og stjórnar í raun stórum hluta landsins í austri og suðri. Íbúar Trípólí sem ekki hafa haft tök á því að flýja segjast lafandi hræddir vegna átakanna.
Líbía Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira