Stjórnarráðið ætlar að draga úr losun um 40% næsta áratuginn Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2019 11:42 Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar að loftslagslögum er kveðið á um að stjórnarráðið, allar stofnanir ríkisins og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins setji sér loftslagsstefnu. Fréttablaðið/Vilhelm Kolefnislosun flugferða verður tekin með í reikninginn og fjarfundum verður fjölgað samkvæmt loftslagsstefnu stjórnarráðsins sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Markmiðið er að stjórnarráðið dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum um 40% fyrir árið 2030. Loftslagsstefnan nær til allra tíu ráðuneyta stjórnarráðsins og rekstrarfélags stjórnarráðsins en til viðbótar eru gerðar kröfur til ríkisstofnana um aðgerðir í loftslagsmálum, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Auk samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun ætlar stjórnarráðið sér að kolefnisjafna alla losun sína strax á þessu ári og á endum binda meiri koltvísýring en það losar. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að fylgja loftslagsstefnunni eftir. Mest losun stjórnarráðsins er til komin vegna flugferða starfsmanna þess erlendis eða um tveir þriðju hlutar losunarinnar. Þar á eftir koma ferðir starfsfólks til og frá vinnu (16%), akstur á vegum ráðuneyta (7%), losun frá mötuneytum (5%), flugferðir starfsmanna innanlands (3%), losun vegna úrgangs sem fellur til (1%) og orkunotkun (1%).Fækka innlendum flugferðum um tæpan fimmtung Aðgerðirnar sem ráðist verður í ná til fjögurra ára til ársins 2022. Til að byrja með á að veita losun frá flugi sérstaka athygli með það fyrir augum að draga úr henni án þess að setja alþjóðlegu samstarfi og skuldbindingum Íslands skorður. Markmiðið er að fækka flugferðum erlendis um 2% og innanlands um 19%. Tækifæri eru sögð leynast til samdráttar í skipulagningu og fjölgun fjarfunda. Þannig á að þróa veflausn fyrir skipulagningu ferða sem veitir upplýsingar um kolefnisspor mismunandi leiða. Þannig verði hægt að fylgjast með kolefnislosun ferða á sama hátt og fylgst sé með kostnaði í krónum talið. Þá verður fjarfundarbúnaði komið upp í öllum ráðuneytum og starfsmönnum veitt fræðsla og þjálfun í notkun hans ásamt leiðbeiningum um hvaða fundir henta sem fjarfundir. Ráðuneytin eiga jafnframt að setja sér markmið um aukið hlutfall fjarfunda. Á þessu ári stendur einnig til að fjölga hleðslustöðvum rafbíla við ráðuneyti, koma upp hjólaaðstöðu fyrir starfsmenn og efla þekkingu starfsmanna á loftslagsmálum. Markmiðið er að draga úr losun vegna ferða starfsmanna til og frá vinnu um rúman fimmtung. Einnig verður starfsmönnum boðið upp á rafhjól fyrir styttri vinnuferðir. Til að draga úr losun vegna aksturs á vegum ráðuneyta um 30% ætlar stjórnarráðið að semja við bílaleigur um að nýta vistvæna bíla og óska sérstaklega eftir visthæfum leigubílum. Þá stendur til að rafvæða bílaflota stjórnarráðsins, þar á meðal ráðherra- og þjónustubíla. Fyrir kolefnisjöfnun stjórnarráðsins á að koma á fót sérstöku landgræðslusvæði sem ráðuneyti og stofnanir hafa val um að nýta þar sem starfsmenn planta sjálfir. Bílaleigur Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Allar ríkisstofnanir skyldaðar til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. 2. apríl 2019 06:30 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Kolefnislosun flugferða verður tekin með í reikninginn og fjarfundum verður fjölgað samkvæmt loftslagsstefnu stjórnarráðsins sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Markmiðið er að stjórnarráðið dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum um 40% fyrir árið 2030. Loftslagsstefnan nær til allra tíu ráðuneyta stjórnarráðsins og rekstrarfélags stjórnarráðsins en til viðbótar eru gerðar kröfur til ríkisstofnana um aðgerðir í loftslagsmálum, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Auk samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun ætlar stjórnarráðið sér að kolefnisjafna alla losun sína strax á þessu ári og á endum binda meiri koltvísýring en það losar. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að fylgja loftslagsstefnunni eftir. Mest losun stjórnarráðsins er til komin vegna flugferða starfsmanna þess erlendis eða um tveir þriðju hlutar losunarinnar. Þar á eftir koma ferðir starfsfólks til og frá vinnu (16%), akstur á vegum ráðuneyta (7%), losun frá mötuneytum (5%), flugferðir starfsmanna innanlands (3%), losun vegna úrgangs sem fellur til (1%) og orkunotkun (1%).Fækka innlendum flugferðum um tæpan fimmtung Aðgerðirnar sem ráðist verður í ná til fjögurra ára til ársins 2022. Til að byrja með á að veita losun frá flugi sérstaka athygli með það fyrir augum að draga úr henni án þess að setja alþjóðlegu samstarfi og skuldbindingum Íslands skorður. Markmiðið er að fækka flugferðum erlendis um 2% og innanlands um 19%. Tækifæri eru sögð leynast til samdráttar í skipulagningu og fjölgun fjarfunda. Þannig á að þróa veflausn fyrir skipulagningu ferða sem veitir upplýsingar um kolefnisspor mismunandi leiða. Þannig verði hægt að fylgjast með kolefnislosun ferða á sama hátt og fylgst sé með kostnaði í krónum talið. Þá verður fjarfundarbúnaði komið upp í öllum ráðuneytum og starfsmönnum veitt fræðsla og þjálfun í notkun hans ásamt leiðbeiningum um hvaða fundir henta sem fjarfundir. Ráðuneytin eiga jafnframt að setja sér markmið um aukið hlutfall fjarfunda. Á þessu ári stendur einnig til að fjölga hleðslustöðvum rafbíla við ráðuneyti, koma upp hjólaaðstöðu fyrir starfsmenn og efla þekkingu starfsmanna á loftslagsmálum. Markmiðið er að draga úr losun vegna ferða starfsmanna til og frá vinnu um rúman fimmtung. Einnig verður starfsmönnum boðið upp á rafhjól fyrir styttri vinnuferðir. Til að draga úr losun vegna aksturs á vegum ráðuneyta um 30% ætlar stjórnarráðið að semja við bílaleigur um að nýta vistvæna bíla og óska sérstaklega eftir visthæfum leigubílum. Þá stendur til að rafvæða bílaflota stjórnarráðsins, þar á meðal ráðherra- og þjónustubíla. Fyrir kolefnisjöfnun stjórnarráðsins á að koma á fót sérstöku landgræðslusvæði sem ráðuneyti og stofnanir hafa val um að nýta þar sem starfsmenn planta sjálfir.
Bílaleigur Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Allar ríkisstofnanir skyldaðar til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. 2. apríl 2019 06:30 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Allar ríkisstofnanir skyldaðar til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. 2. apríl 2019 06:30