Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2019 12:35 Bolsonaro hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á herforingjastjórninni sem stýrði Brasilíu með harðri hendi í rúma tvo áratugi. Vísir/EPA Brasilíska þingið þarf að samþykkja að haldinn verði viðburður til að fagna því að fimmtíu og fimm ára verða liðin frá valdaráni hersins. Þetta var niðurstaða dómara sem sneri við ákvörðun Jair Bolsonaro, öfgahægrisinnaðs forseta Brasilíu, um að fagna tímamótunum. Bolsonaro, sem hefur ítrekað mært herforingjastjórnin sem réði ríkjum í Brasilíu í 21 ár, skipaði hernum að undirbúa hátíðarhöld til að minnast valdaránsins árið 1964. Talið er að herforingjastjórnin hafi drepið eða látið hverfa að minnsta kosti 434 Brasilíumenn á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Fjöldi manns til viðbótar var fangelsaður og pyntaður. Ákvörðun forsetans hafði verið harðlega gagnrýnd. Sjálfur sagði hann viðburðinum ætlað að minnast tímabilsins frekar en að heiðra stjórn hersins í sjálfu sér, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að viðburðurinn stríddi gegn endurreisn lýðræðis í Brasilíu og að þingið yrði að samþykkja að halda hátíðarhöld af þessu tagi. Bolsonaro var sjálfur liðsforingi í hernum áður en hann sneri sér að stjórnmálum. Enginn embættismaður herforingjastjórnarinnar hefur nokkurn tímann verið sóttur til saka fyrir glæpi sem framdir voru í tíð hennar. Brasilía Tengdar fréttir Vinsældir ríkisstjórnar Bolsonaro hafa hrapað Innan við helmingur svarenda í nýrri könnun segist treysta Brasilíuforseta og þeim sem segjast vantreysta honum hefur fjölgað um tæpan þriðjung frá því í janúar. 20. mars 2019 22:14 Trump jós lofi yfir Bolsonaro í Hvíta húsinu Bandaríkjaforseti sagðist sérstaklega stoltur af því að brasilískur starfsbróðir hans talaði um falsfréttir. 19. mars 2019 23:45 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Sjá meira
Brasilíska þingið þarf að samþykkja að haldinn verði viðburður til að fagna því að fimmtíu og fimm ára verða liðin frá valdaráni hersins. Þetta var niðurstaða dómara sem sneri við ákvörðun Jair Bolsonaro, öfgahægrisinnaðs forseta Brasilíu, um að fagna tímamótunum. Bolsonaro, sem hefur ítrekað mært herforingjastjórnin sem réði ríkjum í Brasilíu í 21 ár, skipaði hernum að undirbúa hátíðarhöld til að minnast valdaránsins árið 1964. Talið er að herforingjastjórnin hafi drepið eða látið hverfa að minnsta kosti 434 Brasilíumenn á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Fjöldi manns til viðbótar var fangelsaður og pyntaður. Ákvörðun forsetans hafði verið harðlega gagnrýnd. Sjálfur sagði hann viðburðinum ætlað að minnast tímabilsins frekar en að heiðra stjórn hersins í sjálfu sér, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að viðburðurinn stríddi gegn endurreisn lýðræðis í Brasilíu og að þingið yrði að samþykkja að halda hátíðarhöld af þessu tagi. Bolsonaro var sjálfur liðsforingi í hernum áður en hann sneri sér að stjórnmálum. Enginn embættismaður herforingjastjórnarinnar hefur nokkurn tímann verið sóttur til saka fyrir glæpi sem framdir voru í tíð hennar.
Brasilía Tengdar fréttir Vinsældir ríkisstjórnar Bolsonaro hafa hrapað Innan við helmingur svarenda í nýrri könnun segist treysta Brasilíuforseta og þeim sem segjast vantreysta honum hefur fjölgað um tæpan þriðjung frá því í janúar. 20. mars 2019 22:14 Trump jós lofi yfir Bolsonaro í Hvíta húsinu Bandaríkjaforseti sagðist sérstaklega stoltur af því að brasilískur starfsbróðir hans talaði um falsfréttir. 19. mars 2019 23:45 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Sjá meira
Vinsældir ríkisstjórnar Bolsonaro hafa hrapað Innan við helmingur svarenda í nýrri könnun segist treysta Brasilíuforseta og þeim sem segjast vantreysta honum hefur fjölgað um tæpan þriðjung frá því í janúar. 20. mars 2019 22:14
Trump jós lofi yfir Bolsonaro í Hvíta húsinu Bandaríkjaforseti sagðist sérstaklega stoltur af því að brasilískur starfsbróðir hans talaði um falsfréttir. 19. mars 2019 23:45