Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir Magdeburg sem valtaði yfir Leipzig á útivelli, 23-36, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. 19.10.2025 16:57
Unnu seinni leikinn en eru úr leik FH vann Nilüfer í Tyrklandi, 29-34, í seinni leik liðanna í 2. umferð EHF-bikars karla í handbolta í dag. FH-ingar töpuðu fyrri leiknum í gær, 23-31, og einvíginu, 57-60 samanlagt. 19.10.2025 16:21
Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Íslenska landsliðskonan Sandra María Jessen skoraði mark Köln í 5-1 tapi fyrir Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni í dag. 19.10.2025 16:07
Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Mikael Egill Ellertsson lék allan leikinn fyrir Genoa sem gerði markalaust jafntefli við Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Genoa fékk gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn í uppbótartíma. 19.10.2025 15:22
Þriðji deildarsigur Villa í röð Aston Villa vann sinn fimmta sigur í röð í öllum keppnum þegar liðið lagði Tottenham að velli í dag, 1-2. Emiliano Buendía skoraði sigurmark Villa. 19.10.2025 14:55
Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Logi Tómasson lagði upp mark þegar Samsunspor bar sigurorð af Kayserispor, 1-3, í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 19.10.2025 14:43
Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Arna Eiríksdóttir stóð vaktina í vörn Vålerenga sem vann 0-4 sigur á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í dag. Liðið er samt enn sjö stigum á eftir toppliði Brann. 19.10.2025 14:23
Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Como gerði sér lítið fyrir og vann Juventus, 2-0, í fyrsta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsti sigur Como á Juventus í efstu deild síðan 1952. 19.10.2025 13:42
Hildur á skotskónum gegn Sevilla Landsliðskonan í fótbolta, Hildur Antonsdóttir, kom Madrid á bragðið í 1-3 sigri á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 19.10.2025 12:05
Mancini og Dyche á óskalista Forest Í annað sinn á tímabilinu þarf Nottingham Forest að finna sér nýjan knattspyrnustjóra. Fyrrverandi stjóri Manchester City er meðal þeirra sem kemur til greina. 19.10.2025 11:30
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið