Hoiberg hefur sterka tengingu við Nebraska sem er hans heimaríki. Afi hans, Jerry Bush, var þjálfari körfuboltaliðs Nebraska á árunum 1955-63, hinn afi hans var prófessor við skólann og foreldrar hans útskrifuðust báðir úr Nebraska.
Hoiberg var rekinn frá Chicago Bulls í desember eftir skelfilega byrjun liðsins á tímabilinu. Hann tók við Chicago 2015 og kom liðinu einu sinni í úrslitakeppnina.
Hoiberg þjálfaði Iowa State með góðum árangri á árunum 2010-15. Hann lék með Iowa State á sínum tíma og var svo tíu ár í NBA-deildinni. Þar lék Hoiberg með Indiana Pacers, Chicago Bulls og Minnesota Timberwolves.
Þórir var að klára sitt annað tímabil hjá Nebraska. Liðið vann 19 leiki í vetur og tapaði 17.
Introducing your new @HuskerHoops Head Coach...
Fred Hoiberg.
: https://t.co/F59IJZ6sh4#GBRpic.twitter.com/kwuV6HJ80y
— Nebraska Huskers (@Huskers) March 30, 2019