Ráðuneytin fengu loks sitt árshátíðardjamm Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. apríl 2019 07:15 Líkt og Fréttablaðið fjallaði um síðasta haust þá lýsti Lilja Alfreðsdóttir áhyggjum af dagsetningu veislunnar við Katrínu Jakobsdóttur sem tók undir þær og úr varð að hátíðarhöldin voru blásin af. vísir/vilhelm Hálfu ári eftir að árshátíð Stjórnarráðsins var frestað að undirlagi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, gerði starfsfólk ráðuneytanna sér loks glaðan dag um helgina. Leikarar stýrðu veislunni og vinsælir tónlistarmenn komu fram. Árshátíð starfsfólks ráðuneytanna fór fram á veitinga- og veisluhúsinu Gullhömrum í Grafarholti og var samkvæmt heimildum mikið fjör. Fréttablaðið greindi frá því í september síðastliðnum að ákveðið hefði verið að blása hátíðina af vegna þess að tímasetning hennar þótti með eindæmum óheppileg. Til stóð að halda árshátíðina þann 6. október, á tíu ára afmæli íslenska efnahagshrunsins og frægrar Guð blessi Ísland-ræðu Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra. Ráðuneytin, auk skrifstofu forseta Íslands, skiptast á um að skipuleggja árshátíð Stjórnarráðsins og að þessu sinni var það mennta- og menningarmálaráðuneytið og starfsmannafélag þess sem sá um hana. Líkt og Fréttablaðið fjallaði um síðasta haust þá lýsti Lilja Alfreðsdóttir áhyggjum af dagsetningu veislunnar við Katrínu Jakobsdóttur sem tók undir þær og úr varð að hátíðarhöldin voru blásin af. Hermdu heimildir að nokkurrar óánægju hefði gætt meðal starfsmanna vegna þessarar afskiptasemi. Aðrir tóku undir þær áhyggjur að partístand æðstu ráðamanna þjóðarinnar á þessum tímamótadegi myndi lýsa ákveðnu skeytingarleysi. Nú, rúmlega hálfu ári eftir að árshátíðin var blásin af, gat hún farið fram á þægilega hlutlausum degi sem engan stuðar, laugardeginum 6. apríl. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sóttu 550 gestir árshátíðina. Leikararnir Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Valur Freyr Einarsson sáu um veislustjórn en meðal skemmtiatriða voru söngkonan Emilíana Torrini og rapparinn Emmsjé Gauti. Dj Margeir sá síðan um að þeyta skífum og skemmta fólki fram eftir. Áætlaður kostnaður starfsmannafélags ráðuneytisins vegna skipulagningarinnar er 1,6 milljónir króna. Heildarkostnaður vegna árshátíðarinnar, sem skiptast mun milli ráðuneytanna tíu, liggur ekki fyrir samkvæmt svari ráðuneytisins. Birtist í Fréttablaðinu Næturlíf Stjórnsýsla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Hálfu ári eftir að árshátíð Stjórnarráðsins var frestað að undirlagi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, gerði starfsfólk ráðuneytanna sér loks glaðan dag um helgina. Leikarar stýrðu veislunni og vinsælir tónlistarmenn komu fram. Árshátíð starfsfólks ráðuneytanna fór fram á veitinga- og veisluhúsinu Gullhömrum í Grafarholti og var samkvæmt heimildum mikið fjör. Fréttablaðið greindi frá því í september síðastliðnum að ákveðið hefði verið að blása hátíðina af vegna þess að tímasetning hennar þótti með eindæmum óheppileg. Til stóð að halda árshátíðina þann 6. október, á tíu ára afmæli íslenska efnahagshrunsins og frægrar Guð blessi Ísland-ræðu Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra. Ráðuneytin, auk skrifstofu forseta Íslands, skiptast á um að skipuleggja árshátíð Stjórnarráðsins og að þessu sinni var það mennta- og menningarmálaráðuneytið og starfsmannafélag þess sem sá um hana. Líkt og Fréttablaðið fjallaði um síðasta haust þá lýsti Lilja Alfreðsdóttir áhyggjum af dagsetningu veislunnar við Katrínu Jakobsdóttur sem tók undir þær og úr varð að hátíðarhöldin voru blásin af. Hermdu heimildir að nokkurrar óánægju hefði gætt meðal starfsmanna vegna þessarar afskiptasemi. Aðrir tóku undir þær áhyggjur að partístand æðstu ráðamanna þjóðarinnar á þessum tímamótadegi myndi lýsa ákveðnu skeytingarleysi. Nú, rúmlega hálfu ári eftir að árshátíðin var blásin af, gat hún farið fram á þægilega hlutlausum degi sem engan stuðar, laugardeginum 6. apríl. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sóttu 550 gestir árshátíðina. Leikararnir Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Valur Freyr Einarsson sáu um veislustjórn en meðal skemmtiatriða voru söngkonan Emilíana Torrini og rapparinn Emmsjé Gauti. Dj Margeir sá síðan um að þeyta skífum og skemmta fólki fram eftir. Áætlaður kostnaður starfsmannafélags ráðuneytisins vegna skipulagningarinnar er 1,6 milljónir króna. Heildarkostnaður vegna árshátíðarinnar, sem skiptast mun milli ráðuneytanna tíu, liggur ekki fyrir samkvæmt svari ráðuneytisins.
Birtist í Fréttablaðinu Næturlíf Stjórnsýsla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira