Tveir Íslendingar fá heilablóðfall á dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. mars 2019 19:30 Um tveir Íslendingar fá heilablóðfall á hverjum degi en áhættu þættirnir geta verið of hár blóðþrýstingur, of hátt kólesteról, undirliggjandi æðasjúkdómar eða óregla á viðkomandi manneskju. Magnús Hlynur Hreiðarsson fór á fræðslufund um heilablóðfall. Heilaheill er í fundarherferð um landið þar sem fundargestum er sagt frá öllu sem við kemur heilablóðfalli. Einn slíkur fundur var haldin nýlega á Hótel Selfossi. Heilablóðfall verður þegar æð sem flytur súrefnis- og næringarríkt blóð til ákveðins svæði heilans stíflast eða springur. Um tveir Íslendingar fá að meðaltali heilablóðfall á dag en sú tala fer þó sífellt lækkandi. En hverjir eru helstu áhættuþættirnir? „Það getur verið of hár blóðþrýstingur, það getur verið of mikið kólesteról, það getur verið óregla á mannskapnum, það geta verið ýmsir aðrir undirliggjandi hlutir, t.d. æðasjúkdómar. Það þarf að láta lækni strax vita af öllum þessum þáttum til þess að hann geti fylgst með líkama hvers og eins“, segir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla.Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla fór á kostum í erindi sínu á Selfossi um heilablóðfall og allt það helsta sem skiptir máli þegar um slíkt áfall er að ræða.Vísir/Magnús HlynurÞórir fékk heilablóðfall fyrir 14 árum, honum datt aldrei í hug að hann væri að fá slíkt áfall þrátt fyrir að nokkur einkenni gáfu til kynna að ekki væri allt með felldu. „Ég sagði við konuna mína áður en við fórum til læknis, eigum við að vera að gera vesen út af þessu, það er ekkert að mér, einhver flensa eða eitthvað jafnvægisleysi, skiptir engu máli en hún heimtaði það að ég færi til heimilislæknis“. Eftir heimsóknina til læknisins var Þórir sendur heim, lækninum þótti ekki ástæða til að gera neitt, en svo fékk hann slag morguninn eftir. En hverjar eru lífslíkur þeirra sem fá heilablóðfall? „Það eru margar tölur um það, það er talað um 12% af þeim sem fá heilablóðfall búi við varanlega örorku og eitthvað um 6% sem látast“, segir Þórir.Séra Baldur Kristjánsson fékk heilablóðfall fyrir sex árum.Vísir/Magnús HlynurSéra Baldur Kristjánsson, prestur í Þorlákshöfn fékk heilablóðfall fyrir sex árum. Því fylgdi málstol en hann hefur verið ótrúlega duglegur að ná málinu til baka. „Ég er enn þá að æfa mig þó sex ár séu liðin, þá er mér enn þá að fara fram að mínu viti. Ég hef stundað prestskap alla tíð, átti að vísu ósköp erfitt með að tala fyrst en með góðra manna hjálp þá gekk það“. Þá má geta þess að Heilaheill hefur komið uppi appi þar sem hægt er að fá upplýsingar um helstu einkenni heilablóðfalls og hringja þá beint í 112 sé grunur um slíkt.Mjög góð mæting var á fundinn á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Sjá meira
Um tveir Íslendingar fá heilablóðfall á hverjum degi en áhættu þættirnir geta verið of hár blóðþrýstingur, of hátt kólesteról, undirliggjandi æðasjúkdómar eða óregla á viðkomandi manneskju. Magnús Hlynur Hreiðarsson fór á fræðslufund um heilablóðfall. Heilaheill er í fundarherferð um landið þar sem fundargestum er sagt frá öllu sem við kemur heilablóðfalli. Einn slíkur fundur var haldin nýlega á Hótel Selfossi. Heilablóðfall verður þegar æð sem flytur súrefnis- og næringarríkt blóð til ákveðins svæði heilans stíflast eða springur. Um tveir Íslendingar fá að meðaltali heilablóðfall á dag en sú tala fer þó sífellt lækkandi. En hverjir eru helstu áhættuþættirnir? „Það getur verið of hár blóðþrýstingur, það getur verið of mikið kólesteról, það getur verið óregla á mannskapnum, það geta verið ýmsir aðrir undirliggjandi hlutir, t.d. æðasjúkdómar. Það þarf að láta lækni strax vita af öllum þessum þáttum til þess að hann geti fylgst með líkama hvers og eins“, segir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla.Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla fór á kostum í erindi sínu á Selfossi um heilablóðfall og allt það helsta sem skiptir máli þegar um slíkt áfall er að ræða.Vísir/Magnús HlynurÞórir fékk heilablóðfall fyrir 14 árum, honum datt aldrei í hug að hann væri að fá slíkt áfall þrátt fyrir að nokkur einkenni gáfu til kynna að ekki væri allt með felldu. „Ég sagði við konuna mína áður en við fórum til læknis, eigum við að vera að gera vesen út af þessu, það er ekkert að mér, einhver flensa eða eitthvað jafnvægisleysi, skiptir engu máli en hún heimtaði það að ég færi til heimilislæknis“. Eftir heimsóknina til læknisins var Þórir sendur heim, lækninum þótti ekki ástæða til að gera neitt, en svo fékk hann slag morguninn eftir. En hverjar eru lífslíkur þeirra sem fá heilablóðfall? „Það eru margar tölur um það, það er talað um 12% af þeim sem fá heilablóðfall búi við varanlega örorku og eitthvað um 6% sem látast“, segir Þórir.Séra Baldur Kristjánsson fékk heilablóðfall fyrir sex árum.Vísir/Magnús HlynurSéra Baldur Kristjánsson, prestur í Þorlákshöfn fékk heilablóðfall fyrir sex árum. Því fylgdi málstol en hann hefur verið ótrúlega duglegur að ná málinu til baka. „Ég er enn þá að æfa mig þó sex ár séu liðin, þá er mér enn þá að fara fram að mínu viti. Ég hef stundað prestskap alla tíð, átti að vísu ósköp erfitt með að tala fyrst en með góðra manna hjálp þá gekk það“. Þá má geta þess að Heilaheill hefur komið uppi appi þar sem hægt er að fá upplýsingar um helstu einkenni heilablóðfalls og hringja þá beint í 112 sé grunur um slíkt.Mjög góð mæting var á fundinn á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Sjá meira